Alþýðublaðið - 01.07.1967, Page 13

Alþýðublaðið - 01.07.1967, Page 13
íslenzkur texti. OSS 117 í Bahla Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasiliu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Öldur óttans (Floods of fear) Feiknalega spennandi og ' at- burðarhroö brezk mynd frá Rank. Howard Keel Anne Heywood Sýnd kl. 7 og 9. — STRIPLINGAR Á STRÖND INNI — Bráðskemmtileg mynd í litum og CinemaScope Frankie Avalon. Sýnd kl. 5. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLÍÐ 1, SÍM! 21296 VIÐTALST. KL. 4—4 MAlflútningur LÖGFRÆÐISTÖRF BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem ó að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Ég var óánægð með sjálfa mig vegna þess að þessi heimsku- legi brandari minn hafði móðg- að Bob Lane og áhyggjufull, því mér hafði alltaf leiðst, þeg- ar fólk var reitt við mig. Jafn- vel bitur, ókunnugur maður, sem var á leið frá eyjunni. Lúcíana var að búa til karam- ellubúðing og hún raulaði. Það var ills viti, hún söng aldrei þegar hún var ánægð. — Mig vantar hjálp, sagði ég hikandi. Hún hélt áfram að brúna syk- urinn. — Ég veit að þú ert í vondu skapi, en ég veit líka að það er ekki mér að kenna. Gætir þú 1 5 ÚTÞRÁ iuzanne EbeL 18 | OGÁS' ekki Iokað fyrir geðvonskuna nægilega lengi til að gefa mér gott ráð? spurði ég vongóð. — Hvert átti ég að leita annað en til vinkonu minnar í eldhúsinu? Gæti ég spurt Trish, sem lá uppi á lofti og fann sífellt upp ný verkefni fyrir fleiri og fleiri starfsmenn? Gat ég spurt Jam- es, sem var sýndur í völundar- húsi ásamt' Mínótárusnum? — Ég hef engan nema þig, sagði ég. — Það er um Signor Lane. Hann er maðurinn, sem þú hitt- ir á torginu. — Hvernig vissirðu það? — Carlo sagði þú hefðir roðnað, þegar þú hittir hann. Ekki vegna þess að hann væri gamall og góður vinur. Englend- ingar hrista höndina- á vini sín- um. Hann er líka blaðamaður. Gæti vérið "Sð hann hefði ætlað að hitta konu vegna starfs síns. — Hann er reiður enn, sagði ég leið. Hún yppti öxlum. Eldhúsdyrn ar stóðu opnar út í garðinn og sólín skein inn í herbergið. —. Mjólkin mallaði á eldavélinni og vanillan ilmaði um eldhús- ið. Allt í Ítalíu ilmar vel. Allir í Ítalíu eru bitrir. — Mér líður illa. Ég skamm- aðist mín; ég var bara að leika mér. Hún • sagði ekki orð. — Hann kemur til að hafa viðtal við Patricíu í dag og hún sendir eftir mér og fer að segja honum hvílíkur dýrgripur ég sé. Þú veizt, hvernig hún læt- ur! Lúeíana hló hæðnislega. — Og hann glápir á mig eins og hann langi til að skera mig á' háls. Hann hefur alls ekki neina kímnigáfu, vældi ég. Hún setti mótin í kalt vatn og strauk rakt hárið frá enninu. Ég vissi, að hún kærði sig kollótta um það, sem ég sagði. Hún var allt'of önnum kafin við að vera reið við Alexanderhjón- in. Ást hennar og hatur breytt- ist frá degi til dags. Hún gaf mér ekki neitt af þeirri ást og ráðleggingum, sem ég hafði lcitað eftir. — Hvað er þessi kímnigáfa, sem þú ert alltaf að taia um? Það er ekki góður eiginleiki. Hann álítur að þú sért fífl, þú álítur að hann sé ruddi. Hann var ekki að gera neitt gott. All- ir eru óheiðarlegir. Það er nóg. Hún neitaði að segja mcira. Hún tautaði eitthvað um, að hún gæti ekki eldað fyrir eilífum kjaftagangi. Ég fór með svarta kaffið, sem Lúcíana hafði ekki leyft mér að búa til. Trish var að lesa Jason. Hún hallaði sér upp að blúnduskreyttum koddum, and- lit hennar var málað eins og hún ætlaði á dansleik við kon- ungshirðina og blöðin voru um allt rúmið. Iiún minnti mig á' mynd í fornverzluninni „Lafði Serina.” Ég geri ráð fyrir að ég hafi verið svarti drengurinn með súkkulaðið. — Segðu James, að ég vilji tala við hann um Jason, elskan. — Á ég að ónáða þá? Þeir sögðu að láta þá í friðt fram að há'degisverði. Hún brosti. — Segðu honum að koma, sagði hún aðeins. Ég fór með skilaboðin og skammaðist mín. Mennirnir hættu að tala saman og James fór inn. Terence de Witt lelt á mig þessum sundurstingandi augum. — Hvers konar kvenfólk finnst þér að eigi að vei’a í sögu- legum kvikmyndum? spurði hann. — Jimmy segir, að þú vitir þínu viti. — Ég vil ekki að þær séu sykursætar. — Ég ekki heldur. Nefndu einhverja. — Hver á að leika Kirke? Ég hikaði. Hann leit sífellt á mig. Ég nefndi uppáhaldsleikkon- una mína. Hann gretti sig. Ég nefndi aðra. Hann stundi. Þá þriðju. Hann hló. — Þarna sérðu. Við höfum minnst á þær allar, sagði hann líkt og við sjálfan sig. Sæktu eldspýtur, elskan. Ég laut áfram, tók burt fáein blöð og sýndi honum risastóran eldspýtustokk. Ilann var skreytt- ur með skjaldarmerki. Hann þakkaði mér fyrir utan við sig. Svo sá ég að yfir skjaldarmerk- inu stóð „Hótel Caesario.” Ég fór beint út og ég gekk hratt. Sólhlífar voru yfir borðunum á gangstéttinni fyrir utan hót- elið og þar sat fólk og drakk rauðvín með sódavatni. Inni í forstofunni var kalt og þar voru blóm um ailt. — Hr. Lane er á herbergi sínu, sagði afgreiðslumaðurinn sem svar við fyrirspurn minni. Langar yður til að tala við hann? — Ég ætlaði upp til hans. — Ég skal senda mann með yður, ungfrú. Afgreiðslumaður- inn vissi að ég vann fyrir Alex- anderhjónin og var einstaklega kurteis. Peningarnir voru allt í kringum mig eins og gullregn, mér fannst það ágætt. Sendisveinn í einkennisbún- ingi fór með mig upp á fyrstu hæð og barði þar á dyr, sem sífellt vélritunarhljóð heyrðist frá. Svo hneigði hann sig og fór. Dyrnar opnuðust. Bob Lane stóð í gættinni. — Fyrst hélt ég að hann myndi skella á mig hurðinni en svo sagði hann: — Hvað var það? — Ég er með skilaboð til yðar. — Komið inn. Ég elti hann inn í herbergi þar sem sólar- geislarnir féllu inn um gluggann og gluggarnir voru opnir. Ritvél- in stóð á borði og umhverfis hana blaðahrúga og rifnir papp- írsmiðar. — Fáið yður sæti. Ég settist eins og skólastelpa sem á von á skömmum frá skóla- stjóranum sjálfum. Ilann sat þarna fyrir framan mig og teygði úr löngum leggjunum. Hann var ygldur á brún. Eg vildi ekki eiga hann að óvini. — Ég kom ekki frá frú Alex- ander, hr. Lane. Ég hélt bara að ég fengi ekki að koma inn nema ég segði það. Ég kom til að biðjast afsökunar. Ég hagaði mér barnalega og heimskulega. Ég er það stundum. Ég get ekki staðizt að gera eitthvað svona af mér. Ég ætlaði að segja yð- ur að þér færuð mannavillt, en svo sat ég uppi með allt grínið. Eruð þér ekki enn reiður við mig? Hann starði um stund á síg- arettuna sína. Mér leið illa. — Gætuð þér ckki gleymt þessu? spurði ég. Hann leit upp. Hann var með blá augu, alvörublá augu, ekki grá'blá eða grænblá. — Ég verð að taka við afsök- unarbeiðninni fyrst þér komuð hingað og þar með er það mál útrætt. En mér finnst erfitt að fyrirgefa yður þennan leik yðar og ástæðurnar get ég ekki sagt yður. Það er víst nóg að segja yður, að það er yður að kenna að ég er í vanda staddur sem erfitt verður að leysa. Ég roðnaði. — Ég biðst af- sökunar, afsö/kunar! Ég biðst margfaldrar afsökunar. Mér þykir þetta leitt. Ég gerði það að gamni mínu. Hvað voruð þér líka að leita uppi algjörlega ó- kunnuga manneskju! Mér finnst það grunsamlegt! Voruð þér á höttunum eftir sögu? Við þessi reiðilegu orð mín kom bros á varir hans. Ekki góðlegt bros, en bros samt. dralon dralon peýsah í daglégri nollaln:ot slilsterk/ ? aiiðveld I ’Jsvötti Barnavagnar Þýzkir barnavagnar. Seljast beint til kaupenda. VER® KR. 1650.00. Sendum gegn póstkröfn Suðurgötu 14. Siml 216.20. HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR 1. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐtÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.