Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 14
SEXTUGUR Guðmundur Guðfinnsson, SKIPSTJÓRI, KEFLAVÍK UNDIRSTAÐA þeirra fram- fara, sem orðið hafa á öllum sviðum þjóðlífsins, síðustu hálfa öldina, og skapað vaxandi vel- megun þjóðarinnar, er sjávarút- vegurinn. Hér hafa margir msetir menn lagt hönd að verki. Ungir og áræðnir menn hafa oft brotið ísinn og komið á framfæri nýj- ungum, sem ekki hafa alltaf mætt skiiningi í fyrstu. Aðrir hafa með dugnaöi sínum, áræði og þrautseigju skarað fram úr og þannig orðið öðrum for- dæmi. Einn í hópi þessara manna er afmælisbarnið, sem þessar línur eru helgaðar. Og afmælisbarnið er hinn aflasæli og um leið far- sæli skipstjóri frá línuveiða- tímabilinu, Guðmundur Guð- finnsson í Keflavík. Guðmundur er fæddur í Keflavík 19. júlí 1907 og ólst þar upp með foreldrum sínum og bræðrum. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðfinnur Eiríksson og Þorgerður Þóroddsdóttir, sem voru Keflvíkingum að góðu kunn. Þau voru bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Bræður Guð- mundar, er upp komust voru Jóhann, en hann lézt 1926' á 22. aldursári, Sigurþór, útgerð- armaður og Sigurgeir, vélstjóri, báðir kunnir Keflvíkingar. Framan af aldri var Guð- mundur heilsuveill, þó stundaði liann sjóinn frá 14 ára aldri. Fyrst á opnum bátum og störf um þeirra manna, er á þeim ár- um unnu við vélbátana hér, — bæði á sjó og landi. — Þau störf voru svo erfið og unnin við svo frumstæð skilyrði, að ég þyk- ist vera viss um, að engum mundi nú koma til hugar að bjóða sjálfum sér eða öðrum slíkan þrældóm og vökur. En 1934, þegar Guðmundur er 27 ára, verða þáttaskil í lífi hans. Hann ræðst þá í það að nema siglingafræði og tekur skipstjórnarpróf. Það sama haust myndar hann, ásamt bræðr um sínuni, Sigurþór og Sigur- geir, félag um útgerð vélbáts. Bátinn létu þeir smíða í Djúpu- vik í Sviþjóð. Var hann um 18 smálestir og þótti stórt skip í þá daga. Þá voru bátar hér 15 til 22 smálestir. ‘Síðari hluta febrúar 1935 fór Guðmundur, ásamt þremur öðr- um til Svíþjóðar, til þess að sækja bátinn. Og ekkert hindr- aði það för þeirra, þótt þeim bærust þær fréttir skömmu áð- ur, að bátur af svipaðri stærð og smíðaður í sömu skipasmíða- stöð, hefði farizt á leiðinni hing- að til lands. Ferð þeirra Guðmundar lieim gekk vel, þegar miðað er við að farkosturinn var aðeins um 18 smálestir, í för milli landa á þeim tíma árs, þegar allra veðra er von. Þeir komu til Kefiavíkur 17. marz 1935. Sæmi- legt veður fengu þeir til Fær- eyja, en þaðan hrepptu þeir hart austanveður, en allt gekk þó slysalaust. Báturinn hlaut nafnið Guð- finnur, nafn föður þeirra og var Guðmundur með hann næstu 9 árin og aflaði vel, oftast afla- hæstur. Guðmundur Guðfinnsson. Árið 1945 létu þeir bræður smíða nýjan bát í Skipasmíða- stöð Innri-Njarðvíkur. — Pétur þessi var stærri og fullkomnari en hinn fyrri, 28 smálestir og bar einnig nafnið Guðfinnur. Næsti bátur, er þeir bræður eignast, er „Anna” frá Njarð- vík, 55 smál. að stærð. Þessi bátur var einnig skírður Guð- finnur. ^ Þennan bát áttu þeir til árs- ins 1955. En þá létu þeir smíða bát á Akranesi, í Skipasmíða- stöð Þorgeirs Jósefssonar. Var hann 61 smál. og bar nafnið Guð finnur. Árið 1959 um haustið eignuð- ust þeir enn nýjan bát, er þeir létu smíða í Þýzkalandi. Var hann stærstur þeirra báta eða 76 smál. Hann hlaut nafnið Árni Geir. Guðmundur var með Árna Geir eina vetrarvertíð, 1960. Að henni lokinni hætti hann skip- stjórn og hafði hann þá verið skipstjóri í 25 ár. Að vísu var hann síðustu árin í landi á sumr- in. Fór ekki með bátinn á síld- veiðar fyrir Norðurlandi. Allt þetta timabil var Guð- mundur með aflahæstu skip- stjórum hér á Suðurnesjum og oft aflakóngur Keflavíkur og Suðurnesja. En Guðmundur var ekki að- eins aflasæll, hann var einnig sérstaklega farsæll, og vúnsæll af sínum skipverjum, enda var skipshöfn hans svo að segja ó- breytt ár eftir ár. Þegar ég um daginn ræddi við Guðmund, og ég spurði hann hverju hann vildi lielzt þakka aflasæld lians og vel- gengni á sjónum, þá sagðist hann ekki sízt vilja þakka það 34 19. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ dyggum og dugmiklum skipverj ! Spjótkast: um á sjó og í landi. Hann sagð- Þuríður Jónsd., ist alltaf hafa fylgzt vel með störfum landmannanna eins og sjómannanna og hafa komizt að því, að ekki reið síður á að veið- arfærin væru vel úr garði gerð og til þeirra vandað í landi, ef vænta ætti afla. Þessi ummæli Guðmundar sýna ljóslega skoð- un hans á hlutverki þeirra manna, sem vinna þurfa saman, að settu marki, svo árangur ná- ist. Þessi skoðun er heilbrigð og þyrfti hvarvetna að ríkja í íslenzku þjóðlífi. Eins og að framan sést, fylgd- ust þeir bræður ávallt vel með öllum nýjungum á sviði útgerð- ar og stækkuðu bátana eftir kröf um tímans. Síðustu 5 árin áttu Guðfinns- m. Self.. 28,00 Margrét Jónsd., Self., 24,70 Stigahæstu félög: stig Umf. Selfoss 160 Umf. Samhygð 65 Umf. Vaka 50 Umf. Eyfellingur 25 Alls mættu til leiks rúmlega 80 keppendur frá 14 ungmenna- félögum, og hlutu öll félögin stig, en stig eru gefin fyrir sex fyrstu menn. Löndunarstaðir síldarinnar eru Fækkaö Vamhald af 1 síðu kallaður heim frá þessum svæð- um — ætla Bretar sér að hafa áfram herdeildir úr sjó- og flug- bræður, en svo voru þeir bræður ^*er hafa áfram setulið í Hong oftast nefndir, 2 báta, Guðfinn Kong. og Árna Geir. En 1965 seldu þeir báða bátana og hættu útgerð. — Höfðu þeir þá rekið happasæla og vel þekkta útgerð í Kefla- vik um 30 ára skeið, sem okkur Keflvíkingum er eftirsjón áð. Guðmundur er giftur Báru Magnúsdóttur úr Höfnum, sem verið hefur manni sínum sam- hent í störfum. Þau eiga 3 börn. Elztur er Guðmundur, þá Þor- gerður, bæði heima og yngst er Guðný, gift Sigurði Friðriks- syni, og búa þau að Hofi í Skagafirði. Guðmundur, þessar línur áttu ekki að vera nein ævisaga, henni verður að gera betri skil. Ég vil aðeins með þeim færa þér mína afmæliskveðju á sextugasta af- mælisdaginn með þökk fyrir gömul og góð kynni, um leið og ég óska þér og fjölskyldu þinni framtíðarheilla. Guðmundur er að heiman í dag. Ragnar Guðleifsson. Sumarhátíð Frh. af 5. síðu. á bítlatónleikum og síðan koma fram skemmtikraftamir Gunnar og Bessi Birna Aðalstejnsdóttir, Alli Rúts og Baldur og Konni. í lok skemmtidagskrárinnar verður dregið í hinu glæsilega ferðahappdrætti mótsins um vinn ingana tvo, sem eru ferð með skemmtiferðaskipi 16. ágúst fyrir einn og Mallorkaferð 28. septem- ber fyrir tvo. Síðan verður sýnt fallhlífar- stökk og úrslitakeppni í knatt- leikjum fer fram, Dansinn á hin um þrem danspöllum hefst aftur kl. 21 og hátíðinni lýkur kl. 2 um nóttina með flugeldasýningu. Fyrir þá gesti, sem ekki yfir- gefa mótssvæðið strax verða á mánudag skipulagðir á staðnum leikir og íþróttir með frjálsri þátt töku gesta. Á hátíðinni munu svo sem fyrr segir leika 3 hljómsveitir. Dátar og Oðmenn munu sjá um nýju dansana og Skafti og Jóhannes um þá gömlu. ’bréttir^ Framhald 11. síðu. Kringlukast: m. Ragnheiður Pálsd,, Hvöt, 27,56 Ólafía Ingólfsd., Samh., 24,63 Einnig er áformað að fækka í liði Breta í Austurlöndum nær, á Kýpur og á Möltu. Og innan tíðar ætla Bretar að kalla heim lið sitt frá Aden. Varnarmálaráðherrann lagði á- herzlu á, að Stóra-Bretland mundi leggja sama að mörkum eftir 1970 og hingað til innan NATO, svo að sparnaðarins verður ekki vart nema utan Evrópu Öryggi Stóra- Bretlands er fyrst og fremst kom ið undir því, að friður sé varð- veittur í Evrópu. Þess vegna, sagðj Healey, er mest undir því komið, að við leggjum fram okkar skerf t.il þess að jafnvægi haldist í varn arbandalagi Norður-Atlantshafs- ríkja, — en þessi skerfur verður þeim mun mikilvægari því meiri stjórnmálaleg og efnahagsleg sam skipti, sem við höfum við evr- ópska granna okkar. þessir: lestir ( Vestmannaeyjar 8.860 Þorlákshöfn 3.350 Grindavík 4.108 Sandgerði 2.228 Keflavík 4.377 Hafnarfjörður 1.226 Reykjavík 3.444 Akranes 2.971 Gott veður var á síldarmiðun- um austur af Jan Mayen sl. sólar- hring, en tregur afli. Nokkur skip eru komin á miðin við Shetlands- eyjar. Alls tilkynntu 8 skip um afla, 1.660 lestir. Raufarhöfn: lestir Sóley ÍS 350 Kristján Valgeir NS. 180 Gísli Árnj RE 200 Björgvin EA 90 Auðunn GK 200 Dalatangi: Reykjaborg RE 170 Fífill GK 400 Börkur NK 70 Sólarsteinn Frh. af 2. síðu. krystalli, þar til hann varð SÍLD Frh. af 2. siðu. Reykjavík lestir 6.410 Bolungavík 82 Siglufjörður 11.722 Ólafsfjörður 190 Krossanes 704 Húsavík 522 Raufarhöfn 18.198 Þórshöfn 324 Vopnafjörður 6.428 Seyðisfjörður 21.898 Neskaupstaður 8.112 Eskifjörður 3.733 Reyðarfjörður 942 Fáskrúðsfjörður 274 Stöðvarfjörður 362 Færeyjar 638 Síldveiðar sunnan lands vikuna 9.-15. júlí 1967 : í síðustu viku var landað 8.421 lest Suðurlandssíldar og er heildaraflinn á þeim veiðum orð- inn 30.564 lestir. Á sama tíma í fyrra var aflinn 19,667 lestir. blár. Til að sannreyna þessa kenningu fór Ramskou með Jörgensen eina ferð til Græn- lands og fylgdist með stöðu sólar með hjálp cordierít-kryst- alls, en Jörgensen notaði hina vegar rökkur-áttavita. Athug- anir Ramskous reyndust réttar, að ekki skeikaði nemi um ‘IVz gráðu frá réttri stöðu sólar, og hann gat fylgzt með henni, þar til hún var komin 7 gráður niður fyrir sjóndeildarhring- inn. Nú hefur áður verið talað um silfurberg í þessu sambandi, og því hringdum við til Haraldar Sigurðssonar, jarðfræðings hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins, og spurðum hann álits á þess- ari kenningu Ramskous. Har- aldur sagði, að sér litist betur á silfurbergskenninguna aðal- lega af tveimur ástæðum: — í fyrsta lagi væri cordierít eða alúmín-silicat fremur sjald- gæft, en fyndist þó í forngrýti á Norðurlöndum, og myndaði mjög smáa krystalla. Hins veg- ar væri silfurberg miklu auð- fengnara og aðgengilegra og skautaði Ijós ekki síður en cordierítið og svo væru kryst- allar silfurbergsins miklu stærri og þvi auSveldari til þeirra nota, sem hér væri um að ræða. — Lokab vegna sumarleyfa 22. júlí til 16. ágúst. SOLIDO, umboðs- og heilverzlun, Bolholti 4, sími 31050.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.