Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 16
 Pillusinnar - Andpillingar spaug NÚ er svo komið, að farið er að liylla undir stórvandræði í fólks- f.iölgunarmálum íslendinga. Hing- að til hafa landsmenn hegðað sér eins og hver önnur náttúrunnar börn og aukið kyn sitt eftir efn- Vim og ástæðum á hverjum tíma. Sennilega þó oftar eftir ástæðum en efnum. En nú er kominn til sá kraftur, sem liinir frumstæðu eyjarskeggjar hafa ekki getað stað izt, sem sagt PILLAN. Nú er það sannað síðast á sunnudaginn í Alþýðublaðinu, að pilluát er óhollt og kom fram í þeirri grein, að ein pillan leiðir til annarrar og geta af of miklu pilluáti hlotizt hin margvíslegustu vandræði. Vafalaust hefur sú -grein, eins og aðrar, sem í Al- Jþýðublaðinu birtast, mikil áhrif á landslýð, en þó er hætt við, að menn láti sér ekki segjast í sam- bandi við PILLUNA. Þar þykist Iandinn hafa gripið nokkurt hnoss. er sé honum geysihagleg geit. Þú ert nú alveg óþolandi, það er sama hvað ég gen, þa'ð er allt , af vitlaust. Ástandið er þegar orðið slíkt, að (það veldur Efnahagsstofnun- inni erfiðleikum, og má þá segja, að það ætli ekki af Jónasi Haralz að ganga með erfiðleikana. Þeir hjá Efnhagsmálastofnuninni hafa sem sagt þurft að endurskoða all- ar áætlunargerðir sínar um fram tíðina vegna ofnotkunar PILL- UNNAR. Nú værum við að sjálfsögðu Dkki íslendingar, ef við skiptumst ekki í hópa með og móti PILL- UNNI, og hafa báðir hóparnir að sjálfsögðu mikið til síns máls, eins og alltaf er á íslandi, af því að íslendingar eru svo bráðgáfuð þjóð. Væri hér rétt að gera sér nokkra grein fyrir afstöðu hvors hópsins um sig. PILLU-sinnar halda því fram. að PILLAN sé þarfaþing eink- um vegna þess, að þar með geti fslendingar farið að liafa það eins og Frakkar að eiga bara eitt eða tvö börn í hverri fjölskyldu og liafi því eftir sem áður ráð á að eiga einbýlishús, bíl, sundlaug, uppblásinn kajak, hraðbát á aft- aníkerru og önnur þau status- symból, sem hverjum landa með sjálfsvirðingu séu nauðsynleg. Þar að auki geti þá lauslætissinnar Itká verið sallarólegir, en eins og ailir viti sé öll óvissa og hræðsla slæm fyrir taugárnar og geti leitt til annarrar pillunotkunar, sem er óholl, eins og Alþýðublaðið hefur þegar sannað. And-PILLINGAR halda því hins vegar aðallega fram, að notk un PILLUNNAR verði ekki að- eins til þess að Islandsmönnum hætti að fjölga, heldur kunni þeim blátt áfram að fækka, vegna þess að allir viti hvers konar óhemjur íslandsmenn séu í pillu- áti almennt. Þetta geti líka liaft ófyrirsjáanlegar afleiðingar varð- andi samband kynjanna almennt, ; ef karlar fari að gefa konum pill , ur svona alveg upp úr þurru. Annars geta menn haldið á- ! fram að velta svona pilliríi fyrri ' sér í það óendanlega og kannski ekki ástæða til að fara lengra út í þessa sálma, en bara minna á, að ekki er ólíklegt, að vandinn leysist af sjálfu sér, ef það er satt, sem heyrzt hefur, að úti í hinum stóra heimi séu farin að fæðast glottandi börn með kreppta hnefa. . . og í hnefanum sé. . . PILLA_ Re.vkjatangi í Hrútafirði er berskjaldaður fyrir norðan- storminum. Þokan grúfir nið urundir Iáglendi og regnskúr ir. blandaðir sælöðri, bylgja á nýbyggingunni, sem er rétfc ofan við flæðarmálið. Timinn 16. júlí. Ekki verður mannskepnan ánægð þó a'ð þa'ð komi sól- skin. Þá heimtar hún bara logn líka. Mar sér bara engan mun á skvísunum þó að það koml sólskin. Þær eru hvort sem er með pilsin uppi á maga. Mikið óskaplega lield ég a'ð sólskinsdagar spilli siðferð* inu Fólk hættir alveg a® klæða sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.