Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 6
Grant tilbað litlu dóttur sína, Jennifer. Nú býr hún með móður sinni og barpnherbereið í stó>,a í>ús. inu í Beverly Hills er autt. HIN MIKLA SORG GARY GRANTS ÞAÐ var 6. janúar í ár. Gary Grant var á' heimili sínu í Bever- ly Hills ásamt konu sinni og 11 mánaða dóttur. Ekkert virtist vera öðru vísi en venjulega, þar til allt í einu að Dyan kona hans stóð upp, fór upp og safnaði saman nokkrum pjönkum sínum, tók síðan dótturina á arminn og sagðist vera farin. — Ég er enn ung; sagði hún. Nú ætla ég að fara mína leið og kem ekki aft- ur. Ég tek Jennifer með mér — hún verður hjá mér. Ég leita til hæstaréttar, ef með þarf — þú skalt ekki taka hana frá mér. Síðan hefur Dyan búið hjá foreldrum sínum með Jennifer, og Grant er aftur einn í stóra, fína húsinu sínu, þar sem barna- herbergið stendur nú autt. Dyan Cannon og Cary Grant giftu sig í Nevada í júlí 1965. Þá var hún 26 ára og hann 61, og þegar svo Dyan sagði honum að hún ætti von. á barni, varð gleði hans takmarkalaus. Margir jafnaldrar Grants voru þegar orðnir afar, en Grant hafði aldr- ei orðið faðir, þrátt fyrir mörg hjónabönd. Jennifer fæddist svo tveimur mánuðum fyrir tímann og þurfti að vera í hitakassa á spítalanum fyrstu tvo mánuðina. Og sagt er, að þá mánuði hafi Grant elzt meira en í nokkurn annan tíma. Og svo þegar barnið kom heim, var Grant alveg húgfanginn af því. Hann mátti ekki heyra í því án þess að hlaupa til og hugga það og hann tók upp á segulband, þegar telpan grét eðá bablaði. Og hann talaði ekki iim annað en telpuna, og hann sneiddi hjá gömlum vinum til að geta verið sem mest heima hjá henni. Það var því mikið áfall fyrír hann, þegar konan hijóp frá hon- um og tók þennan augastein hans með sér. Og hver var svo ástæðan fyrir skilnaðinum? 33 ára aldurs- munur? Það er nokkuð mikið, jafnvel þó að Grant sé myndar- legur. á ★ DAPURLEG ÆSKA. Það hefur einhvern veginn alltaf viljað svo til í lífi Gary Grants, að þær konur, sem hann hefur elskað mest, hafa yfirgef- ið hann skyndilega. Það var fyrst móðir hans, El- sie Kingdom og það var fyrir 54 árum. Þá hét Gary enn þá Archi- bald Leach. Hann var níu ára gamall og gekk í slcóla í fæðing- arborg sinni, Bristol í Englandi. Dag nokkurn kom hann heim úr skólanum og kom að dyrunum heima hjá sér harðlæstum. Hann varð hræddur og barði á dymar og hrópaði og grét. En enginn opnaði. Honum varð kalt, þar sem hann hímdi fyrir utan og varð að bíða til kvölds, er faðir hans kom heim úr vinnunni. Móðir hans hafði hlaupið að heiman. Það var skýrt á þann veg, að hún þjáðlst af þunglyndi vegna þess að eldrí sonur henn- ar dó á meðan hún sjálf svaf og fyrir það ásakaði hún sjálfa sig. Það liðu 20 ár, þar til Archie hitti móður sína aftur. Hún var þá sjúklingur á hæli. Nú er Elsie 90 ára að aldri og býr í Bristol, í húsi, sem sonur hennar hefur gefið henni. Hún notar mest af þeim peningum, sem hann gefur henni mánaðarlega til að kaupa gamla muni og það er sagt að hún sé svo dugleg að „prútta”, að fornsalarnir hafi engin ráð við því. En það er ekki hægt að segja, að Archibald hafi átt gleðiríka bernsku, foreldrunum kom illa saman, heimilið var lítið og fá- tæklegt og alltaf vantaði peninga. Annars fékk hann mjög strangt uppeldi. Faðir hans var „ekta” Englendingur og áleit það mikil- vægast af öllu, að öllum reglum væri fylgt. Archie varð alltaf að sitja þrjáðbeinn í baki og með fætur saman. Hann mátti aldrei tala til neins að fyrra bragði og það eina, sem hann mátti svara var ,,já, þakk fyrir og nei, þakk fyrir.” ★ HRÆDDUR VIÐ KONUR. Foreldrarnir gleymdu heldur aldrei að minna hann á, Iiversu fátæk þau voru. — Mundu að peningar vaxa ekki á trjám, var eftirlætismáltæki móður hans. Á sínupi glæsilega leikferli hefur Grant unnið sér inn millj- ónir dollara, en hann hefur allt- af kunnað með peninga að fara. Hann hefur aldrei fengið lán- aða peninga hjá neinum og hef- ur alltaf haft nákvæmt yfirlit yfir heimilispeningana, sem hann hefur látið konur sínar hafa. Því sama gegnir um mat. Hann skilur aldrei eftir bita á diskinum sínum og hann kærir Hér sézt f jölskyldan, er allt lék í lyndi. S 11 september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.