Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.06.1967, Blaðsíða 6
/ 6 Sunnudags Alþýffubfaðið — 11. júní 1967 Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmanna S|ávarútvegsmál, Mikill fjöldi nýrra og fullkominna fiskiskipa hefur verið keyptur til landsins á síðari árum. Ný fullkomin og stórvirk tæki hafa verið tekin í notkun á fiskiskipaflotanum. Þessi nýju skip, nýju tæki og nýjar veiðiaðferðir eru undirstaða þeirra miklu verð- mæta, sem fiskiskipaflotinn hefur borið að landi. Hin mikla fjárfesting, sem gerð hefur verið í þessum efnum er tilkomin vegna skiinings ríkisstjórnarinnar á málefnum ú tgerðarinnar og mikilla lánveitinga hins opinbera til kaups á nýjum skipum og nýjum tækjum. Fiskiðnaður hefur verið efldur, síldarverksmiðjur reistar viðs vegar um land og síldarflutningar teknir upp með aðstoð af opinberu fé til þess að tryggja hag- kvæma nýtingu aflans og vinnutækjanna. Þetta hefur verið gert til þess að tryggja afkomu og framtíð unga fólksins. Þetta hefur verið gert í ráðherratíð Alþýðuflokksins! Menntamál. Byggður hefur verið nýr menntaskóli í Reykjavík auk þess sem húsnæði gömlu menntaskólanna á Akureyri, Laugarvatni og í Reykjavík hefur verið aukið og end- urbætt. Áætlanir hafa verið gerðar um byggingu menntaskóla á Vestfjörðum og Austurlandi en það mun efla mjög aðstöðu ungs fólks í þeim landshlutum til menntunar. Reistur hefur verið nýr kennaraskóli í Reykjavík jafnframt sem kennaramenntun hefur verið aukin og kennaraskólanum heimilað að brautskrá stúdenta. Sett hafa verið ný lög um iðnfræðslu og áætluð er bygging fullkominna verkstæð- isskóla sem munu leysa úr brýnni þörf um samhæfða og sérgreinda menntun verð- andi iðnaðarmanna. Háskóli íslands hefur verið efldur, fjölgað prófessorsembættum og kennsluaðstaða háskóladeildanna bætt. Námslán og styrkir til langskólanáms innan lands og utan hafa verið aukin mjög mikið. Þetta hefur verið gert til þess að bæta að jtöðu ungs fólks til menntunar. Þetta hefur verið gert í ráðherratíð Alþýðuflokksins! Húsnæðismál. Opinber aðstoð til húsbyggjenda hefur verið stóraukin á síðustu árum. Reisíur hefur verið mikill fjöldi stórra og nýtízkulegra íbúða. Grundvöllur þeirra bygginga er hin mikla aðstoð hins opinbe > a við húsbyggjendur. Á síðustu árum hefur Húsnæðismálastjóm ríkisins tekizt iðulega að sinna öllum lánsumsóknum, sem borizt hafa. Á sama tima og vísitalan hefur þrefaldazt hafa húsnæðismálastjómarlánin sexfaldazt. Viðbótalán hafa verið veitt til lágtekjufólks innan vébanda Alþýðusambands ís- lands. Að tilhlutan félagsmálaráðherra á sér nú stað er.durskoðun á þessari lánveit- ingu þess efnis að láglaunafólk, í stéttar- og fagfélögum, sem ekki eru aðilar að ASÍ njóti einnig þessara viðbótarlána. Hið opinbera hefur þegar hafið byggingu 1250 íbúða í Breiðholtshverfi. íbúðir þess- ar em ætlaðar láglaunafólki, iðnnemum og láglaunuðum meðlimum verkalýðs- og fagfélaga. Lán þau sem veitt eru væntanlegum kaupendum nema 80% af kostnaðar- verði íbúðanna. Þetta hefur verið gert til hagsbóta fyrir unga fólkið. Þetta hefur verið gert í ráðherratíð Alþýðuflokksins! Singi kjósandð! VSIt þú stuóla að áframhaldandi uppbyggingu í þessum efnum hér eftir sem htngað til. Villt þú styija í verki ábyrgan stjórnmálaflokk, sem sk lar árangri. EF SVO ER ÞÁ KÝST ÞÚ A-LISTANN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.