Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 7
ssar leita nýrrar stefnu FJÖGURRA daga stríðiS, sem svo greypilega breytti öll um valdahlutföllum í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs, gerir valdsmönnum stórveld- anna nú allerfitt fyrir. í Sþ reyna Sovétmenn allt hvað þeir geta, að lappa upp á stefnu sína, hjálpa árásar- aðilanum og áfellast fórnar- lambið. Hinir sigruðu leiðtogar í Arabaríkjunum haga sér eins og sigurvegarar. Nasser virð- ist glaðklakkalegri en nokkru sinni fyrr og vinsældir Huss. eins kóngs hafa aldrei verið meiri en nú, þótt her hans hafi verið stráfelldur á nokkr um sólahringum. Sovétmenn og Arabar leitast við af fremsta megni að fá ís- raelsmenn úrskurðaða árásar- aðila, bæði á síendurteknum fundum öryggisráðsins, og einn ig með því að krefjast þess, að Allsherjarþingið verði kvatt saman, en þar er talið visst að kommúnistaríkin hafi meiri hluta. En meðan á iþessu stend ur halda dagblöð í Sýrlandi og Egyptalandi áfram að hóta landinu sem átti að ráðast á, og drýgði þann „glæp“ að verja sig. ,,Hefndarstríð“, er það sem egypzku blöðin skrifa mest um Dagblaðið „A1 Gumhurr- iya“ segir: ,.Yið höfum tapað orustu, en nú einbeitum við okkur að því að vinna stríðið." ,,A1 Thawra", sem er sýrí uskt blað, segir: „Verkefni sér hvers Araba nú, er að gjalda óvininum í sömu mynt.“ Eng inn lætur sér detta í hug, hvorki í Sþ né stórveldunum og þá hreint ekki í Sovétrúss- landi, að krefjast þess að ís- raelsmenn dragi sig til baka, 'frekar en að heimta að Egypt ar fari frá Yemen. En þar hafa þeir notað eiturgas í stríðs- rekstrinum, eftir því sem Rauði - Krossinn hefur fært sönnur á, þótt þeim hafi ekki unnizt tími til að beita því gegn Xsrael. Arabar krefjast þess að hag ur Breta og Bandaríkjamanna verði þrengdur í Austurlönd- um nær, þó að þetta muni flýta mjög yfirvofandi fjár- hagshruni sem stóð Egyptum og Sýrlendingum fyrir dyrum, þegar áður en styrjöldin skall á. Þeir virðast ekki sjá að þótt stöðvun á útflutningi olíu til Vesturlanda kynni að valda ýmsum Evrópuríkjum erfiðleik um þá getur höfuðóvinurinn „Bandaríkin" hvenær sem er sinnt sjálfur sinni olíuþörf, og að slík útflutningsstöðvun mundi, þegar tímar líða, verða stórhættuleg fyrir Araba sjálfa Persía, sem tók ekki beinan þátt í stríðinu, hefur nú þegar aukið olíuframleiðslu sína um þriðjung og þegar stærri og betri skip, sem ekki þurfa að nota Súezskurðinn m. a. vegna þess að þau eru of stór fyrir hann, hafa komið til, getur hún fljótlega tekið yfir mikið af framleiðslu Ar- abaríkjanna. Indónesía hefur lýst því yfir, að hún geti ann að miklum hluta markaðsins. Sovétríkin, sem opinberlega styðja Araba, en í raun og veru reka allt aðra stefnu, er næst stærsti olíuframleiðandi heims og hefur nú lengi selt olíu m. a. til V.-Þýzkalands á lægra verði en Arabar Enginn, og heldur ekki Ar abar skyldu ætla að Sovét- menn slái hendinni á móti hag stæðum viðskiptum vegna holl ustu við nokkra bandamenn sem voru ófærir um að nota hinar geysistóru og rándýru vopnasendingar og brugðust öllum vonum, þegar á átti að herða. Súezskurðurinn er ennþá þýðingarmikill, en ekki bráð- nauðsynlegur. Sérstaklega eru það Bretar sem eiga mikið undir honum komið, en fjórða hvert skip sem fer í gegnum skurðinn er brezkt. Fyrir Egypta er skurðurinn mun þýð ingarmeiri, þar sem hann er þeirra aðaltekjulind. Núverandi umferðarstöðvun um skurðinn, sem menn búast við að muni standa í tvo mánuði, iriun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Eg ypta, enda eru þeir nú þegar í allmiklum vandræðum. Arabar geta haldið áfram hinni háskalegu stefnu sinni, en þeir geta ekki séð framhjá hjnum alvarlegu staðreyndum sem blasa við í fjárhagsmálum þeirra í blindu stolti hófu þejr stríðið við ísrael, í blindu hatri og máttlausri reiði eru þeir nú á góðrj leið með að ( kollsteypa sjálfum sér. Fyrst og fremst snúast stjórn málin um það að nota sigur- vinninga ísraelsmanna til þess að tryggja framtíð þeirra. Síð an verður framtíð Araba tryggð þótt þeir séu á góðri leið með að eyðileggja hana. Sovétmenn, sem eru hvekkt ir á hinni röngu stefnu sinni og upplognum áróðri Nassers, eru neyddir til þess að halda ' áfram á þeirri braut sem lögð hefur verið, að minnsta kosti á yfirborðinu. En fyrir mönn t unum í Moskvu, sem eitthvað þekkja gang stjórnmálanna, verður því ekki leynt, að í , stríðinu í Austurlöndum nær, hafa Rússar beðið sinn stærsta j stjórnmálalega ósigur síðan í Kúbumálinu auk hins fjárhags lega og hernaðarlega tóns. Undanfarin ár hafa Sovét- menn sent Aröbum meiri vopn en nokkrum öðrum, og rúmur þriðjungur efnahagsað- stoðar þeirra við erlend ríki, Framhald á 15. síðu. De Gaulte vildi landa- mæri við Rín árið 1945 CHARLES DE GAULLE, hershöfðingi, leitaðist við árið 1945 að fá bandamenn til að flytja austurlandamæri Frakk- lands að Rín, en fékk í staðinn hernámssvæði í Þýzkalandi — og það aðeins vegna „góðvildar” Roosevelts, forseta Bandaríkj- anna. Það var er hann var í heim- sókn í Moskva, sem de Gaulle hafði orð á því, að Rín væri hin eðlilegu austurtakmörk Frakk- lands, og hann vildi, að fransk- ar hersveitir hefðu þar varan- lega setu. Síðan var það, er hershöfð- inginn var í heimsókn í Wash- ington í ágústmánuði 1945, að hann lagði enn frekari áherzlu á Iandakröfur sínar við Tru- man forseta. Hann sagði Tru- man, að Rín væri hin rökrænu landamerki milli Þýzkalands og Frakklands. Truman lofaði engu. Það kemur glögglega í Ijós í fyrrverandi leyndarskjölum James F. Byrnes, að afstaða leiðtoga „hinna þriggja stóru”, Breta, Bandaríkjamanna og Rússa, gagnvart leiðtoga frjálsra Frakka og núverandi forseta Frakklands hefur verið vinsam- leg en lítilsvirðandi. James F. Byrnes var utanrík- isráðherra Trumans og eins kon- ar „aðstoðar-forseti” Roosevelts, og hefur hann nú lagt skjöl sín. og skrár varðandi síðari heims- styrjöldina inn í bókasafn Clem- son-háskóla í Suður-Karólínu. Þar er fræðimönnum nú frjálst að kanna skjölin, og með- al annars, velta fyrir sér að hve miklu leyti siæmt' samkomulag de Gaulles við leiðtoga banda- manna hefur haft áhrif á hann til skefjalausrar þjóðernisstefnu. í skjölunum er m. a. að finna: Á fundi 4. febrúar 1945 í Li- vadia-höllinni í Yalta spurði Stalin Roosevelt, hvort hahn teldi, að Frakkar ættu að fá hernámssvæði í Þýzkalandi og þá af hvaða ástæðu. „Forsetinn taldi það ekki slæma hugmynd, en hann bætti því við, að það væri aðeins af góðvild,” segir í skýrslunni um fundinn. „Bæði Stalin og Molotov, ut- anríkisráðherra, sögðu, að það væri eina ástæðan til að veita Frökkum slíkt svæði. Stalin sagði, að athuga yrði málið nán- í samræðum sínum. í Yalta skiptust Stalin og Roosevelt á skoðunum um de Gaulle, sem þeir virtust vissir um, að Chur- chill væri sammála þeim um, en hann var fjarstaddur þenn- an fund. Leyndarskýrslan hefur eftir Stalín, að honum hefði alls ekki fundizt de Gaulle marg- slungin persóna, „en sér fynd- ist hann óraunsær í þeim skiln- ingi, að Frakkar hefðu ekki bar- izt' mikið í þessu stríði, en de Gaulle heimtaði fullan rétt á við Bandaríkjamenn, Breta og Rússa, sem hefðu borið hita og þunga bardaganna.” Roosevelt lýsti fundi sínum með de Gaulle í Casablanca tveimur árum áður, „þegar de Gaulle jafnaði sér við Jeanne d’ James F. Byrnes. Arc sem hinn andlegi leiðtogi Frakka, og við Clemenceau sem hinn stjórnmálalegi leiðtogi.” Stalin sagði, að de Gaulle virt- ist ekki gera sér grein fyrir, að hið hernaðarlega framlag Frakka á vesturvígstöðvunum nú væri mjög lítið, og að 1940 hefðu þeir hreint ekki barizt. Roosevelt kváðst hafa ákveð- ið að búa vopnum átta her- deildir þjálfaðra Frakka. Stalin kvað það gott, svo langt sem það næði, en hann teldi her de Gaulles veikan. Roosevelt sagðist hafa heyrt nýlega, að Frakkar mundu ekki gera kröfu til að innlima neitt þýzkt land, en þeir væru fúsir til að láta setja það undir al- þjóðlegt eftirlit. 23. Hér segir svo í skýrslunni: „Stalin marskálkur sagði, að þetta væri ekki sú saga, semc de Gaulle hefði sagt í Moskva, þar hefði hann sagt, að Rín væri hin náttúrulegu landamæri Frakklands og hann óskaði eftir að staðsetja franskan her þar varanlega. „Roosevelt sagði nú, að hann ætla’ði að segja marskálknuin óvarkáran hlut, þar eð hann mundi ekki vilja segja hann frammi fyrir Churchill, forsæt- isráðherra, nefnilega, að Bretar hefðu í tvö ár gengið með þá hugmynd, að byggja Frakkland upp óeðlilega sem stórveldi, er hefði 200 þús. manna her á austurlandamærum Frakklands til að halda línunni þann tíma, sem tæki að safna saman sterk- um, brezkum her. „Hann sagði, að Bretar væru einkennileg þjóð og óskuðu eftir að lialda kökunni og éta hana líka.” í þessu sambandi sagði Roose- velt, að hann ætti í heilmiki- um erfiðleikum með Breta varð- andi hernámssvæðin. Skýrslan heldur áfram: „Hann sagðist heldur hafa viljað fá norð-vestur svæjðið, sem hefði verið óháð samgöng- um gegnum Frakkland, en Bret- ar virtust álita, að Amerfku- menn ættu að koma á regju i Frakklandi og síðan afhcyida Bretum hina pólitísku stjórn.” júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ’ T m i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.