Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 3
Hverjar eru atvinnuhorfur unglinga á þessu vori og sumri? Bersýnilegt er, að þær eru engan veginn góð- ar, og enn mun talsverður hópur af skólaæksunni ganga atvinnulaus. Alþýðublaðið hefur leitað til nokk urra aðila, sem gerzt mega þekkja til þessara mála, og spurt þá um atvinnuhorfur unglinga á þessu sumri. Fara svör þeirra hér á eftir. I5LAÐIÐ átti tal við' Ragnar Jóns- son, forstöðum'. Ráðningarskrifst. Rvíkurborffar og innti hann eftir atvinnuástandi unglingra og horf- um í þeim málum, en eins og kunnugt er hefur verið mjög- erf iðleikum bundið fyrir fólk að fá vinnu nú I vor. Ragnar sagði að enn hefði ekki tekizt að útvega um 70 skólaunglingum á aldrinum 16-20 ára vinnu. Hann kvað það að niörgu leyti skiljanlegt, þar sem skólarnir hætta starfi sínu allir á svo til sama tíma og þá yfir- f.vlltu nemendurnir vinnumarkað- inn og það væri liðin tíð að beðiö væri eftir þeim til hinna ýmsu starfa, þar sem nú sæti fullorðið fólk fyrir vinnu. Undanfarið hefði líka verið sér lega lítið um að vera við höfnina vegna verkfalls yfirmanna á kaupskipaflotanum og væru nú skipin sem óðast að láta úr höfn og kæmu flest ekki aftur fyrr en eftir hálfan mánuð og þá kæmist uppskipunarvinna í eðlilegt horf. Mjög mikið væri um að beðið væri um vinnu hjá borginrii og værj fjöldi ungs fólks að störf um hjá borgarfyrirtækjum og ung lingum innan 16 ára væri séð fyr ir vinnu á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur við alls konar störf á leikvöllum, iþróttavöllum og hreinsun á opnum svæðum, enn- fremur gróðursetningu og garð- yrkjustörf, en erfitt væri að finna vinnu, sem hentaði fyrir alla. Hvað byggingarvinnu snerti sagði Ragnar, að mjög mörg hús Væru á byrjunarstigi og eigend- nrnir ynnu margir hverjir til sparnaðar við grunna og sökkla, en þegar frá liði þyrfti fleiri menn. Um fiskvinnu sagðist Ragnar ekki vita nerna af afspurn, hrað frystihúsin réðu fólk sitt mest beint, en sagði það álit sitt að takast mundi að útvega öllum vinnu innan skamms. Guðmundur J. Guðmundsson um unglingavinnuna. NÆST ræðum við við Guð- mund J. Guðmundsson, starfs- mann Dagsbrúnar og spyrjum ihann um atvinnu' unglinga í vor. Ástandið hefur verið slæmt í vor, en eitthvað virðist vera aÖ rætast úr fyrir þeim undir það síðasta. Verzlunarskólinn hefur forskot, honum er fyrst lokið og nemendur hans koma fyrstir á j vinnumarkaðinn. Menntskælingar | sitja illa í því, einkanlega stúdent arnir, sem síðast koma. Annars hefur verið minna um vinnu 'hér í vetur og vor en oft áður og kem ur margt til, veðurfar slæmt, ver- tið léleg, togurunum fækkar, fláir leggja 'hér upp og ekki eins mikill skortur á vinnuafli og fyrri ár, þegar bókstaflega var beðið eftir skólafólkinu. Nú hafa að vísu hafizt bygging- ar í Fossvogi, sem veita munu mörgum skólapiltinum vinnu, afli togaranna hefur glæðzt, og það eykst vinnan i frystihúsunum, sem mörg undanfarin ár 'hafa að miklu leyti verið rekin af skóla- fólki, einkum eru stúlkurnar margar, sem þar vinna. í*á er einnig meira að gera við uppskip- un á nýjum fiski og útskipun á frystum flökum. Fælckun togar- anna hefur hins vegar alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið, ekki aðeins hafnarvinnuna, held- ur einnig fyrir togarasjómenn og unga pilta, sem ráðizt hafa á tog- ara á sumrin, enn fremur bitnar fækkunin á smiðjunum, en þar hafa alltaf starfað margir skóla- piltar. Ég tel, sagði Guðmundur ekki of mælt, að í vor er skólum lauk, hafi annar hver unglingur verið atvinnulaus. Þetta hefur breytzt að minnsta kosti fyrir 17 ára og eldri, vegna aukinna fram- kvæmda og aukins afla. Stúlkur eru þó verr settar en piltar og mjög erfitt er að íá hentuga vinnu fyrir 14-15 ára stráka. Þeir hafa á undanfömum árum verið settir í vinnu, sem þeir eiga ekki erindi við vegna langs vinnutíma, vinnuhraða, ennfremur vélavinnu, sem þeir hafa ekki þroska til. Þetta hefur alltaf verið vanda- mál og réttmætlega verið gagn- rýnt. Nú eru erfiðleikar að fá vinnu fyrir skólapilta allt að 19 ára aldri. En eins og ég sagði, sagði Guð- mundur, er eitthvað að rætast úr þessu og þótt erfitt sé að fá skips- rúm á síldarbátum, sem nú eru miklu betur mannaðir en áður og yfirleitt búið að skrá á þá snemma í vor, fara margir til sjós á dragnóta- og humarbáta, vega- •/innu- og símavinnuflokkar eru að fara út um þessar mundir, en hins vegar er engin vinna hafin á síidarplönum og mun minna er umleikis á Austfjörðum nu en á undanförnum árum, mörgum verksmiðjubyggingum lokið, enn- fremur byggingu bryggja og plana. í Straumsvík og við Búrfell er töluvert af skólapiltum í vinnu, en útlendingar kunna ekki að not færa sér hið mikla vinnuafl, sem bvr í unglingunum, skilja ekki sumarleyfi skólanna. Sannleikur- inn er sá að laginn verkstjóri með hæfilega marga stráka, getur náð alveg ótrúlega miklu út úr slíkum vinnuflokki og margir sækjast eftir frískum strákum í vinnu. Ég fer ekki í launkofa með það að ég óttast lengingu skólatímans að nokkru leyti, óttast að hún slíti tengslin milli menntamann- anna og vinnustéttanna í landinu. Sannleikurinn er sá að flestallir menntamenn hér á landi hafa stundað verkamannavinnu og kynnzt hinum ýmsu störfum þjóð- félagsins. Ennfremur er hætta á því að unglingar frá efnalitlum jfjölskyldum hafi ekki bolmagn til j að stunda nám, ef sumarleyfið styttist og atvinna minnkar. í stuttu m'áli, sagði Guðmund- ur, aðalástæður fyrir atvinnuleys- inu í vor, er almennur samdráttur í atvinnulífinu, skortur hefur ekki verið á vinnuafli og svo það að stærri og stærri árgangar koma úr skólunum með ári hverju í fyrra um 4000 nú um 4200. Rafimar Júlíusson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. ÞÁ ræddum við við skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur og sagði hann okkur, að nú störfuðu um 500 unglingar í 20 flokkum ó veg- um Vinnuskóla Reykjavíkur. Unglingarnir eru á aldrinum 13-16 ára, og vinnutíminn yfirleitt frá kl. 8-16. Um er að ræða bæði pilta og stúlkur, en verkefnin af ýmsu tæi og má þar nefna gróð7 ursetningu í Heiðmörk, griðastað Reykvíkinga, vinnu við golfvöll- inn í Grafarholti, snyrtingu og lagfæringu garðsins að Silunga- polli, þar sem borgin rekur barna heimili, á Öskjuhlíð er verið að rækta og gróðursetja og í Saltvík á Kjalarnesi er verið að dytta að bæjarhúsunum og mála þau, e* bærinn hefur verið í eyði s.l. tvö 'ár, en er sem kunnugt er í eigu Reykjavíkurborgar. Auk þessa eru flokkar að taka til á íþrótta- völlum og opnum svæðum í borg inni, stúlkur annast garðyrkju- störf í Hljómskálagarðinum o.fl. Kennarar eru verkstjórar ungl- inganna og er yfirverkstjóri Er- lingur Tómasson. 29. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐhÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.