Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 8
— Jæja, eruð þið tilbúnar að skella ykkur í bikini-baðíötin og leggjast í sólbað þegar sólin lætur sjá sig næst? Ekki það? Hvað kemur til? Ó, þið hafið áhyggjur af línunum. Allt í lagi, hér koma nokkur heilræði, ef þið viljið léttast um fáein kíló á fáeinum dögum. 1. Borðið eitthvað á u n d a n hverri máltíð. En þetta „eitt- hvað” má náttúrlega ekki vera fitandi. Fáið ykkur t. d. epli eða appelsínu. Þá verðið þið ekki nærri eins svangar þegar að sjálfri máltíðinni kemur. Og sleppið í staðinn .kartöflunum. stírónuvatni er tilvalið. Þið kreistið safann úr hálfri sítrónu og bætið í heitu eða köldu vatni eftir smekk. Engum sykri. Það er líka gott að byrja daginn með glasi af sítrónuvatni. Þar fáið þið c-vítamín og hollustu, og auk þess venjist þið smám sam- an af því að vera eins sólgnar í sætt, ef þið drekkið sítrónu- vatn að staðaldri. Ef ykkur finnst þið alveg vera að deyja úr hungri, getið þið nag- að gulrætur. Þær eru hollar, bragðgóðar og lítið fitandi. 4. Magurt kjöt, glóðarsteikt, einu sinni á dag, eins mikið og þið hafið lyst á. Salat með. Ekk- ert annað. Ja, sítrónusafa megið þið drekka og aðra lítt fitandi drykki. 2. Drekkið eitthvað á undan hverri máltíð. En ekki áfengi, hamingjan hjálpi oss! Glas af 3. Ekkert nema vökva í tvo daga. Þið getið fengið ykkur eins og þið viljið af sítrónu-, appelsínu- og grænmetissafa. Súpa úr teningi leystum upp í sjóðandi vatni er líka ágæt, grænmetissoð og grænmetissúp- ur. Svart kaffi og sykurlaust te hvenær sem þið viljið, tómat- safi, ef þið verðið mjög svangar. Þið getið fylgt einni þessara f.iögurra aðferða í nokkra daga eða tekið þær á víxl. Þær eru ekki ætlaðar til lengri tíma, en það er ágætt að fylgja þeim nokkra daga í senn við og við til að losna við fáein pund eða jafnvel kíló. Og ýmislegt má af þessu læra. Til dæmis það, að þið komizt af með miklu minni fæðu en þið ?%■ ’ borðið að jafnaði. Þið verðið ekkj hungurmorða, þótt þið fyll- ið ekki magann við hverja mól- tíð. Það getur einmitt verið hollt að hvíla liann dálítið inn á milli. í velferðarríkjum heimsins er offitan miklu hættulegri en nær- ingarskortur. Það hefur líka af- ar heilsusamleg áhrif á skap- gerðina að neita sér stundum um eitthvað. Ekki skuluð þið samt borða svo mikið næstu daga á eftir, að þið eyðileggið alveg áhrif megr- unarkúrsins. Haldið áfram með sykurlausa sítrónuvatnið. Og borðið ykkur ekki saddar við hverja máltíð. Ef þið íinnið til nagandi sultar skuluð þið um- fram allt ekkj liggja í iðjuleysi, því að þá verður það miklu verra. Takið ykkur heldur eitthvað fyr- ir hendur, sökkvið ykkur niður í störf eða fáið ykkur röska gönguferð. Hún gerir ykkur ekki endilega svengri, en liún hressir ykkur og herðir vöðvana. Gangið aldrei í of litlum eða þröngum fötum. Þá’ sýnist þið miklu feitari. Ef íötin eru vel 3 29. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.