Alþýðublaðið - 12.07.1967, Qupperneq 9
anna ó hálsinn, óæðri apar
lineig.ja sig fyrir háttsettari eða
sterkari öpum.
Jane komst að raun um, að
simpansarnir voru „hirðingjar",
ferðuðust um í smáhópum og
bjuggu sér til rúm uppi í trjánum
á hverju kvöldi. Hún horfði á apa-
börnin leika sér í boltaleik með
harðskurnaávexti henda þeim
á milli sín, sparka þeim og grípa
þá. Ennfremur drógu þau á eftir
sér greinar og berjaklasa líkt og
sleða, og blómum, spýtum og
steinum gátu þau leikið sér að
klukkutímum saman,
En þó fannst henni mest til um
þegar hún gerði eina sína merk-
ustu uppgötvun — að simpansarn-
ir byggju til frumstæð verkfæri
og notuðu þau til veiða o.fl. Það
var nánast byltingarkennd vitn-
eskja, því að til þessa hafði það
einmitt verið talið greina mann-
inn frá dýrunum, að hann gæti bú
ið sér til verkfæri og hagnýtt þau
í ákveðnum tilgangi.
Og hún sá apana gera það. Þeir
settust við hvítmauraþúfurnar
með langa stöngla í höndunum og
stungu þeim á kaf inn í moldar-
hrúguna, biðu síðan átekta og
drógu þá loks út fulla af gómsæt-
um maurum sem höfðu bitið sig
fasta við endann. Jane fylgdist
með Davíð meðan hann var að
búa sér til „veiðistöng‘“. Hann
valdi sér langt og breitt blað af
sverðgrasi, reif varlega utan af
því þangað til stöngullinn var
einn eftir og stakk honum síðan
inn um eina holuna eða göngin
sem lágu inn í mitt maurabúið.
Þegar stöngullinn var farinn að
bogna bjó hann sér til annan.
Svo tók hann granna vínviðar-
grein og reif af henni blöðin, beit
af öðrum endanum á henni og
notaði hana á sama hátt.
Þannig sátu aparnir oft tvo
klukkutíma í senn og ,,dorguðu‘“,
Hvítmaurar voru meðal þeirra
eftirlætisrétta, og þeir töldu ekki
eftir sér fyrirhöfnina. Stundum
bjuggu þeir fyrst til „veiðisteng-
urnar“ og báru þær síðan með
sér í leit að mauraþúfum, jafnvel
allt að eins kílómetra vegalengd.
„Svampbollar“ voru önnur
verkfæri eða búsáhöld sem simp-
ansarnir bjuggu sér til. Þá tóku
þeir fulla lúku sína af laufblöð-
um, hnoðuðu þau dálitla stund
milli handanna og tuggðu þau síð
Jane í frumskóginum. Davíð grá-
skeggur teygir sig niður úr trénu
til að heilsa henni með lianda-
bandi.
an þangað til þau voru orðin að
eins konar heimatilbúnum
svampi. Svo difu þeir honum ofan
í vatn sem safnaðzt hafði fyrir í
holu tré eða annars staðar þar
sem þeir komu ekki vörunum að,
létu hann drekka í sig vatnið og
sugu hann síðan. Þessu héldu þeir
láfram þangað til ekki var dropi
eftir af vatninu.
Jane lifði ekki neinu letilífi.
Hún fór á fætur klukkan hálfsex
á hverjum morgni og var oft önn
um kafin allan daginn fram til
miðnættis. Hún þurfti að elta ap-
ana stað úr stað, fylgjast með
lifnaðarháttum þeirra, taka af
þeim myndir, skrifa hjá sér at-
hugasemdir og vinna úr þeim.
Þetta voru vísindalegar rannsókn-
ir, og hún tók starf sitt mjög al
varlega. Iiættum var nóg af í
frumskóginum, og stundum slapp
0
-----f--------------------—
:rar vísindakonu í myrkviðum Mið-Afríku
Æ fingabúningar
NÝKOMNIR
Fótbolfapumpur
Fótboltar - Handboltar
TILKYNNING
frá Sölunefnd varnarliðseigna.
Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Grensásvegi
9 verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 17.
júlí til 14. ágúst.
SÖLUNEFND VARNARLXÐSEIGNA.
— ALÞYÐUBLAÐIÐ $
12; julí 1967