Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 16
... Sigurður Ingimundarson, Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G* Þorsteinsson, Þeir skipa efstu sæti A-listans í Reykjavík Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- og við- skiptamálaráðherra skipar efst'a sæti A- Jistans í Reykjavík. Hann er fæddur 7. febrúar 1917 og því rétt rúmlega fimmt- ugur að aldri. Hann' er hagfræðingur að menntun. Alþingismaður var hann kjör- inn 1946 og hefur setið óslitið á þingi síðan. Hann var menntamála- og iðnað- armálaráðherra í vinstri stjórninni 1956 -1958, hann fór með menntamál, iðnað- (armál og viðskiptamál í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins og frá því að Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn anynduðu ríkisstjórn 1959 hefur hann farið með menntamál og viðskiptamál. Hefur Gylfi því farið með stjóm ís- lenzkra menntamála í rúman áratug, en á því tímabili hafa orðið stórfelldar fram farir í íslenzkum menntamálum. A því tímabili sem Gylfi hefur farið með stjórn viðskiptamálanna hafa orðið rót- tækar breytingár á innflutningsverzlun, höft afnumin og verzlunin gerð frjáls. Eggert G. Þorsteinsson félagsmála- og sjávarútvegsmálaráðherra skipar annað sæti A-listans í Reykjavík. Hann er fæddur 6. júlí 1925 og því tæplega 42ja ára að aldri. Er hann yngstur ráðherr- anna í ríkisstjórninni. Eggert er múrari að menntun og á að baki sér langan feril í verkalýðshreyfingunni. Var hann um langt skeið formaður Múrarafélags Reykjavíkur, sat á mörgum þingum Al- þýðusambands íslands og um skeið í mið stjórn Alþýðusambandsins. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1953 og hefur setið á þingi nær óslitið síðan. Félags- mála- og sjávarútvegsmálaráðherra varð hann 1965. Eggert var um langt skeið formaður og skrifstofustjóri Húsnæðis- málastjórnar og hefur hann mjög beitt sér fyrir umbótum á sviði húsnæðismála- Sigurður Ingimundarson alþingismiað- ur skipar þriðja sæti A-listans í Reykja- vík. Hann er fæddur 10. júlí 1913 og er því tæplega 54 ára gamall. Hann er efna fræðingur að menntun og hefur verið kvennari í þeirri grein svo og í stærð- fræði í ýmsum skólum í Reykjavík. Al- þingismaður varð hann 1959 og hefur set ið á þingi síðan. Sigurður hefur mikið látið kjaramál opinberra starfsmanna til sín taka. Var hann formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1956-1960, en í stjórn bandalagsins sat hann um 10 ára skeið. Sigurður hefur sérstaklega kynnt sér verkstjórn og vinnuhagræð- ingu og er forstöðumaður verkstjórnar- námskeiðanna. Hann hefur setið í mörg- um nefndum fyrir Alþýðuflokkinn, eink umi um skatta- og efnahagsmál. Hann er einn af fulltrúum íslands í Norðurlanda ráði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.