Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 10
Kossinn sem sagöi meira en búsund orð „Uss, það verður búið eftir nokkrar vikur,” sagði fólk fyrir fimm árum. Þeir bjartsýnustu sðgðu nokiira mánuði. En nú eru liðin fimm ár síðan Elizabeth Taylor og Riehard Burton bneyksluðu heiminn með ástar- ævintýri sínu, og 15. marz sl. héldu þau hátíðlegt þriggja ára brúðkaupsafmælið. Þau virðast fjarska hamingjusöm, og fólk er hætt að tala mikið um skiln- að á næstunni. En ekki er þó annað hægt að segja en að viss vandamál hafi steðjað að hjónunum. Og þau erfiðustu og við.kvæmustu snerta atvinhu þeirra beggja, leiklist- SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Nú hefur Elizabeth alltaf litið á Richard sem leikarann í fjöl- skyldunni. Hann var hinn frægi klassíski Shakespeare-leikari þegar þau kynntust, maðurinn sem hafði leikið hjá Old Vic og Stratford-on-Avon og á Broad- way við stórkostlegar undirtekt- ir. Hún var bara .kvikmynda- stjarna og fegurðardís. Það var Richard sem kenndi henni að lesa ljóð og leika Shakespeare, þjálfaði hana í framsagnartækni, dýpkaði rödd hennar. Hún dáði hæfileika hans og þekkingu, reynslu og kunnáttu. Og hvað gerist? Þau leika saman í mynd eftir mynd, sum- um lélegum, öðrum ágætum. Og brátt tekur verðlaununum að rigna yfir .... Elizabeth. Fyrir leik sinn í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? hefur hún hlot- ið einróma lof og hver verðlaun- in af öðrum, seinast hin eftir- sóttu Oscar-verðlaun. Og í Shakespearehlutverki sínu — hinu fyrsta sem hún hefur leikið — í Taming of the Shrew vekur hún einnig hrifningu, og verð- launin eru þegar tekin að ber- ast. En Richard? Hann hlaut góða dóma, en engin verðlaun. Jafn- vél 1 Shakespeare er það Eliza- beth sem dregur að sér aðalat- hyglina. Hann hefur verið útnefndur fimm sinnum til Oscar-verðlaun- anna, en alltaf hefur einhver annar orðið honum hiutskarp- ari. Margir telja það óréttmætt. Seinast var það Paul Scofield sem hreppti gullstyttuna. Ric- hard er geysilegur aðdáandi hans og ann honum vel heiðurs- ins. Og auðvitað er hann glaður og hreykinn af frama konu sinnar. En Elizabeth tekur þetta nærri sér. Anægja hennar er blandin beiskju, og það voru henni djúp vonbrigði, að þau skyldu ekki bæði fá Oscarinn að þessu sinni. Þau hafa gaman af að stríða hvort' öðru, hjónin, en þá var engin ertni í huga Elizabeth. Hún gekk til eiginmanns síns, lagði hendurnar um háls honum, horfði alvariega í augu hans og kyssti hann síðan blíðlega. Það var koss sem var mælskari en þúsund orð. Hann sagði Richard, að hún væri honum þakklát fyrir allt sem hann hafði á sig lagt til að gera hana að sannri leik- konu. Og að hann væri henni dýrmætari en öll heimsins verð- laun. Þjóðgarður Frh. af 5. siðu. vel að. En hinu verður ekki neit að, að í borginni sjálfri, er allt of lítið af opnum svæðum, sem síðar gæti orðið skrúðgarðar og samkomustaðir fólks á góðviðris dögum og þá fyrst og fremst þess fólks, sem ýmissa hluta vegna, getur ekki komizt út fyr- ir borgartakmörkin. En iþótt þetta sé af skornum skammti í íhöfuðborginni, þá má segja að velflestir hinna örtvax andi bæja, hafi hér takmarkaða fyrirhyggju. Það virðist að bæði bæjaryfirvöld og skipulagið hugsi aðeins um að setja ibyggða 'hverfi hagkvæmlega niður, en hugsi siðan um opin svæði fyrir þau í framtíðinni, sem þó ætti að gera jafnframt. Þar sem nýjum byggðahverf- um eru ætlaðir staðir, ætti jafn framt að ætla þeim opin svæði, sem ætti um leið að prýða fögr- um gróðri og búa þannig til vísi að skemmtistað og skrúðgarði, sem gæti orðið augnayndi byggðahverfisins. Snyrtilegt umhverfi vel um- gengið og prýtt með skipulögð- um fögrum gróðurreitum er uppeldismeðal, sem virkar ósjálf rátt á íbúanna, sem njóta eiga. Öll snyrtimennska, bæði inn- an heimilanna.og utan húss, vel hirt ihúslóð, og hreinlegur bær, verkar mannbætandi á íbúana. Eykur fegurðarsmekk og er mannbætandi. Menn trúa þessu ef til vill ekki, en svona er það nú samt. Ég ætla ekki í þessu greinar- korni, að leiða nein vitni, en þau eru næg fyrir hendi. Ég vildi loks benda á að skipu lagið, sem hefir mikið vald í þessum málum og oft getur haft úrslitaáhrif, ætti í framtíð- inni um leið og byggðahverfi eru teiknuð á pappírinn, aö ætla •þeim jainlramc landrými fyrir opin svæoi í því augnamiði sem hér hefur verið að framan á minnzt. Og allra síðast vil ég ekki lóia njá iíða að benda á að íslendingar verða mjög fljót iega að uixa til athugunar að tryggja obornum kynslóðum þjóðgarð inn á öræfum, ef til vill fleiri en einn. Kemur mér þá fyrsi. tii hugar landsvæðið milli Hofsjukuls og Langjökuls, allt ítu Biáfelli norður fyrir Hveravelli. Þarna eru dásam- lega fagrir staðir. Kerlingarfjöll in þekkja fiestir, sem hinn góð- kunni 'Vaidimar Örnólfsson leik- fimiskennari er búinn að gera fræg. Hveravellir, Þjófadalir, Hvítiárvat.i og margt annað mætti nefna. Öll þessi landspilda ætti að verða eiga aiþjóðar og leyfa þar engar aðgerðir, sem spillt gætu fegurð og yndisleik þessa land- svæðis. Það er min trú að innan ekki langs tíma verði kornnar greiðar samgöngur þama inn á öræfin og þangaö munu þeir, sem stunda vetraríþróttir sækja sér hvíid og endurnæringu í fögru umhverfi. Það er ef til vill draumur, sem samt mun ræt ast fyrr eða síðar. Ó.J. Hvert viljið þér fara? Nefnið staðinn. Við flytjum yður, fljótast og þægilegast. Hafíð samband við ferðaskrifstofurnar eða PAAT AMBRÍCAN Hafnarstræti 19 — sírai 10275 10 29. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.