Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 5
Sumarhátíb í Húsafellsskógi í blaðinu í gær var sagt lít- illega frá iijnu glæsilega sumar- móti æskulýðssamtakanna í Borg arfirði að Húsafelli um verzlun- armannahelgina. Myndirnar hér að ofan eru af mótssvæðinu, hin- um blandaða kór Reykdæla, sem syngja á hátíðinni og þeim Guð- mundi Böðvarssyni skáldi og séra Einari Guðnasyni sóknarpresti í Reykholti, en þeir munu báðir flytja ávörp og hugvekjur. Nánari dagskrá mótsins er á þessa leið: Á föstudag verður mótssvæðið opnað fyrir tjaldbúðafólk. Á laug ardag hefjast skemmtiatriði. Kl. 14 er íþróttakeppni og kl. 20 hefst dans á þrem danspöllum, þar sem leiknir verða, bæði gömlu dans arnir og þeir nýju. Kl. 1 hefst miðnæturvaka með því að Vil- hjálmur Einarsson formaður TJMSB flytur ávarp. Þá verður flugeldasvning, varðeldur og þjóð lagasöngur. Skemmtikraftarnir Baldur og Konni, Birna Aðal- steinsdóttir og Jón Gunnlaugsson koma fram. Um tvöleytið lýkur vökunni með samsöng. Dagskrá sunnudagsins hefst kl. 10 með knattspyrnukeppni. Að henni lökinni verður hátíðadag- skrá þar sem koma fram þau Ásgeir Pétursson sýslumaður for- maður ÆMB, séra Einar Guðna- son, Guðmundur Böðvarsson skáld og Birna Aðalsteinsdóttir. Þá mun einnig blandaður kór Reykdæla syngja undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Um 15.30 fer fram úrslitakeppni íþrótta og að henni lokinni hesta- sýning og kappreiðar. Skemmi- dagskrá hefst svo kl. 17 og verð- ur Jón Gunnlaugssön kynnir og stjórnandi hennar. Hún byrjar Frh. á 14. síðu. Hver sá sem eitt sinn hefur •heimsó.tt Karpatafjöllinn mun aldrei’ gleyma hinni ljómandi Verkhovina, Uzhandadalnum vöfðum himinbláu mistri, hinni léttu og hröðu Tisu né dynj- andi fossunum. Gestirnir láta heillast af Karpatafjöllunum, niðandi ánum, ríkulegum ávaxta gjfðum og vínekrum. Skógurinn kallar á þig og það gera líka •varðeldar fjárhirðanna, upp- spretta söngva og þjóðsagna. Við allt þetta getum við bætt, að þarna 1 fjöllunum er ótæm- andi uppspretta hreysti og hed- brigði. Á hverju ári er viðkvæð- ið hjá lækningastöðvunum, sum arbúðunum, hotelunum, íþrótta- búðunum og ferðamannastoovun- um hið sama: „Allt upptekið". Það er hreint engin tilviljun að 23. flokksþingið lagði svo ríka áherzlu á uppbyggingu heilsu- •baða og lækningastöðva í Karp- atafjöllum. Sannleikurinn er sá, — að þar til nú nýlega voru livorki lækningastöðvar né dvalarheimli í Karpatafjöllunum ef frá eru taldir nokkrir frumstæðir bað- staðir í einkaeign, þangað sem tignarfólk Vestur Evrópu lagði leið sína hér áður fyrr. Nú hafa verkamenn yfir að ráða fjöldan- um öllum af bað- og lækninga- stöðvum. Og hver er svo ástæðan fyrir hinnu miklu uppbyggingu heilsu stöðva i Karpatafjöilum Vitan- lega liinar miklu ölkeldur. Ekk- ert hérað Ukraínu getur státað af slíkum f jölda öikeldna. í Karp atafjöllum ex-u meira en 300 upp sprettur og margar þeirra þekkt ar fyrir olkeiduvatn, sem notað er til lækninga. Aðallækningastöðvunum er val inn staður með tilliti til um- hverfis og loftlags. Sérstök upp- bvggingarstofnun var sett á lagg irnar og á síðustu 7 árum hefur aðeins verið varið rúmlega 5 milljónum rúblna í þessu skyni, en fjárveiting fyrir 5 ára áæti- unina var 6 milljónir rúbina. Ko.mið hefur verið á fót vís- indastofnun, sem. er gretu af Heilbrigðisrannsóknarstofnun Odessu. Verkefni hennar er aö skapa vísindalegan grundvöil undir frekari uppbyggingu lækn ingastöðva í Karpatafjöllum, líta til með nýjum átöppunar- verksmiðjum fyrir ölkelduvatn og rneta gildi nýopnaðra upp- spretta o.s.frv. Lækningamáttur ölkelduvatns- ins í Karpatafjöllunum er mik- ill. Hægt er að nefna fjölda dæma, þar sem sjúklingarnir komu þangað í mjög siæmu á- standi, en fóru aftur hressir og kátir, ef svo mætti segja. Siny- ak lækningastöðin, sem ein!k- um sinnir fólki með truflanir í hreyfitaugunum, hefur komio upp sé'stöku safni, þar sem sj- fellt bætist við af hækjum lækn- aðs fólks. Til þess að koma gestum þægi lega á óvart, hafa framkvæmda stjórar okkar komið upp nokki - um hótelum og mótelum á ár- bakkanum. Hvert viljið þér fara? Nefnið siaðinn. Við flytjum yður, fljótast og þœgilegast. Hafið samband við ferðaskrifsiofurnar eða A.MERICA.tV Hafnarstræti 19 — sími 10275 SAMKEPPNI VIÐ 6UÐ MORGUNBLAÐIÐ kuvni svo sem svar við þeirri aðfinnslu, að ennþá hefur ekki verið sett þak á áhorfandastiiku nýja leik- vangsins í Laugardal. Það lét þess cjetið í Staksteinum á dög- unum, að ek.ki sé hægt að gera allt í einu. Þetta er bærileg málsvörn út af fyrir sig. Reyk- vikingar, sem lemjast stormi og regni undir beru lofti i Laug- ardal, eiga að sætta sig við mót- lætið í hógværri ást og kristi- lcgri aðdáun á spaniaðarvið- leitni borgarstj órnarmeirih lut- ans. Þér landnemar . . . Kann hann að spara eins og skyldi? Hér skal rifjað upp dæmi um eyðslu, sem hefði kannski getað setið á halcan- um, meðan verið var að setja þakið á áhorfendastiikuna. Inni við Elliðaárvog hafa borgaryfirvöldin ráðizt í um- fangsmikið landnám. Mörgum. mun þó finnast, að Geir borgar- stjóra og köppum hans hefði verið þörf á öðru fremur en gerast í þeitn skilningi land- nemar í ríki sínu. Og fróðlegt værí að vita, hvað landnámið við Elliðaárvog kemur til með að kosta, þegar framkvæmd- inni er lokið. Markið sett hátt. Þakið á áhorfendastiíkuna í Laugardal má bíða, þó að það yrði þúsundum Reykvíkinga mikið hagræði. Slíkt er van- rækt, enda þótt önnur mann- virki, sem kosta milljónatugi, komi til sögunnar á skötnmum tíma. Hitt finnst borgaryfir- völdunum ekkert áhorfsmál að efna til landnáms inni við Ell- iðaárvog. Reykvíkingum er víst sú framkvæmd lífsnauðsyn, þrátt fyrir alkunnan sparnað og viðurkennda ráðdeild vald- hafa sihna. Þetta stafar sennilega af frægum samkeppnisvilja ráða- manna Reykjavíkurborgar. Þeir geta ekki selt markið lægra en efna til samkeppni við guð al- máttugan, sem gaf okkur land- ið, en gleymdi að ganga frá Elliðaárvoginum eins og Geir borgarstjóra og félögum har,s þykir hæfa. Þess vegna er mok- að þar jarðvegi, hlaðið og sléit- að, þó að áhorfendastúkan í Laugardal sé opin öllum veðr- um. Skyldi þetta ásamt fleira verða til þess, að meirihhni Sjálfstæðisflokksins í Rcykjar vík fjúki í næstu borgarstjór n arkosningum? HEiLSULINDIR I ÚICRAÍNU 19. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.