Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 11
fcjRitstiórTÖrn Eidssonj^jf^ 14 ungmennafélög tóku þátt í Héraðsmóti Skarphéðins Héraðsmót Skarphéðins var lialdið í Þjórsártúni 1. og 2. júli si. á laugardag var skýjað, og rigndi nokkuð, er á daginn leið. en veður kyrrt. Á sunnudaginn var hæg gola á norðaustan og hlýtt og bjart Þann dag munu liafa verið um 2000 manns sam- ankomin í Þjórsártúni og fór mótið vel fram. Auk íþróttakeppn innar fór fram fjölbreytt dagskrá, Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra flutti ræðu, Karlakór Sel- foss söng, Gunnar Eyjólfsson og Aukamot í knattspyrnu Hér eru stödd á vegum Þrótt- ár og KR tvö erlend lið. Á veg- um Þróttar er HBI frá Holbæk í Danmörku en á vegum KR AB frá' Þýzkalandi. Bæði þessi lið eru annars flokks lið og liafa knattspyrnudeildir Þróttar og KR stofnað til móts milli II. fl. liða frá Reykjavík og Keflavík, auk hinna erlendu liða. Leikskrá verður sem hér segir: 19. júlí: AB—Valur, Melavelli kl. 8 eh. Holbæk—Víkingur, Melavelli kl. 9,15 eh. KR—ÍBK, Keflavíkurvelli kl. 7.15 eh. Fram —Þróttur, Háskólavelli kl. 7 eh. I 21. júlí. Holbæk—ÍBK, Keflavíkurvelli kl. 8,30 eh. KR—Valur, Melavelli kl. 8 eh. AB—Fram, Melavelli kl. 9,15 eh. Víkingur—Þróttur, Háskólavelli kl. 8 eh. 1 \ 23. júlí: AB —Þróttur, Melavelli kl. 8 eh. Holbæk—KR, Melavelli kl. 9.15 eh. Víkingur—Fram, Háskólavelli kl. 8 eh. Valur—ÍBK, Há'skólavelli kl. 9,15 eh. i Ef stig eru jöfn að þessum leikjum loknum, ræður marka- tala. En ef stig og markatala eru jöfn, þá verður varpað hlutkesti. Ákveðið hefur verið að selja inn á þá leiki sem fram fara á Mela- velli. Verð aðgöngumiða verður 50 krónur fyrir fullorðna og 25 krónur fyrir börn. Bessi Bjarnason fluttu gamanþátt, Lúðrasveit Selfoss lék og að síð- ustu var dansað í tjaldi við undir- leik Mána frá Selfossi. Mótsstjóri var Þórir Þorgeirs- son íþróttakennari á Laugarvatni, en hann hefur í rúman hálfan annan áratug staðið fyrir héraðs mótum. Skarphéðins og unnið mjög ötullega að íþróttamálum í héraðinu. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup: sek. Guðmundur Jónss., Selfossi 11,3 Sigurður Jónss., Selfossi. 11,4 400 hlaup: sek. Sigurður Jónss., Selfossi. 54,6 Jón ívarsson. Samhygð, 56,6 4x100 m. boðhlaup stúlkna: A sv. Umf Selfoss A sv. Umf Ölfusinga A sv. Umf. Eyfellings A sv. Umf. Samhygðar Hástökk: Guðrún Óskarsd., Njáli, Margrét Jónsd., Selfossi, Langstökk: Þuríður Jönsd., Selfossi, Guðrún Guðbjartsd., Self., Kúluvarp: Berghildur Reynisd., Vöku Ragnheiður Pálsd., Hvít, Frh. á 14. síðu. Þessi mynd var tekin á leik Vals og Fram_ A myndinni eru Ilelgi Númason. Fram (númer 8) og Ingvar Elíasson, Val. 1500 m. hlaup: mín Jón H. Sigurðss., Biskupst., 4:37,8 ' Marteinn Sigurg.ss., Self., 4:38,1 5000 m. hlaup: mín. Jón Sigurðss., Biskupst., 16:49,5 Marteinn Sigurg.ss., Self., 17:21,0 Landslið Færeyja kemur í kvöld 4x100 m boðhlaup pilta: sek. Umf. Seífoss 48,5 Umf. Váka 49,0 Umf. Eyfellingur 50,7 Hástökk: m. Guðmundur Jónsson Self., 1,70 Gunnar Marmundss., Dagsbr., 1,70 Langstökk: m. Guðmundur Jónss., Self., 6,61 Sigurður Jónss., Self., 6,02 Þrístökk: m. Guðmundur Jónss., Self., 14,15 Bjarni Einarss., Gnúpv. 13,43 Stangarstökk: m. Gunnar Marmundss., Dagsbr.. 3,10 Ingimundur Vilhjálmss., Eyf., 2,70 Kúluvarp: m. Sigurður Steindórss., Samh., 12,31 Bjarki Reyniss., Vöku, 12,10 Kringlukast: m. Sveinn J. Sveinss., Selfossi, 38,72 Bjarki Reynisson, Vöku, 36,02 Spiótkast: m. Sveinn Á. Sigurðss., Samh., 43.03 Ólafur Einarss., Vöku, 42,79 Glíma: vjnn. Sigurður Steindórss., Samh., 2 Steindór Steindórss., Samh. 1 100 m. hlaun stúlkna: sek_ Þuríður Jónsd., Self. HSK-met 12,9 Olga Snorrad.. Eyfell., 13,2 í KVÖLD er hingað til lands vænt anlegt færeyska landsliðið í knatt spyrnu. Hingað kemur liðið á veg um KSÍ. Með hópnum koma 3 fararstjórar auk þjálfara og Jóg vans Johansen sem er gamalreynd ur leiRmaður færeyska landsliðs ins. Þess má geta, að einn af far arstjórum liðsins er Olavur Lam baa, formaður íþróttasambands Færeyja. Hérna munu Færeying- arnir leika einn leik á móti b- landsliði íslendinga. Leikurinn fer fram annað kvöld kl. 8.30 á Laugardalsvellinum. Menntamála- ráðuneytið býður Færeyingunum í samsæti og verður skipzt þar á gjöfum og væntanlegum ræðum KSÍ býður þeim í hring- ferð um nærsveitir Reykjavíkur, m.a. til Þingvalla og Hveragerðis. Landsliðsnefnd hefur valið b- landsliðið en iþað ber að taka það fram að ekki komu þeir til greina sem valdir hafa verið á þessu ári í a-Iandslið. Liðsskipan verður sem hér segir: 1. Sigurður Dagsson, Valur. 2. Jón Stefánsson, ÍBA. 3. Ævar Jónsson, ÍBA. 4. Guðni Jónsson, ÍBA. 5. Anton Bjarnason, Fram. 6. Guðni Kjartansson, ÍBK. 7. Helgi Númason, Fram. 8. Skúli Ágústsson, ÍBA. 9. Björn Lárusson, ÍA. 10. Þórður Jónsson, KR. 11. Hörður Markan, KR. Varamenn: 12. Einar Guðleifsson, ÍA. 13. Magnús Haraldsson, ÍBK. 14. Einar Magnússon, ÍBK. 15. Karl Hermannsson, ÍBK. 16. Matthías Hallgrímss., ÍA. Fyrirliði liðsins verður Guðni Jónsson. Lið þetta virðist vera nokkuð sterkt og athyglisvert hversu margir utanbæjarmenn eru í því. Þess má geta að síðasta leik ís- lendinga og Færeyinga lauk með sigri okkar manna, 4-1. Leikinn annað k. dæmir Magnús Péturss., en línuverðir verða Halldór Bach mann og Valur Benediktsson. Að göngumiðasala hefst kl. 4 inni i Laugardal á morgun og er verð aðgöngum. sem hér segir:: stúka< 100 kr., stæði 75 kr. og 25 kr. fyrir börn. Handbolti á föstudag Næstkomandi föstudagskvöld mun íslandsmótið í útihandknatt leik hefjast. Mótið fer fram á Skólamölinni svokölluðu í Hafn arfirði. Skólamölin sem er fyrir framan Lækjaskólann er úr as- falti og mun þetta vera í fyrsta skipti sem handknattleiksmót á íslandi fer fram á asfalti. Þátt töku hafa tilkynnt 7 karlalið: og 7 kvennalið og er þctta meiri þátttaka en áður iiefur þekkzt á sams konar móti hérlendis. Öll I. deildar liðin í karlaflokki taka þátt I mótinu auk ÍR, sem var í II. deild í vetur. Eftirtalin kvennalið taka þátt í mótinu: Ármann, Breiðablik, ÍBK, Val- ur, Fram, ÍBV og KR. Skipt verður í riðla og verður skipting in sem hér segir: í ka’Iaflokki verða í a-riðli FH, Víkingur, KR og ÍR og í b-riðli Valur, Haukai1 og Fram. í kvennaflokki verða í a-riðli Ármann, Bréiðablik, ÍBK og Valur, en í b-riðli Fram, ÍBV og KR'. Á föstudaginn verða leiknir tveir leikir, þ.e. FH —ÍR og Valur og Haukar, báðir í karlaflokki. Á þriðudaginn held ur mótið áfram og leika þá KR — ÍR og FH og Víkingur. Þann 28. verða svo leiknir þrír kvenna leikir og einn karlaleikur. Mót- og mun birt leikskrá síðar hér og mun b rt leikskrá síðar hér á síðunni. FH sér um mótið. 19. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.