Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 4
 Ritstjórl: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: AlþýðuhúsiS viö Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lauaa* Bölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn. Erlent fjármagn FRAMKVÆMDIR eru að hefjast við álbræðsluna irniklu í Straumsvík og höfn þar á staðnum. Komið hefur til deilu milli verktaka og verkalýðshreyfing- arinnar í Hafnarfirði, en vonandi leysist það mál. Verkalýðshreyfingin mun standa því fastari vörð um hagsmuni sína í Straumsvík sem þar er um meiri framkvæmd að ræða en hér ha'fa áður gerzt. Morgunblaðið gaf síðastliðinn sunnudag í skyn, að olíuhreinsunarstöð yrði næsta stórframkvæmd. Hefði ríkisstjórnin haft það mál tilbúið, en ákveðið að láta það bíða, þar til eftir álverið. Þetta er ekki öldungis rétt, því að samkomulag náðist alls ekki um þær leiðir til að koma upp olíuhreinsunarstöð, sem boðnar voru. Slík stöð er án efa æskilegt og gott fyrirtæki, hvernig sem réttast verður að standa að byggingu hennar, en vel má vera, að saltvinnsla eða annar iðn- aður verði næstu stórverkefni. Fara nú fram ítarlegar rannsóknir á þeim málum á vegum iðnþróunarráðs. Sumir aðilar hér á landi vilja opna allar gáttir og Sijóða heim eins miklu erlendu fjármagni og fram- ast er unnt að fá til íslands. Slík stefna er jafn ó- hyggileg og hin, að negla aftur glugga og hurðir. I þessum málum sem víðar mun meðalhófið hin skyn- samlega leið. Alþýðuflokkurinn hefur í þessu máli markað stefnu, sem telja má víst, að meirihluti þjóðarinnar aðhyll- ist. Hún er á þá lund, að íslendingar eigi að hagnýta sér erlent fjármagn í sérstökum verkefnum, þar sem ástæða er til. Flokkurinn telur hins vegar ekki rétt að setja almenna löggjöf um innflutning erlends fiár- magns, heldur vill hann dæma hvert atvik fyrir sig eftir aðstæðum og meta, hvort það er æskilegt eða eklti. Haldið er fram, að álbræðslan verði upphaf að straumi erlendra fyrirtækja til landsins. Þetta er mis- skilningur. Hún er og verður einstakt mál, dæmt eftir aðstæðum, en ekki fordæmi fyrir önnur. Svo til allar þjóðir, einnig austan járntjalds, leita nú eftir erlendu fjármagni, sérþekkingu og tækni- hjálp á einhverjum sviðum eða í einhverju formi. Það væri fásinna af íslendingum að notfæra sér ekki þessa leið til framfara. í þeim efnum eigum við að koma fram sem frjálsir og framsýnir menn, en hafna minnimáttarkennd og einangrunarstefnu. Alþýðuflokkurinn hefur í þessu máli vísað á bug öfgum til beggja banda, en mótað ábyrga, íslenzka j stefnu, sem þjóðin getur óhrædd tileinkað sér. \ | Aglýssn3:asím5 A'þýðublaðsins er J49Ö6 ' 4 19. julí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýtízku kjörhúð Örskammt frá Miklubraut Kynnizt vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. KRON Stakkahlíð 17. ST'AKKA HI.ÍD MNOAHl ÚTSALA - ÚTSALA SUMARÚTSALAN Hefst á morgun, fimmtudaginn 20. júlí Fjölbreytt úrval af ódýrum kápum, frÖkkum, drögt- um, úlpum, höttum og töskum. MIKIL VERÐLÆKKUN BERNHARD LAXDAL, Kjörgarði. Laugavegi 59. — Sími 14422. krossgötum ★ BIFREIÐAEFTIRLIT OG DRULLUSOKKAR. Hcr var um daginn vikið að Bif- reiðaeftirliti ríkisins og drullusokkunum svo- nefndu, sem Bifreiðaeftirlitið vill kalla aurhlífar, en ættu þó frekast að kallast grjóthlífar samkvæmt skilgreiningu Bifreiðaeftirlitsins. Svar þess hefur nú vcrið birt hér í blaðinu, ekki í þessum dálki að vísu, en vonandi hafa menn séð það. í svari Bifreiðaeftirlitsins er því lialdið fram, að ótvírætt gagn sé að aurhlífunum, eða drullusokkunum, cða hvað menn vilja kalla þessa bleðla, sem þeir eru neyddir til að hengja á bíla sína. Það getur verið að eitthvert gagn sé í þeim sérstaklega hvað varðar aurslettur, en reynsla bifreiðaeigenda virðist hins vegar sanna, að aur- hlífarnar geri lítið gagn eða ógagn að því er grjót- kastið varðar. Engin rök hafa komið fram sem- sýna fram á eða sanna, að þessar hlífar dragi úr grjótkasti. Ekki kom heldur fram í svari bifreiða- eftirlitsins hvers vegna var hætt við að nota þess- ar hlifar í Danmöi'ku. Annað var eftirtektarvert í svar- inu, en það er að þar segir, að menn ættu að forð- ast liraðan framúrakstur. Þetta er andstætt því sem stöðugt er verið að predika í umferðarþáttum Ríkisútvarpsins. Þar segir að menn eigi að vera fljótir að fara fram úr, ekki að vera að tvinóna við það langa lengi og aka lengi með hlið bílsins, scm fara á framúi’. Þarna virðist sem sé um ólíkar skoðanir á framúrakstri að ræða, og væri nú fróð* legt að vita hvor aðilinn þarna hefur meira til síns máls. r ★ MÁL TIL KOMIÐ. r En í svari Bifreiðacftirlitsins var fleira athyglisvert. Þar kom það fram í fyrsta skipti, að bifreiðaeftirlitið telur öryggisbelti góð og nauðsynleg, þótt ekki hafi.þar verið mælt mefl því að innleiða þau sem skyldu. Sama máli-gegnitf um rúðusprautuniar, sem allir telja nú sjálfsagðar, og bifreiðaeftii’litið líka að því er virðist og var sannarlega mál til komið, að stofnunin léti frá sér heyra um þetta. Líklega eru bráðum fjögur ár frá því fyrst var spurt um það hér í Alþýðublað- inu hvað eftirlitið segði um öryggisbelti. Nú loksins er svarið komið og ber að sjálfsögðu að fagna þvú Við væntum þess, að bifreiðaeft- irlitsmenr. verði jafnduglegir að semja reglugerðir um notkun öryggisbelta og rúðusprautna og þeic hafa vei’ið við að semja reglugerðir um aurhlífar. Þess verður vonandi ekki langfc að bíða, að sú reglugerð sjái dagsins ljós. — KARL,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.