Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 5
WILLY BRANDT, utanríkis- ráðhcrra Vesturþýzka sambands- lýðveldisins, kemur hingað til lands síðdegis í dag í opinbera heimsókn. Hann hefur gist höf- uðborgir hinna Norðurlandanna síðustu daga, og mætti kalla þessa ferð hans pólitíska kurt- eisisheimsókn. Ferð Brandts er stórpólitísk að þvi vleyti, að hann hefur hreytt veruiega um tón vestur- þýzkrar uíanrikissiefnu, og leita Þjóðverjar nú eftir auknum sam skiptum og samstaríi við Aust- ur-Evrópu. — Hefur hann rætt þetta mál við ieiðtoga Norður- landanna, en þeir hafa allt kalda stríðið haft betra sam- toand við kommúnistaríkin í austri en flestir aðrir leiðtogar álfunnar. Ferðin er kurteisis’heimsókn af þeim sökum, að stjórnin í Bonn hefur lagt sig fram um að hafa gott samband við granna sína í norðri þar lá meðal ísland. Þessi þáctur er Willy Brandt sérstakt áhugamál, því að hann dvaldist iandfiótta í Noregi og Svíþjóö á annan áratug, talar norsku og toefur orðið fyrir var- anlegum áhrifum af norrænni menningu og stjórnmálum. Íslendingum er Willy Brandt kærkominn gestur, sem toæði. er gagn og ánægja að kynnast. — Hann er nú einn af fremstu stjórnmalamönnum álfunnar, — ungur maSur, jafnt að árum sem í hugsun og stefnu, maður, sem vill ryöja nýjar brautir til betri framtíðar. Brandt varð toeimskunnur sem yfirborgarstjóri í Vestur-Berlín, og er í hugum fólks um allan toeim tálcn fyrir hugrekki og stað festu þeirrar lunsetnu borgar. Þar miá segja, að hann hafi sjálf ur snúið toeim til föðurlands síns eftir útlegðina og lagt leið sína inn á svið þýzkra stjórnmála und ir handleiðslu toins mikia fyrir- rennara síns í borgarstjóraem- toættinu, Ernst Reuter. Saga hins þýzka utanríkisráð- toerra hófst í borginni Lúbeck á jólaföstu 1913. Hann var skýrð- ur Herbert Ernst Karl Frahm og Ihlaut ættarnafn móður sinnar, sem vann í kaupfélagsbúð þar í borginni. — Föður sinn þekkti drengurinn aldrei, en var að mestu alinn upp af móðurafa sínum. Þar hlaut hann fyrstu kynni sín af jafnaðarstefnunni, því gamli maðurinn var einn af forustumönnum verkamanna á stórbýlum Norður-Þýzkalands og álitinn stórhættulegur af landeigendum. Drengurinn lauk námi í Johanneum skólanum í Lúbcek 1932, en hann gerðist floi cbsundinn jafnaðarmaður það sama ár. Vorið 1933 var Willy Brandt, þá accins 19 ára gamall, orðinn svo ailiafnasamur flokksmaður, að nazistar veittu honum athygli og fylgdust með honurri. Kom svo, að 'hann varð að flýja land til að forðast fangelsun, og komst hann til Noregs. Margir þýzkir jafnaðarmenn flúðu um þetta leyti undan nazistum til Norðurlanda, og reyndu flokks- bræður þeirra að greiða götu þeirra. Norskir jafnaðarmenn veittu Brandt ýmsa aðstoð, og tókst honum að thalda áfram námi við hláskólann í Osló. Lagði hann þar stund á sögu, en gerð- ist að því loknu blaðamaður. Sem slíkur ferðaðist hann til ým issa Evrópulanda, m. a. til Spán- ar 1937, og kynntist hann þar starfsaðferðum kommúnista vel. Þegar Þjóðverjar hernámu Norég, fór Willy Brandt huldu höfði til að forðast handtöku. Duidist hann sem norskur her- maöúr og slapp þannig úr klóm landa sinna. Hafa andstæðingar Brandts á stjórnmálasviðinu í Þýzkalandi, sem sumir hverjir eru fram úr hófi hersíkáir og samvizkulausir, gert tilraunir til að nota þetta gegn honum og breiða út heimafyrir, að hann hafi borið vopn gegn sinni eigin þjóð. Sem betur fer hefur Brandt staðið af sér þennan og annan illkvittnislegan áróður á hinum pólitíska vígvelli. Frá Noregi komst Willy á laun til Svíþjóðar, og þar hélt hann áfram blaðamennsku sinni. — Eftir ófriðarlok varð hann fróttaritari fyrir mörg dagblöð á Norðurlöndum og skrifaði mik ið um alþjóðamiál. Snemma árs 1947 var hann gerður að blaða- fulltrúa við norsku hernaðar- sendinefndina í Berlín og komst hann þar með í kynni við heima- land sitt á ný. Tókust kynni með honum og leiðtogum þýzkra jafn aðarmanna. í árslok útnefndi flokksformaður þeirra, Kurt Schumaeher, Brandt sem full- trúa flokksstjórnarinnar í Ber- lín. Árið 1948 varð hann aftur þýzkur ríkisborgari og ári síðar var nafni hans löglega breytt úr Frahm í Willy Brandt. Eftir þetta hlaut Brandt skjót an frama á sviði stjórnmálanna. Hann varð einn af fulltrúum Ber- línar á þingi í Bonn þegar 1949, og 1950 kjörinn í Senat Berlín- arborgar. Hann varð forseti Sen atsins 1955 og 1957 var hann kjörinn yfirborgarstjóri að Reu- ter látnum. Vegur Brandts sem borgar- stjóra óx ár frá ári, og var hann þá smám saman kjörinn til meiri trúnaðarstarfa innan þýzka jafn aðarmannaflokksins, SPD. Árið 1962 varð hann varaformaður flokksins og tveim árum síðar formaður, eftir liát Erich Ollen- hauers. Þýzkir jafnaðarmenn hafa frá upphafi sósíalismans sem nú- tíma stjórnmálastefnu verið kreddubundnari en flokkar ann- arra landa. Flestir höfundar stefnunnar voru þýzkir, og það er Þjóðverjum líkt að vera fast heldnir á gamlar kenningar. — Eftir heimsstyrjöldina var hinn endurvakti flokkur, SPD, þessu sama marki brenndur undir stjórn Scliumachers, og hefur það vafalaust verið hollt fyrir þýzk stjórnmál á þeim árum. En með breyttum tímum og nýrri kynslóð, sem ólst upp í tíð efnahagsundursins og vildi gleyma fortíðinni, var kominn tími til breyttra viðhorfa. Þýzkir jafnaðarmenn hlutu að ganga í spor flokksbræðra sinna í öðr- um löndum. Þá leituðu þeir einna helzt fyrirmynda á Norð- urlöndum, og gætti þar áhrifa manna eins og Willy Brandt, — sem þar höfðu dvalizt árum sam an. Með samþykkt hinnar svo- - nefndu Godesberg-stefnuskrár tóku þýzkir jafnaðarmenn nýja stefnu, og þar með sköpuðu þeir möguleika fyrir því, að þeir geti hlotið meirihluta með þjóðinni og tekið stjórnartaumana. Síðan hefur vegur jafnaðar- manna verið vaxandi. Þar kom eftir síðustu kosningar, að bandalag Kristilega demókrata- flokksins og Frjálsra demó- krata riðlaðist, og Þjóðverjar stóðu frammi fyrir stjórnar- kreppu — hinni fyrstu síðan fyr ir stríð. Þá tóku jafnaðarmenn undir forustu Willy Brandt þá ákvörðun að mynda „Stórfylk- ingu“ með Kristilegum demó- krötum, þótt erfitt væri af ýms um ástæðum. Þeir töldu, aÓ stjórn með smáflokk eins og FDP mundi ekki valda þeim verkefnum, sem framundan voru eða hafa nægan styrk til að leysa þau. Þessi stjórnarmyndun var aff vonum mjög umdeild í flolckn- um og raunar landinu öllu. En stjórnin hefur farið vel af stað, og í utanríkismálum hefur Brandt þegar skapað „nýja stefnu“ — leitina að betri sam- búð til austurs, sem hefur verið óhugsandi undh- stjórn hinna kristilegu demókrata. Enda þótt. jafnaðarmenn séu í grundvallar- atriðum mestu fjandmenn kommúnista, eru þeir raimsæir og vilja framar öliu tryggja frið' og aukin samskipti allra þjóða í vinsemd. Þess vegna hika þeir ekki við að beita sér fyrir stefnu breytingu eins og þeirri, stm Willy Brandt mun í fyrramqlið ræða við íslenzka ráðamenn. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. 23. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.