Alþýðublaðið - 23.06.1967, Síða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1967, Síða 2
20 ÍBÚDA FJOLBÝLIS - HÚS BYGGT Á ISAFIRÐI FyRIR tæpu ári síðan sam- liykfti bæjarsjórn ísafjarðar sam hljóða að hefja undirbúning að hyffgingu fjölbýlishúss. Húsinu var valinn staður við Túngötu nr. ; Slys í Kollðfiröi H|vi KL. 2 í gærdaff vildi það slys til í sandnámi í Kollafirði að verkstjóranum, Axel Albertssyni skrikaði fótur á grind yfir malar- trekt og hefur sennilega fótbrotn að. Svo h’áttar til þarna, að yfir stórri trekt, sem tekur við möl í grjótmulingsvél, er grind, sem skilur frá of stóra steina. Var Axel að fjarlægja einn slíkan stein, er Ihann steig niður um grindina og missti steininn ofan á fót sér. Talið var að Axel ihefði fótbrotnað og var hann fluttur á slysavarðstofuna. 18-28. í húsinu eru 20 íbúðir, þ. e. a. s. 6 fjögra herbergja í- búðir, 6 þriggja herbcrgja íbúð- ir og 8 tveggja herbergja íbúð ir. Hér er um mikið stórhýsi að ræða, húsið er þrjár hæðir og kjallari, en sökum hagstæðrar lóð ar er kjallarinn svo að segja all ur á jarðhæð. Grunnflötur húss- ins er 12x40 m. Bæjarstjórnin fól fimm manna nefnd að annast allan undirbún- ing málsins. Formaður nefndar- innar er Sverrir Guðmundsson, bankaritari. Nýr hæsta- réttarlögmaður Nýlega hefur Jón P. Emils lokið. prófraunum við Hæstarétt og þar með hlotið réttindi liæstaréttar- lögmanna. Jón er Austfirðingur að ætt, en uppalinn í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1944, lagði stund á verkfræðinám Ákveðið hefir verið að selja íbúðirnar á kostnaðarverði, Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á ísa firði, og mun þessi bygging hvergi nærri fullnægja þörfinni. enda almennur áhugi á þessum íbúðum, sem koma tjl með að verða á mjög hagstæðu verði. Auglýst var eftir tilboðum í byggingu hússins. Innkaupastofn un ríkisins annaðist útboðslýsing una fyrir bæjarfélagið. Fjögur til boð bárust. Lægsta tilboðið var frá Páli Guðfinnssyni, bygginga meistara Patreksfirði, að upphæð 14.760,000 kr., og er þá miðað við að skila húsinu fullgerðu, að því undanskildu, að bæjarsjóður skal leggja til allar eldavélarnar. Smíði hússins skal lokið fyrir 1. október 1968. Hæsta tilboðið var kr. 17.920,000. Verksamningur við Pál Guð- finnsson var undirritaður sl. föstu dag og hefjast byggingafram- kvæmdirnar miðvikudaginn 21. þ. m. Húsið teiknuðu arkitektamir Sigurjón Sveinsson og Kjartan Sigurðsson. Traust hf. gerði járna teikningar og aðrar sérteikningar. Ólafur Hansson. Síðustu daga hafa tveir nýir prófessorar verið skipaðir við Há skóla íslands, Guðlaugur Þorvalds son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, Iætur af því starfi og hefur verið skipaður prófessor í viðskiptadeild. Ólafur Hansson, yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, hefur verið skipaður prófessor við heimspekideild og mun svið hans vera almenn saga, en þá grein hefur hann kennt árum saman við háskólann. Þá mun vera óskipað í eina prófess- orsstöðu, sem auglýst hefur verið við Háskólann, þ.e.a.s. ensku. Um Guðlaugur Þorvaldsson. em.bætti í dönsku var enginn um sækjandi. Hér fer á eftir fréttatilkynning friá Menntamálaráðuneytinu um stöðuskipanirnar: ,,Hinn 16. júní 1967 var Guð- laugur Þorv'aldsson, ráðunejdis- stjóri, skipaður prófessor í við- skiptadeild Háskóla íslands frá 1. júlí 1967 að telja. Hinn 21. júní 1967 var Ólafur Hansson, yíirkennari, skipaður prófessor í heimspekideild Há- skóla íslands frá 1. júlí 1967 að telja". 2 nýskipaðir prófessorar Umferðarslys á Akureyri UMFERÐARSLYS varð á Akur eyri í fyrradag er bifreið ók yfir fjögurra ára dreng, sem var að lejk á Helga-magrastræti. Taljð er að drengurinn hafi lent á milli hjóla bifreiðarinnar því að hann var ótrúlega lítið meiddur og var fluttur heim til sín, er gert hafðj verið að skrámum hans á sjúkra húsinu. Kvöldið áður veitti lögreglan á Akureyri athygli jeppabifreið sem ekið var á ofsahraða norður úr bænum. Lögreglumenn hófu þeg- ar eftirför, en ökumaður jeppans ekeyttj hvorki um hljóð- né Ijós- merki og linntj ekki förinni fyrr en á móts við Laugaland á Þel- anörk. Ökumaðurinn 20 ára að aldri var grunaður um ölvun og færÖur til blóðrannsóknar. um skeið, en hvarf síðan að iaga- námi. Embættisprófi í lögum lauk hann í ársbyrjun 1951 með mjög hárri 1. einkunn, og að prófi loknu gjörðist hann lögfræðilegur ráðunautur verðlags- og viðskipta yfirvalda. Eigin málflutningsskrif- stofu stofnaði hann árið 1954. Jón hefur notið styrks Vísinda- sjóðs og fjármálaráðuneytisins til að rannsaka réttarstöðu ríkisins gagnvart störfum ríkisstarfs- manna. Síðari lár hefur hann ver ið Iögfræðilegur ráðunautur Reylcj avíkurborgar. Jón hefur mikið ritað um lög- fræðileg málefni ibæði í íslenzk og erlend fræðileg tímarit, svo og fyrir almenning í Alþýðublaðið og Vikuna. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. verið í stjórn S.U.J. og í miðstjórn Al- þýðuflokksins ótti hann sæti á árunum 1944—’58. VIETNAMAR KOMA BOÐI VIETNA A-lista fagnaður í Reykjaneskjördæmi ’ A-listinn í Reykianeskjördæmi heldur kvöldfagnað í AlþýSuhúsinu í , Hafnarfiröi fyrir stuðningsmenn og starfsfólk á kjördegi laugar- daginn 24. júní kl. 8,30 e. h. Þar verða skemmtiatriði og dans. LAUGARDAGINN 24. þ. m. munu koma fcingað til lands frá Kaupmannahöfn þrír Suður-Víet namar, tveir karlmenn og ejn kona. Fólk þetta er frá Þjóðfrels ishreyfingunni (F.L.N.) í Vietnam og er á ferð um Norðurlönd til fyrirlestrahalds. Alþjóðasamband lýðræðissinn- aðrar æsku (World Federation of Dcmocratic Youth) hefur skipu- lagt þessa Norðurlandaferð í sam ráði við aðjldarfélög sín og Viet namnefndarinnar á Norðurlönd- um. Aðildarfélag alþjóðasambands ins hér á landi, Æskulýðsfylking- in. fékk boð um að þessjr þrír fulltrúar frá Þjóðfrelsishreyfing- unni gætu haft viðdvöl á íslandi ef óskað væri. Æskulýðsfylkingin framvísaðí boði þessu til stjórn- ar „Hinnar íslenzku Vietnamnefnd ar“ er samþykktj að veita sendi nefndinni viðtöku og skipuleggja dvöl hennar hér á landi. Nefndin hefur m. a. áformað að bjóða fréttamönnum blaða og útvarps að ræða við Suður-Viet- namana fljótlega eftir hingað- komu þeirra og fyrirhugað er að efna til opinbers fundar í ein- hverju samkomuhúsanna í Reykja vík n.k. þriðjudagskvöld, þar sem almenningi mun gefast kostur á því að kynna sér sjónarmið Þjóð frelsishreyfingarinnar varðandi styrjöldina í Vietnam Allur kostnaður, sem dvöl Suð- ur-Vietnamanna á Íslandí hefur í för með sér, verður greiddur af „Hinni íslenzku Vietnamnefnd“. Nefndin vill leggja áherzlu á, að heimsókn þessara þriggja full- trúa Þjóðfrelsishreyfingarinnar hingað til lands á vegum nefndar innar er einn þáttur þess upplýs- jnga- og kynningarstarfs um Viet- nammálið er „Hin íslenzka Viet- namnefnd" hyggst beita sér fyrir. Sjónarmið þau og skoðanir sem fram koma á fundinum og í frétta viðtölum við sendinefnd þessa kynna afstöðu Þjóðfrelsisfylking- arinnar til átakanna í Vietnam en lýsa ekki sameiginlegu áliti og mati þeirra félaga og ein- staklinga sem að „Hinni íslenzku Vietnamnefnd" standa. Nefndin mun i framtíðinni kappkosta að kynna Vietnammál ið frá sem flestum hliðum og miðast starfsemi nefndarinnar við það að vekja almennar umræður á íslandi um mál þetta sem kynnu að leiða til þess að ís- lenzka þjóðin óskaði og gæti lagt sitt af mörkunum á alþjóðlegum vettvangi til þess að tryggja íbú um þessa styrjaldarhrjáða lands frið og frelsi. Af Rogalandi í Noregi berast þær fréttir, að hvalveiðimóður- skipið Komos IV., sem nota á sem fljótandi síldarbræðslu við ís- land í sumar, ieggi af stað til miðanna miðvikudaginn 28. júní. AIls verða á skipinu 130 til 140 manns, þar af uni 70 manns, sem vinna við þjónustu um borð, af iþeim um 20 konur. 2 23. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.