Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 14
^WSTOFA „ K 'A . . m FERÐASKRIFSTOFA RlKISDíS ... UCflnkHnDSFEKÐIR NYR * ic»e>? Vinsamlega lítið inn og takið eintak með yður eða hringið eða skrifið og við mun- um senda yður eintak. ífSJíKÍ"™*' V2V IAKIAÍSOTU 1 (GIMlll MTKIAVIK IIMI IIMf LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SIMI 11540 Karlakórinn Framhald af 1 síðu. ogr söngrstjóri kórsins er Páll Pampichler Pálsson. Einsöngrv- arar meff kómum verffa Sig- uröur Björi^sson, ó/perusöngrv ari í Stuttgart, Svala Nielsen, óperusöngkona og Friffbjörn G. Jónson. Undirleikari er Guff- rún Kristinsdóttir. Á söng- skránni verffa mest íslenzk lög, þar af tvö ný lög, annað eftir söngstjórann, Pál Pampichler Pálsson og hitt eftir Jón Ás- geirsson. Kaupandinn Framhald af bls. 3. — Ég hef heyrt, að hér á íslandi lesi fólk ennþá mikið, — eða hlusti á útvarp eða/og horfi á sjónvarp. En okkur brá í brún í Svíþjóð, þegar rann- sóknir leiddu í Ijós, að ekki er unnt að ná til 10% þjóðar- innar á nokkurn hátt, — því að hún er bæði hætt að hlusta og lesa. Hún er hætt að fylgj- ast með, — kennslu af því að það er svo margt, sem um er að velja. Það var margt fleira bæði fróðlegt og skemmtilegt, sem hún hafði að segja þessi ung- lega, eistlenzka kona, sem er orðin sænsk og formaður í nor rænni neytendamálanefnd. Nýr Karnabær OuISverðlaun Framhald af bls. 3. söfnun og haldið fyrirlestra um efnið. í tilefni af sýningunni á Kastrup flugvelli hélt hann fyrir- lestur’ fyrir danska útvarpið um íslenzka póstssögu og íslenzk skildingabréf, og er hluti af fyrir lestrinum hirtur í nýútkomnu hefti af timaritinu Frímerki. KARNABÆR hefur nú opnaff nýja verzlun aff Klapparstíg 37 þaff er Kamabær, snyrtivömdeild og skódeild. Verzlunin hefur feng- iff snyrtivöruumboff fyrir MARY QUANT vörur, og eru þær snyrti vörur affeins seldar í þessari verzl un hér í Reykjavík, ern Maryl Quant er einn frægasti tízkufröm uffur í Englandi nú. Snyrtivörur Mary Quant hafa náff miklum vin- sældum um allan hinn vestræna heim, en hún leggur affaláherzlu á efflilegan blæ húðarinnar, en á- berandi augnfarffa. í snyrtivöm- deildinni er nýjung sú þjónusta aff viffskiptavinir geta fengiff til }gn mg Jsnyrtingu, og sjá af- greiffslustúlkumar um hana, en þær hafa sérstaklega lært snyrt- ingu. Einnig eru seldar ýmsar aðrar gerðir af snyrtivörum í verzlun- Ínni. Hárkollur frá Batoli íást nú í Karnabæ, en hártoppar eru nú geysilega mikið notaðir. Batoli hártoppamir em úr ekta hári, en verð þeirra mjög hagstætt. Að síðustu er það svo skódeild in, sem selur skó frá Ravel i Eng landi, einnig frá Lilly og Skinn- er. Fleiri skógerðir munu einnig verða á boðstólum, 6vo sem frá Bata, Reno o.fl. Einnig er fyrir hugað að selja veski, hanzka og slæður. i Öflug vatns- þrýstivél Líkamsárás Frh. af 3. síðu. hve lengi hann lá í rotinu, en er hann kom til sjálfk sín, nálii hann sér í leigúbíl, sem ók hon- ) um heim til sín. Þegar hann ætl- aði að greiða bílstjóranum far- gjaldið, saknaði hann peninga- veskis síns, sem í áttu að vera 8-9000 krónur. Ekki hefur enn tekizt að hafa upp á árásarmönn unum, en talið er vitað, hverjir þeir séu. VEL, sem notuff er til aff ná ryði, gamalli málningu, tjöru og óþrifum af skipum, liúsum, olíu- geymum o. fl_ Fréttamönnum var í gær boð ið að skoða vél. sem með háum vatnsþrýstingi, er notuð til að hreinsa gamla málningu og ryð af skipum, olíugeymum o. fl. þar sem áður hafði verið notaðar sköf ur, vírbústar og hamrar. Steinþór Ásgeirsson hafði orð fyrir eigendum vélarinnar og kvað hana valda byltingu í vinnu brögðum í dráttarbrautum og olíu stöðvum. Vélin er af Partekgerð, bandarísk fremur smá á hjólum., auðveld í flutningi og ódýr í notk un, því að hún er eiginlega loft þjappa, sem tengd er við vatn og þrýstir því gegnum stúta sem beint er að þeim hlut sem hreinsa á. Þrýstinginn er hægt að stilla frá 500-1000 pundum á ferþuml ung Vatnseyðslan er mjög lítil eða um 40 1 á mín. Hægt er að blanda sandi og öðrum skyldum efnum saman við vatnið og verða áhrifin þá enn meiri. Ennfremur má nota ýmis kemisk efni í stað sands. Þarna voru mættir bandarískir og enskir kunnáttumenn í notkun vélarinnar og sýndu þeir afl henn ar með því að fletta tjörulagi hörðu af stórum olíugeymi á at- hafnasvæði B.P. í Laugarnesi, enn fremur hreinsuðu þeir málningu af húsvegg, sandblésu ketil og skófu olíumengaðan skít af bif- reiðahreyflum. Vélin mun kosta um 850-900 þús kr. Aðspurður sagði Steinþór að til tals hefði komið, að hann og félagar hans tækju að sér hreinsun olíustöðva B.P. í Laugarnesi og Bsso í Ör- firisey með þessu tæki. Morð- áform NEW YORK, 21.6. Lögreglan í Queens, Brooklyn og á sjálfri Manhattan í Nevr York hefur handtekiff 16 meölimi negrasamtakanna RAM, sem höfffu á prjónun- i:m áform um aff drepa alla hófsama leifftoga svertingja í Bandaríkjunum. Mikiff af skammbyssum, rifflum, sprengjum og skotfærum var gert upptækt. Samtök þessi munu styffja kínverska kommúnista o g höfffu m.a. ætlað aff myrffa Framhald á 15. síðu. Konan mín SIGRÍÐUR A. SVEINSDÓTTIR, Háteigsveg 16, andaðist að Borgarspítalanum 21 þ. m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Valgeir Guðjónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eig- inmanns míns, föður, tengdaföður og afa GUÐNA PÁLSSONAR, skipstj. Jórunn Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför ÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR, Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði, Guffmunda Ólafsdóttir Whittaker, Halldór G. Ólafsson, Steinunn Magnúsdóttir og barnabörn. Fundur skólastjóra framhaldsskólanna DAGANA 18. til 20. júní var liald inn í Borgarnesi fundur skóla- stjóra miff- héraffs- og gagnfræða iskóla. Mættir voru skólastjórar víðs vegar aff af landinu ásamt konum sínum. Dagskráin hófst meff borðhaldi aff Hótel Borgar nes að kvöldi sunnudagsins 18. júní en aff því loknu setti fræðslu málastöóri fundinn í skólahúsinu í Borgarnesi. Fundarstjórar voru skipaðir skólastjórarnir Sigurþór Halldórsson, Borgarnesi og Ólaf- ur Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði, en fundarritari Stefán ÓI. Jóns- son, námstjóri, Reykjavík. Morguninn eftir var fundi fram haldið og flutti þá Jón R. Hjálmarsson á Skógum framsögu erindi um skólana og þjóðernið, og Stefán Ól. Jónsson talaði um starfsfræðslu og svaraði fyrir- spurnum. Um hádegisbilið var að- alfundur í Félagi skólastjóra. í stjórn þess voru kjörnir: Ólafur Þ. Kristjánsson formaður, Magn- ús Jónsson, Reykjavík gjaldkeri, Jón Gissurarson, Reykjavík, Bene dikt Sigvaldason, Laugarvatni og Gunnar Guðmundsson, Reykjavík. Kl. 14 flutti Andri ísaksson, sálfræðingur erindi um skólarann sóknir og urðu umræður að því loknu. Síðar var farið í kynnis- ferð um Borgarfjarðarhérað og um kvöldið var snæddur kvöld- verður hjá sýslumanni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og konu hans. Að morgni hins 20. júní hélt Þuríður Kristjánsdóttir erindi um próf og einkunnir, að því búnu urðu umræður um það mál og skólarannsóknirnar, sem Andri ís aksson stendur fyrir. Eftir há- degi voru svo fundarslit og lauk þar með þessum fræðslu- og kynn ingarfundi, sem fræðslumála- stjórnin stóð fyrir, og hver hélt til síns heima. Nánar verður sagt frá fundin um síðar. Lausar stöður Stöður tveggja eftirlits- og viðgerðarmanna hjá Löggild- ingarstofunni eru lausar til umsóknar. Æskilegt er að mennirnir séu iðnlærðir (járnsmiðir eða vélsmiðir). Umsóknarfrestur er til 15. júlí næstkomandi. Löggildingarstofan Ármúla 5. — Sími 81122. 14 23. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.