Alþýðublaðið - 12.07.1967, Page 8

Alþýðublaðið - 12.07.1967, Page 8
VINIR MINIR VILLTU SIMPANSARNIR EF FÓLK spurði hinnar venju- legu spurningar ,,Hvað ætlar þú nú að verða þegar þú ert orðin stór?“ stóð e'kki á svari <hjá Jane Godall, litilii ljóshærðri telpu- hnátu í Epglandi. ,,Ég ætla til Afríku að rannsaka iíf villidýr- anna þar“, sagði hún ósköp blátt áfram, eins og ekkert væri sjálf- sagoara. Og hún kærði sig koll- ótta þótt hlegið væri að „hugar- órum hennar. Hún elskaði dýr, og náttúrufræðin var hennar uppá- haldsfag, og auðvitað ætlaði hún til Afríku. Og það merkilega er, að Jane gerði þetta. Síðustu sex árin hef- ur hún búið í afríska frumskóg- inum í Tanganyika, og rannsókn- ir hennar á lífi villtu simpans- anna þar hafa vakið athygli vís- indamanna um allan heim. Hún varði doktorsritgerð við háskól- ann i Cambridge, og fyrir skömmu kom út bók hennar, ,,Vinir mínir, villtu simpansarnir“, sem segir sögu þessara þvínær einstæðu sex ára á lifandi og skemmtilegan hátt. Jane missti ekki áhugann á Af- ríku þegar hún óx upp, og eftir að hún lauk háskólanámi vann hún fyrir sér í London sem einka- ritari þangað til hún var búin að safna fyrir fargjaldinu til Kenya. Þar komst hún í kynni við mann- fræðinginn dr. Louis S. B. Lea- key, frægan vísindamann, og starfaði hjá honum um eins árs skeið. Það var dr. Leakey sem stakk upp á, að hún tæki að sér að rannsaka líf og háttu villtu simpansanna í heimkynnum þeirra skammt frá Tanganyika stöðuvatninu. Slíkar rannsóknir höfðu ekki farið fram fyrr nema að mjög takmörkuðu leyti, og það var afar mikilvægt að geta gert það áður enn frumskógarsvæðin yrðu rudd og simp3nsarnir þok- uðu fyrir manninum. Jane var meira en fús til far- arinnar, en stjórnarvöldin skárust í lei'kinn og bönnuðu henni alger- lega að ferðas^ einni síns liðs inn í myrkasta frumskóginn. Engin ung hvít stúlka myndi geta lifað þar við þessi frumstæðu skilyrði, var fullyrt. En þá bauðst móðir Jane til að koma og vera dóttur sinni til aðstoðar nokkra mánuði, og á endanum fékkst leyfið. Þær mæðgur lögðu af stað og höfðu með sér negrahjón til að- stoðar. Og vanir ferðamenn sem þekktu þessar slóðir hristu höfuð ið og spáðu engu góðu. Fyrst og fremst myndi Jane nú aldrei geta komizt nærri öpunum; það hafði verið reynt áður árangurslaust. Svo væru þeir stórháskalegir. Ekki alls fyrir löngu hafði negri einn verið að klifra upp í olíu- pálmatré til að ná í hnetur og ekki tekið eftir stórum simpansa sem sat þar á grein og var að gæða sér á þeim. Um leið og ap- inn kom auga lá manninn brá hon um svo mikið, að hann sló til hans og tók af honum hálft and- litið, reif út augað og kinnina af. Og hvað yrði þá um Jane, unga stúlku sem aldrei hafði lif- að í frumskógi áður? En Jane var gædd óbilandi hugrekki.. Hún var himinglöð þeg ar hún kom á leiðarenda um tvö leytið 14. júlí 1960, og þegar tjald ið var komið upp og farangur þeirra á sinn stað, réð hún sér ekki fyrir gleði. Hún vissi ekki þá hvílíkir erfið- leikar, vonbrigði og örvænting biðu hennar. En vikurnar sem í hönd fóru voru vægast sagt hræði legar. Hún sá simpansan oft tilsýndar, og hún heyrði til þeirra, en hún komst aldrei nógu nálægt þeim til að geta athugað þá að neinu gagni. Á hverjum morgni lagði hún af stað um sólarupprás, gekk meðfram lækjunum, skoðaði dal- ina milli fjallanna hvern af öðr- um, tróð sér gegnum myrkviðinn og lærði meira að segja að sveifla sér milli trjánna líkt og Tarzan. En simpansarnir voru feimnir við þennan undarlega hárlausa apa sem allt í einu var kominn í ná- grennið. Þeir forðuðu sér í ofboði hvenær sem Jane nálgaðist, hversu varlega sem hún læddist. Og þannig liðu tveir mánuðir. Jane var að því komin að gef- ast upp. Þá loksins breyttist allt til hins betra, og það var þegar villifíkjurnar þroskuðust. Simp- ansarnir voru sólgnir í þær, og þeir gleymdu öllu öðru meðan þeir sátu og hámuðu þær í sig. Jane fór á hverjum degi og sett- ist alltaf á sama stað rétt hjá hvirfingu af fíkjutrjám, og aparn ir vöndust smám saman nærveru hennar. Hún reyndi aldrei að fela sig fyrir þeim, fór ekki of nærri og hreyfði sig hægt og gætilega til að láta þeim ekki bregða. Þolinmæði og þrautseigja eru nauðsynlegir eiginleikar í svona rannsóknum, og Jane hafði þá til að bera í ríkum mæli. Að lokum þurfti hún ekki lengur að nota kíki til að fyigjast með öp- unum, heldur fékk að koma alveg að þeim, og með tímanum þróuð- ust einkennileg vináttubönd milli ungu hvítu stúlkunnar og villtu simpansanna, þessara ógurlegu dýra sem geta orðið allt að einum og hálfum metra á hæð og eru gífurlega lcröftug. Hún sá fljótt, að aparnir eru ó- líkir innbyrðis og hafa sterk ein- staklingseinkenni alveg eins og mennirnir. Og hún skírði þessa nýju kunningja gjaman í höfuðið á gömlum vinum sínum meðal mannanna. Þarna voru Mike og Spray, frú Maggs og hr. McGre- gor, Flo og Fifi, Wílliam og Flint. Svo var Golíat, einn sá allra stærsti og kröftugasti, og Draeula greifi som var hálfóhugnanlegur útlitis. En uppáhaldið hennar var Davíð gráskeggur. Um hann mætti skrifa langt mál. Hann varð bezti vinur Jane og sá fyrsti meðal apanna sem hún náði nokkru sambandi við. Þegar fyrstu mánuðirnir voru liðnir þurfti móðir Jane að fara Og hérna kemur Flo, stolt og glöð, til að sýna Jane lit'la barnið sitt, Flint. aftur til Englands, en nú höfðu stjórnarvöldin ekkert á móti því lengur, að hún dveldist áfram við rannsóknir sínar. Hún hlaut styrk frá The National Geograp- hic Society og þurfti ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Hún var farin að geta gengið að simpönsunum og setzt hjá þeim eins og ein úr hópnum. Þeir heilsuðu henni kurteislega með því að segja „Góðan dag“ á apa- máli, þ.e.a.s. „Húh “ Og Jane sagði ,,Húh‘“! á móti. Það varð að segjast með réttum framburði, lágt og dimmt, því að hvellt og skrækt ,,Húh“! þýðir allt annað. Mál simpansanna er einfalt sam- anborið við mannamál, en tölu- vert margbrotið á móts við önnur dýrahljóð. Auk þess gera þeir sig oft skiljanlega með snertingu. Þeir faðmast og kyssast innilega þegar þeir vilja sýna blíðu, snerta varirnar hver á öðrum með fingurgómunum til að biðja fyrirgefningar, berja sér á brjóst til merkis um reiði, o.s. frv. Þeir heilsast með ýmsu móti — jafn- ingjar klappa hver öðrum vin- gjarnlega á kollinn, vinir faðmast ástvinir faðmast og kyssast hver Merkilegar rannsóknir brezl 8 12. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.