Alþýðublaðið - 01.07.1967, Page 8

Alþýðublaðið - 01.07.1967, Page 8
HÉR ERU 25 RÁÐ „MER kom ekki dúr á auga í nótt“. Öll þekkjum við þessa kvörtun, og fáir eru þeir sem aldrej hafa kynnzt svefnleysi af eigin reynslu. Það er ein af al- gengustu meinsemdum í lífi nú- tímamannsins og færist sífellt í vöxt Við kvörtum um þreytu, en við getum ekki sofið á næt- urnar, ekki hvílzt og endur- nærzt. Svefnleysi getur átt margar or sakir. Hraðinn er orðinn svo geigvænlegur í lífi okkar, há- vaðinn og taugaspennan, skemmt anafíknin og samkeppnin, að það er ekki furða þótt okkur gangi illa að sfaka á og sofna á kvöldin. Auk þess erum við frámunalega kærulaus þegar svefninn er annars vegar Við fómum honum hiklaust ef okk- ur langar út að skemmta okk- ur eða sjá langa dagskrá i sjón- varpinu, og við lesum spenn- andj reyfara í rúminu og ætl- urhst til þess að geta sofnað þægilega út frá þeim, o.s.frv. o.s.frv. Þeir sem þjást af svefnleysi ættu að gera sér grein fyrir þeirri þýðingu sem fastar venj ur hafa í sambandj við svefn. Við þurfum að gefa okkur 'góð- an tíma til að hátta, fara í bað eða hvað það nú er sem við erum vön að gera áður en við förum í rúmið. Ef við byrjum að búa okkur undir svefninn á sama tíma á hverju kvköldi eða sem oftast, verður það að vana, að við sofnum ósjálfrátt þegar að því kemur. Lítið á börnin. Þeim er sagt að fara í rúmið hvort sem þau eru syfj- uð eða ekki, þau hátta sig, raða fötunum sínum á stól, þvo sér, bursta tennurnar o.s.frv. Og þegar þau eru komin upp í rúm og búin að slökkva ljósið, sofna þau vært Sami tími, sama at- burðarás — þetta vekur ósjálf- ráð viðbrögð Sefh búa barnið undir svefninn. Ef þú átt erfitt með svefn skaltu athuga efti-rfarandi heil- ræði og prófa eitthvað af þeim þangað til þú finnur bað sem bezt á við þig. 1. Að lesa í rúminu. Það getur verið ágætt. En veldu þér 'þægilega bók sem er ekki- of spennandi. Hún þarf ekki að vera leiðinleg, en umfram allt skaltu lesa eitthvað sem lætur þér líða vel, en fyllir þig ekki af þunglyndi og svartsýni. Þú sefur miklu betur ef hugará- stand þitt er rólegt og náægju- legt þegar þú sofnar > 2. Hressileg gönguferð áð- ur en þú ferð í rúmið. Það reyn ist mörgum vel að anda að sér fersku útilofti og fá góða hreyf- ingu fyrir svefninn. Einkum er það liollt kyrrsetufólki og þeim sem fara lítið út á daginn. + 3. Ferskt loft. Ef þú villt síður fara út að labba, geturðu opnað svefnherbergisgluggann þinn. Þú slekkur Ijósið, stendur við opinn gluggann og andar hægt frá þér gegnum nefnið (þú þarft ekki að hugsa sérstaklega um innöndunina; hún kemur af sjálfu sér þegar lungun eru orðin tóm)_ 4. Heitt bað. Það er róandi að liggja í heitu eða vel volgu vatni og góð tilfinning að þvo sér um allan líkamann. Hugs- aðu þér, að þú sért jafnframt að þvo af þér áhyggjur og erf- iðj dagsins, og ýttu öllu slíku frá þér þangað til á morgun. •fc 5. Svartar hugsanir á hvít- an pappír Skrifaðu niður það sem þér finnst ama að eða þú hefur áhyggjur af. Lestu það yfir og strikaðu það svo út með breiðum svörtum línum. Hugs- aðu ekki meira um það í kvöld. Þú ert búinn að strika það út í bili, og nú geturðu sofið ró- lega. 6. Fylitu ekki svefnherbergi þitt af óþörfum hlutum. Um- hverfið hefur sálfræðileg áhrif á okkur, hvort sem við gerum okkur það ljóst eða ekki. Hafðu ekkert inni í svefnher- berginu þínu nema það nauð- synlegasta Veldu mjúka róandi liti á veggi, loft og húsmuni. g 1. júlí 1967 ALÞYÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.