Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. S8ptember 19B7 — 48. árg. 172. tbl. — VERÐ 7 KR. Ráðherrafundur um Loft- leiðamálið á mánudaginn Kaupmannahöfn, 13. september (ntb.renter) Á fundi samgöngumálaráðherra Danmerkur, Noregs og' Svi- þjóðar, sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag, kom fram sú ósk ráðherranna að eiga fund með utanrikisráðherra ís- lands n. k. mánudag í Kaupmannahöfn. Á fundinum verða væntanlega rædd skilyrðin fyrir því, að flugfélaginu Lwftleið- ir verði veitt Ieyfi til að fljúga hinum stóru skrúfuþotum sín- um á flugleiðinni Reykjavik-Kaupmannahöfn. Þetta var aðalniðurstaða þessa fundar hinna skandmav- isku samgöngumálaráðherra, en umræðuefni fundarins var einmitt sameiginl. afstaða SAS landanna til óska íslenzku rík isstjórnarinnar um lendingar- leyfi fyrir RR-400 vélar Loft leiða, í Skandinavíu. Alþýðublaðið hafði í gær tal af Niels P. Sigurðssyni, deildarstjóra í utanríkisráðu- neytinu, og gaf hann þær upp- lýsingar, að þegar væri ákveð ið, að utanríkisráðherra færi til fundarins í Kaupmanna- höfn á mánudagin og væntan- lega einnig Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra. Þess má geta, að í gildandi samn- ingi er kveðið svo á, að far. gjöld með DC-6b flugvélum Loftleiða á flugleiðum til Skandinavíu megi vera 13-15% lægri en fargjöld SAS á sömu leiðum. Hins vegar mega Loft leiðir ekki nota hinar stóru skrúfuþotur sínar á þessari flugleið. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Reykjavík í ap- ríl s.I. var Iagt fram tilboð af íslands hálfu, þar sem lagt var til, að fargjaldamismunur á ferðum RR-400 vélum Loftleiða og á ferðum SAS yrði 10-12%. Á fundinum í Kaupmanna- höfn á mánudaginn verður því væntanlega rætt um það, hve margar ferðir Loftleiðir megl fara vikulega með skrúfuþot unum til Norðurlanda, svo og hve mikill fargjaldamismunur verði leyfður á sömu flugleið um. Auka veiðar við Grænland Rússar hyggjast nú auka flsk- veiðar sínar í norð-vestur Allants hafi. Rannsóknir, sem gerðar voru af hálfu Rússa á fiskimiðun um við suðurodda Græulands, á hafinu út af Labradorskaga og á Davíðssundi, hafa leitt í Ijós a® góðir möguleikar eru fyrir Rússa að auka fiskveiðar sínar þar, m. a. vegna þess að á miðum þessum eru margar fisktegundir( sen* mikil eftirspurn er eftir í Rúss landi, en þeir liafa litið getað veitt af. Auk þess er tiltöinlega stutt á miðin fyrir rússnesk flski skip. Rannsóknir þessar hafa verið Framliald á 11, síðu. Góö síldveiði Þar sem malbikunarfram- kvæmdir standa nú yfir á Bæjarlhálsi og Höfðabakka, eru þessar götur lokaðar um óákveðin tíma Á meðan er allri urnferð beint um Rofabæ. Sérstök ástæða er til að minna ökumenn á að gæta fyllstu að gæzlu. Þegar ekið er eftir Rofabæ, þar sem mikill fjöldi gangandi vegfarenda, sérstak- lega skólabarna, fer eftir göt- unni. Af öryggisástæðum hefur lögreglustjórinn í Reykja vík lækkað leyfðan hámarks- hraða á Rofabæ úr 45 km. á klst. í 35 km á klst., meðan malbtkunaframkvæmdir standa yfir á Höfðabakka og Bæjar- hálsi. Gatnamálastjórinn í Reykja- vík. Sfldveiði hefur verið mikil það sem af er þessari vikn, einkum þó á mánudag, en þá tilkynntu 38 skip um afla, samtais 9.145 lestir og er það mesti sólar- hringsafli um langt skeið. Á þriðjudag fengu svo 14 skip sam tals 3.499 lestir. Er afli þessara tveggja daga orðinn meiri en vikuaflinn sl. viku. Mörg síldvei’ðiskipanna eru nú á ieið til lands með afla og bæði síldarflutningaskipin eru á leið í höfn með fullfermi. Eins og fyrr hefur verið getið hefur síldin ver ið að þokast nær landi undan- farna sóiarhringa og hafa því von U Thant á rábsteínu í Kongo Kinshasa' 13. september (ntb-reuter), XJ. THANT, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom síðdegis i dag til Kinshasa til þess að sitja ráðstefnu æðstu manna Afríkjurikja. Þetta er í fyrsta sinni, sem U. Thant kemur til Kongo, og búizt er við, að bann haldi ræðu á Iokuðum fundi á ráðstefnunni, áður en fundi er slitið á morgun. í Einingarsambandi Afríkjuríkja eru 38 þjóðir. 37 sertda fulltrúa sína til þessarar ráðstefnu, þar af eru 18 þjóðhöfðingjar. Það var margt að ræða á fund itm ráðstefnunnar í dag og mörg mikilvæg mál voru á dagskrá. M. a. lá fyrir að ræða vígbúnaðar kapphlaupið í Norður-Afríku og pólitíska gísla í Vestur-Afríku. Það var persónulegur fulltrúi Hass ans konungs, sem gerði grein fyr ir afstöðu Marokko til vígbúnað arkapphlaupsins í Norður-Afríku. Hér er um að ræða vopnasend ingar Sovétmanna til Aisír og vopnasendingar Bandaríkjamanna til Marokko. Balafrej, fulltrúi Hassans, lagði tfl, að ráðstefnan ynni að því, að komið væri á eftirliti með þessu vígbúnaðarkapphlaupi og einhverjar takmarkanir ákveðnai’. Hann minnti á tillögu Hassans konungs þess efnis, að skipa ætti alþjóðlega eftirlitsnefnd, sem fylgdist með því, að hin einstöku lönd kæmu sér ekki upp meiri her en nauðsynlegt væri vegna örj'ggis landsins. Hassan konung ur leggur til, að ef veitt er meira ti'l hermála en þörf er á, skuli fénu varið til þess að hjálpa þeim þjóðum, sem hafa orðið fyrir er- lendrj árás og til þess að styrkja þjóðfrelsishreyfmgar í Afríku. Samband Marokko og Alsír hef ur verið fremur kuldalegt ár- um saman, fvrst og fremst vegna landamæradeilu í Saharaeyðimörk i-nni. Sovétríkin og Bandaríkin hafa látið þessum þjóðum í té vopn. Ríkisstjómirnar í Rabat og Alsír hafa hvað eftir annað sagt, að Vígbúnaðarkapphlaupið yki á spennuna á þessum slóðum. í dag var ennig rætt um hið svonefnda gíslamál í Vestur-Af- riku. Utanríkisráðherra Guineu hefur verið haldið sem gísl á Fíla beinsströndinni síðan í júní í sum ar, en áður höfðu ríkisborgarar Fílabeinsstrandarinnar verið hand Framhald á 11. síðu. ir manna um veiðar út af Aust- urlandi með haustinu giæðst veru lega. í síðustu viku var heldur treg ur afli, bæði sökum þess hve síldin var stygg og stóð djúpt og einnig vegna þess að bræla var á miðunum síðari hluta vikunnar. í vikunni bárust á land 11.515 lestir síldar, þar af var saltað í 248 tunnur og 33 lestir frystar Heildarmagn komið á land nam um síðustu hlegi 177.109 lesfum, en á sama tíma í fyrra var feeild araflinn orðinn 352.954 lesíir. , Páfi veikisr Róm, 13 9. (ntb-reuter) Páll páfi er nú veikur og læknar hans segja, að líkur b endi til þess, að hann verði skorinn upp Páfi þjáist af sjúk dómi í nýrum. og iþvaggöng- um. Læknar hans segja, að líð- an páfa sé nú betri en áður, en allt um það gefi reynzt nauðsynlegt að skera hann upp til þess að Ihann fái bata. Páll páfi verður 70 ára 26. sept. Hann varð veikur fyrir rúrnri viku og síðan iiefur páfi ekki veitt neinum áheyrn né komið opinberlega fram, nema hvað hann stóð í sex minútur við glugga í Vatíkaninu á sunnudaginn og veitti mann- fjöldanum á Péturstorgi bless- un sína

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.