Alþýðublaðið - 13.06.1967, Page 7
u
Skepnan tekur að skilja
Þjóðleikhúsið:
HORNAKÓRALLINN
Klink-klink-kómedía
eftir Odd Björnsson og
Leif Þórarinsson
Leiktexti: Oddur Björnsson
Tónlist: Leifur Þórarinsson
Söngtextar: Kristján Árnason
Leikmynd og búningateikn-
ingar: Gunnar Bjarnason
Hljómsveitarstjóri:
Leifur Þórarinsson.
ÞVÍ miður var ég fjarverandi
frumsýningu Þjóðleikhússins á
„klinlc-kómedíu” þeirra Odds
Björnssonar og Leifs Þórarins-
sonar og sá ekki leikinn fyrr en
komið var undir kosningar.
Betra er seint en aldrei, og skal
því sýningarinnar getið hér að
nokkru. En þegar þessar línur
koma á prent mun sýningum
leiksins lokið í vor, eða í þann
veginn, þó hann verði að sjálf-
sögðu tekinn upp aftur í haust.
Þetta fyrirkomulag virðist orðið
fast í leikhúsinu: að frumsýna
nýtt verkefni og leika nokkrum
sinnum undir lok leikársins en
geyma það síðan til hausts, og
hefur að sjálfsögðu þann kost
með sér að þá getur leikhúsið
hafið starf að hausti með full
búnu verki meðan æfð eru ný
verkefni. Á hinn bóginn kann að
reynast örðugt að vekja að nýju
áhuga og eðlilega aðsókn að leik
sem búið er a0 frumsýna. Svo
mun hafa farið um Indælt stríð
í haust' sem hlaut þó frábærar
viðtökur í fyrravor. Horfir ekki
vænlega fyrir Hornakóralnum ef
fer á sömu leið fyrir honum því
að aðsókn mun hafa verið dræm
að sýningum hans i vor þrátt
fyrir góðar undirtektir á' frum-
sýningu og vingjarnlega dóma.
Svo var og á-.þeirri sýningu sem
ég .sá: húsið þunnskipað og und-
irtektir áhorfenda ósköp dauf-
legar.
Hvað sem því líður og hvað
sem líður verðleikum sjálfs
leiksins er sýning Hornakórals-
ins í Þjóðleikhúsinu minnsta
kosti markverð, jafnvel söguleg
sýning fyrir eitt: þar fá ungir
leikhúsmenn sitt' langmesta tæki-
færi í Þjóðleikhúsinu allt frá
upphafi þess til að sýna hvað þeir
dugi. Fimm ungir menn standa
fyrir sýningunni, Oddur Björns-
son, Leifur Þórarinsson, Kristj-
á'n Árnason, Benedikt Árnason,
Gunnar Bjarnason, og munu þeir
hafa haft miklu nánari samvinnu
sín í milli en tíðkazt hefur við
undirbúning nýrra verka í Þjóð-
leikhúsinu hingað til. Mistakist
verk þeirra verður leikhúsinu
sjálfu að minnsta kosti ekki
kennt um það enda ekkert til
sýningarinnar sparað.
Hópstarf tíðkast nú í hverri
grein og þykir vel gefast; hvergi
er slík samvinna náttúrlegri en
einmitt í leikhúsi. En hver hóp-
ur þarf við nokkurrar forustu —
og í leikhúsi er forusta leik
skáldsins sjálfgefin. Án leikrits
engin leiksýning! Leikritið er
undirstaðan undir öllu starfi
leikhússins; sýning verður aldr-
ei betri en texti hennar leyfir;
þessa einföldu formúlu er hollt
að hafa í huga til móts við allt'
talið um sjálfræði leikhúslistar.
Það verður að segja hverja sögu
eins og hún gengur: þessari for-
ustu hefur Oddur Björnsson
brugðizt. Leiktexti hans er lítil-
fjörlegasti þátturinn í Hornakór-
alnum, fjarskalegt þunnmeti, en
verðleikar sýningarinnar stafa
flestir af meðförum leikendanna
sem nýta verk hans til hins ýtr-
asta. Á hinn bóginn hygg ég að
hlutur tónskáldsins sé miklu
meiri og trúi mætavel þeirri
kenning, þó ég sé ekki dómbær
á tónmennt sjálfur, að tónlist
Leifs Þórarinssonar sé hið mark-
verðasta sem Hornakórallinn
hefur fram að færa. Þeir Bene-
dikt Árnason og Leifur bera
sýninguna uppi með dyggilegri
aðstoð Gunnars Bjarnasonar sem
hefur gert mjög skemmtilega og
haganlega leikmynd sýningar-
innar.
En leikurinn bregzt sem sagt
vonum manna vegna þess hve
fátæ.klegur textinn er. Frumhug-
mynd leiksins er að vísu góð og
gild: aC heimfæra söguna um
Galdra Loft nútímanum, setja
Loft niður á Grímsstaðaholtinu
og láta hann særa sjálfan djöf-
ulinn fram á „vísindalegan”
máta, láta þann gamla síðan taka
sjálfan við stjórninni. Hér er
fitjað upp á paródiskri aðferð
sem hæfði mætavel til hæðnis-
ádeilu á samtíðina, velfcrð og
viðreisn og hvaðeina sem menn
kysu að snúast' gegn. En Oddi
Björnssyni verður einkennilega
lítið úr sinni góðu hugmynd.
Úr sögunni um Galdra-Loft verð-
ur honum hvorki fugl né fiskur;
hún er tilefni leiksins en ekki
hagnýtt frekar þótt tilvalið virt-
ist að gera sér mat úr hliðstæð-
unni við þjóðsöguna sjálfa og
leikrit' Jóhanns Sigurjónssonar;
þess í stað snýst leikurinn upp
í hreina reviu þegar fram í sæk-
ir og af því tagi eru líka þau at-
riði sem bezt lánast í sýning-
unni. Hins vegar er ekki unnt að
tala um neina eiginlega ádeilu í
leiknum; til þess skortir hann
fyndni, skeytin eru sljó, enda
einatt óglöggt hvert þeim sé
beint. Einkennilegast er þó um
jafnmikla nútímamenn og höf-
unda þessa leiks hve úreltan mór-
al þeir virðast aðhyllast. (Meðal
annarra orða: mér heyrðist Árni
Böðvarsson halda því fram í út-
varpinu eitt kvöldið að „mórall”
hlyti að beygjast í íslenzku eins
og „þumall”. Þetta er rangt:
orðið beygist eins og „kórall.”)
En siðaskoðun sína láta þeir bezt
uppi með orðum Skáld-Sveins:
„Skepnan tekur að skilja að
skapleg setning brast. .. Leggst
í spenning lönd og gull og garð-
ar, en gætt er síður hins er
meira varðar.” Heimsádeila af
þessu tagi er nú aldeilis ekki
nýstárleg, — en með leyfi hvað
er „skapleg setning”, þetta „hitt
er meira varðar,” nú á dögum?
Fornar dyggðir í Grímsstaðaholt-
inu?
Þessi móralski tvískinnungur
leiksins kemur hvergi glöggar
fram en í hlutverki Dísu. Hún
gæti mætavel átt að vera ein-
hvers konar skopfærsla alls kon-
ar úreltrar rómantísku, en sé
það tilætlunin er henni fylgt
harla slælega eftir; áreiðanlega
hvarflar það að fleiri en einum
á'horfanda að taka Dísu í fúlustu
alvöru sem væri þó enn verri
kostur. En mér þótti leikkonan
í hlutverkinu, Sigríður Þorvalds-
dóttir, standa sig hetjulega þó
hún fengi ekki ráðið fram úr
þessum vanda á eigin spýtur; og
umbreyting hennar í Ófelíu und-
ir leikslokin var listavel gerð,
eitt með hnyttnustu atriðum
leiksins. Hliðstæður tvískinn
ungur háir hlutverki móðurinn-
ar sem Þóra Friðriksdóttir fór
með spaugilega og hlýlega; en
sjálfsagt er það einn af „effekt-
um” sýningarinnar að láta unga
og gervilega konu eins og Þóru
leika aflóga skar. Ekki sá ég það
yrði leiknum til nokkurs fram-
dráttar, en varð ekki að vand-
ræðum heldur vegna hófsemi og
notalegrar kímni leikkonunnar.
Slíkra kosta, né annaira, átti
Erlingur Gíslason ekki völ í hlut-
verki Lofts sem er raunar of-
mikið að kalla hlutverk; Loft-
ur er einungis tilefni leiks-
ins og höfundur í hreinustu
vandræðum með hann hverja
stund á sviðinu unz hann er
lukkulega kominn til tunglsins.
Þetta er raunar mesti annmarki
Hornakóralsins sem alla van-
kanta hans leiðir síðan af: full
komin uppgjöf höfundarins/höf-
undanna við að heimfæra Loft
nútímanum, gera dugandi nú-
mynd hans. Þetta kemur strax
fram í hinu langdregna og vand-
ræðalega upphafsatriði þar sem
Erlingur baukar við maskínur
sínar með dunum og dynkjum
en þær Þóra og Sigríður ákalla
hann gegnum skráargatið og
bera honum vatn og kókó á vixí.
Ekkert þeirra segir neitt' sem
neinu vai'ðar hvorki lýsingu
sjálfra þeirra né framvindu
leiksins, textinn er bæði ófynd-
inn og endurtekningasamur úr
hófi. Svo birtist sá' gamli sjálfur
glóandi rauður og þá hýrnar yfir
því að sviðsgleði Róberts Arn-V
finnssonar lætur ekki að sér hæða
Eins og ýmislegt fleira í leiknum
er hugmynd hans hnyttileg, hann
er blendingur úr paura þjóðsög-
unnar með hóf og hnýfla og læ-
vísum nútímasatan í smóking, en
eins og endranær er henni fylgt
eftir af tvídrægni og hiki,, eins
og Iiöfundum sé engan veginn
ljóst hvert þeir ætli sér með
þessari persónu. Á einum stað i
Framhald á bls. 10.
1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J
13. júní