Alþýðublaðið - 24.08.1967, Page 9
Nábúarnir
Snilldar vel gerð ný, dönsk
gamanmynd í sérflokki.
John Price
Ebbe Hode
Sýnd kl 5, 7 og 9.
Ný dönsk mynd, gerð eftir hinnl
umdeiidu metsölubók Siv Holms
„Jeg en kvinde".
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 9.
BÍLAKAUP
15812 — 23900
Höfum kaupendur að flest-
um tegrundnm og árgerðum
af nýlegum bifreiðum.
Vinsamlegast látið skrá blf-
reiðina sem fyrst.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 við Rauðará
Símar 15812 - 23900.
Ofnkranar,
Tenglkranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
BurstafeH
bygglngavöruverzlun
Eéttarhoitsvegi 3,
Simi 3 88 40.
VATNSSÍUR
Ekki lengur húð innan i
uppþvottavélunum. Ekkl
lengur svart silfur.
Ekki lengur óþægileg lykt
og bragðefni í vatninu. —
SÍA SF
Lækjargötu 6b, sími 13305.
Hnífjafnir
Framhald af bls. 1.
ingaskipið Haförninn lestar nú við
Jan Mayen, sem er um miðja
vegu á milli lands og síldarmið-
anna. Samtals tilkynntu eftirtal-
in 10 skip um afla, alls 2.780
lestirj
Héðinn ÞH 320, Fífill GK 370,
Kristján Valgeir NS 300, Magnús
NK 260, Sæfaxi II 210, Sveinn
Sveinbjörnsson NK 270, Loftur
Baldvinsson EA 200, Sólrún ÍS
200, Jón Kjartansson SU 370 og
Seley 280 lestir.
Slíta ekki
Framhald ai 1. síðu.
stjórnarráðsstarfsmannanna voru
neyddir til að skríða á fjórum
fótum meðan Kínverjarnir tóku
myndir af þeim.
Loks fóru hermennirnir með
Bretana í burtu.
Árásin á sendiráðið hófst klukk
an 22,30, þegar frestur sá, sem
kínversk yfirvöld höfðu gefið Bret
um til þess að láta lausa blaða-
menn í Hongkong rann. út.
Harold Wiison hélt fund með
ráðherrum sínum í dag, en for.
sætisráðherrann fór til London úr
sumarleyfi sínu, þegar þessir at-
burðir fréttust frá Peking. Síðar
um daginn kom George Brown,
utanríkisráðherra heim til Lond-
on úr leyfi í Noregi.
Brezki utanríkisráðh. sagði á
fundi með fréttariturum í dag,
að það væri ekki ætlun. Stóra-
Bretlands að rjúfa stjórnmála-
tengslin við Kína. Stjórnmálasér-
fræðingar telja þó ekki útilokað
að til þess komi, ■ að Bretar kalli
heim alla stjórnarfulltrúa sína í
Kína, án þess að stjómmálasam-
bandið verði opinberlega rofið.
Mao
Framhald af bls. 1.
vitnunum í orð Maos formanns, á
meöan þeir voru að skjóta niður
óvinina, að því er fréttastofan
Nýja Kína sagði x dag.
Fréttaritari Nýju Kína í Nann
ing sagði fyrstur frá .því í smáat-
riðum, hvemig þetta gekk fyrjr
sig.
Flugmennirnir voru kallaðir til
starfa um hádegisbilið og stukku
þá inn vélarnar. Fyrirliði flug-
sveitarinnar gaf skipun með því
að vitna í Mao: „Farið allir og
sigrið óvininn, sem gerir árás“.
Kínversku flugmennirnir, sem
voru „vopnaðir hugsunum Maos“
voru ekki lengi að koma auga á
bandarísku þotumar tvær. Yfir-
maðurinn las þá hátt tilvitnun í
orð Maos: „Heimsvaldasinnar og
allir endurskoðunarsinnar eru
bara pappírstígrisdýr". Fhigmenn
irnir hvöttu hvern annan með
orðum eins og „Lemjum þá sund
ur og saman" og „Verjum menn-
ingarbyltingu alþýðunnar og þjón
um þjóðinni".
Annar bandarísku flugmann-
anna kastaði sér niður í fallhlíf,
áður en flugvél hans hrapaði, —
en hinn hrapaði með vél sinni.
„Loftræninginn", sem komst lífs
af var strax umkringdur af vopn
uðum hermönnum og bændum,
sem höfðu vopnazt skóflum. Dauð
hræddur og titrandi eins og strá
í vindi rétti hann upp hendurnar
til merkis um uppgjöf, segir frétta
ritari Nýju Kína, sem telur upp-
gjöf flugmannsins gott dæmi um
pappírstígrisdýrseðli bandarískra
heimsveldissinna.
Verkfal!i»~
Framhald af 3. síðu.
að undanförnu og Hlíf krefst nú
að teknar séu inn í kjarasamn-
inga, hefur Vinnuveitendasam-
band íslands alltaf neitað að gera
að kjarasamningsatriði, þar sem
um tímabundið fyrirbæri sé að
ræða. Úr yfirborgunum hefur
verulega dregið á þessu ári.
Að öðru leyti sjáum vér ekki
ástæðu til að orðlengja um þetta
mál að sinni, hvorki um vörn
Hlífar fyrir hina erlendu verk-
taka né annað, en vér ítrekum
fyrri greinargerð vora, sem stend
ur óhögguð.
Viiuiuveitendasamband íslands".
Loftleiðir
Frh. af 3. síQu.
heiminum að stöðugt reyndist erf
iðara að varðveita alþjóðlegan
frið og öryggi.
Ráðherrarnir voru samm'ála um
að . halda beri áfram baráttunni
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
fyrir iþví að finna varanlega
lausn á deilu ísraelsmanna og Ar
aba. ísraelsmenn eigi að fara
með her sinn burt frá þeim land-
svæðum, sem þeir hertóku í júní
stríðinu og tryggja verði sjálf-
stæði og friðun allra ríkja á þess
um glóð||m. Grundvallarskilyrði
friðar og öryggis í Austurlöndum
nær væri, að flóttamannavanda-
málið yrði leyst, — en það væri
enn erfiðara viðfangs eftir júní-
stríðið.
Ráðherrarnir ræddu tástandið
í Evrópu í dag og þá bar Grikk-
land fljótt á góma. Þegar það
er frá talið voru ráðherrarnir á-
nægðir með þróun mála í Evrópu
að undanförnu, þar hefðu mál
þróazt í þá átt, að spennan hefði
minnkað og samvinna ríkja, sem
hefðu mismunandi stjórnarkerfi
hefði aukizt, þrátt fyrir alvarlega
árekstra og spennu annars stað-
ar í heiminum.
Ráðherrarnir ræddu afvopnun-
armálin og töldu, að nú væru góð
ar likur lá að samningar mættu
takast um bann gegn útbreiðslu
kjarnorkuvopna. Slíkt bann, sem
hlyti almenna viðurkenningu, —
væri stórt skref í átt til þess að
draga úr spennunni í heiminum
og treysta frið og öryggi. Ráð-
herrarnir töldu einnig mjög nauð
synlegt að sem fyrst yrði samið
um bann við tilraunum með kjam
orkuvopn neðanjarðar.
Á fundinum var ástandið í suð
urhluta Afríku einnig tekið til um
ræðu með tilliti til þeirra vanda-
mála, sem vegna þess koma til á
Allsherjarþinginu í haust. í þessu
sambandi var lögð áherzla á gildi
þess að unnið væri að því, að á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
væri leitað þess konar lausna á
vandamálunum, — sem unnt væri
að afla nægilegs fylgis til þess
áð þær næðu fram að ganga.
Viðvíkjandi hugsanlega aðild
Færeyja að Norræna ráðinu varð
það að samkomulagi, að danska
stjórnin skyldi kalla til fulltrúa-
fundar um málið til þess að und-
irbua frekari meðferð þess á
fundi forsætisráðherranna og for-
setanefnd Norræna ráðsins í októ
ber.
Næsti fundur utanríkisráðherra
Norðurlanda verður haldinn í
Osló dagana 25.-26. apríl n. k.
Noregur, Svíþjóð, Danmörk og
ísland koma til með að fylgja
Grikklandsmálinu eftir í Evrópu-
ráðinu, sagði John Lyng, utanrík-
isráðherra Noregs í viðtali við
norsku fréttastofuna NTB í gær,
Utanríkisráðherra Noregs sagði
ennfremur, að utanríkisráðherrar
Norðurlandanna hefðu ákveðið að
standa saman um allar hugsanleg
ar aðgerðir vegna atburðanna í
Kína og fyigjast nákvæmlega og
i sameiningu með framvindu mála
þar.
MUNIÐ
H. A. B.
Keflavík
Keflavík
Börn óskast til að bera blaðið til áskrifenda í
Keflavík.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 1122.
Alþýðublaðið.
Alþýðublaðið
óskar að ráða 2 drengi ti! sendiferða nú þegar.
Skilyrði að þeir hafi reiðhjól til umráða.
Uppl. hjá afgreiðslu blaðsins að Hverfisgötu
8-10.
Kranamaður
Vanur kranamaður ósk'ast til að stjórna braut-
arkrana.
Straumsvík — Sími 52485.
Rýmingarsala
Nokkrar vörutegundir
seldar með
lækkuöu verði
NVAVv WAV.v.
Mmm,
kaui
Miklatorgi — Lækjartorgi 4.
24. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9