Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 10
gær -EN ABERDEEN SIGRAÐI AUÐVELDLEGA MEÐ 4:1 í gærkvöidi léku KRingar síðari leik sinn í Evrópubikarkeppninni gegn skozka liðinu frá A'berdeen, en eins og allir vita lauk fyrri ieik Iþessara liða með stórsigri skotanna 10-0. Nú stóðu KR-ing ..ar mun betur í skotunum og tókst meira að segja að skora, Xeikurinn f gærkvöidi fór fram í allgóðu veðri og var sömuleiðis allvel leikinn af báðum aðilum. KR lék varnarleik, sem heppnað- ist mjög vel og stöðvuðu þeir ibverja sókn skotanna af annarri. Skotarnir höfðu yfirburði í sam leik og léku oft mjög skemmti- lega og af miklum hraða, en markskol þeirra voru léleg og má segja að þeir Jiafi verið heppnir með mörkin sín, þó úrslitin séu sannarlega sanngjörn. Skotarnir sóttu fast að marki KR en tókst ekki að skapa sér nein veruleg tækifæri fyrr en á 21. .mín. er Bjarni Felixson bjarg ar nau.mlega á marklínu eftir þunga sókn Aberdeen. Skömmu eftir það ná KR-ingar góðri sókn er Gunnar Felixson og Eileyfur leika saman upp völlinn og komst Eileyfur í gott f aeri en "skot hans hafnar í fangi skozka markvarð- arins. Síðustu 3 mínútur hálfleiks ins vox-u afdrifaríkar fyrir KR, því þá skora Skotamir tvö mörk. Fyrra markið kom eftir að liinn skotfasti Buehan sendi fastan bolta að marki sem Guðmundur í marki KR hélt ekki og hrekkur boltinn til Storrie sem á auðvelt með að skora. Á síðustu mínút- unni á Buchan enn fast skot að marki KR og nú bjargar Guð- mundur í horn og úr horninu er skallað í mark og fannst manni að þessu hefði Guðmundur 'átt að geta bjargað með betri stað- setningu. . . , □ Síðari liálfleikur 2-1. Strax á 7. mínútu skora Skot- arnir þriðja mark sitt og nú verð ur að skrifa það algjörlega á reikning Guðmundar. Auka- spyrna var framkvæmd fyrir ut- an vítateig og skaut Munro fram vörður beint á markið og beint í fang Guðmundar sem einhvern veginn tókst að missa knöttinn í netið. Á 15. mín. kemur svo fjórða markið Munro gefur fall ega fyrir frá hægri og Storrie skallar laglega í hornið niðri. Eftir þetta mark sækja KR-ingar fast og eiga nokkur tækifæri t. d. var Eileyfur kominn í gegn en skot hans var lélegt og auðveld- lega varið af Clark markverði. En á 25. mín. tókst Skotanum ekki að verja skot Eileyfs. Ólaf- ur Lárusson brunar upp miðjuna og á í höggi við markvörðinn sem nær að hreinsa en knötturinn 'hrekkur til Gunnars Fel. sem leikur að endamörkum og gefur fallega yfir til Eileyfs, sem skor ar viðstöðulaust algjörlega óverj- andi fyrir markvörðinn. Laglega gert. Eftir markið jafnaðist leik urinn enn, en hvorugu liðinum tókst að skapa veruleg tækifæri. □ Liðin. 4 Lið KR sýndi góðan samleik og mikinnn baráttuvilja og var sýni lega staðráðið í að fá á sig sem fæst mörk og hefði Guðmundur verið í essinu sínu hefðu mörkin ekki þurft að verða fjögur. Lang bezti maður KR Ellert Sehram en hann vann nærri öll skalla einvígi, sem hann lenti í, auk þess sem hann var rólegur og yf irvegaður þegar hann fékk knött inn og reyndi alltaf að byggja upp sóknarleik. Þá sýndi Ólafur Lárusson góðan leik. Lið Aberdeen er jafnt skipað fljótum og leiknum mönnum. Á- berandi var hversu sókndjarfir bakverðimir voru. . Dómari og línuverðir voru norskir og stóðu. sig ssémilega. | Keflavík-Selfossj leika til úrslita \ \í KVÖLD kl. 8.30 fer frain úrsi i litaleikur íslandsmótsins í á #knattspyynu í 2. flokki. Kefl-r Tvíkingar og Selfyssingar leika.í xBæði liðin eru velleikandi ungi Jum mönnum og má búast vifff ?mjög fjörugum leik. . \ O Fyrri hálfleikur 2-0. Fram - Zagreb i 7. umferð FRAM tekur þátt í Evrópubikar- keppni í handknattleik, en dreg- ið var um það í Osló á sunudag hvaða lið leika saman í fyrstu „u.mferð. Fram leikur við júgó- slafnesku meistarana, sem að öllum líkindum er Zagreb. Dönskumeistararnir H G leika við austur-þýzku -meistarana. „Fyrstu umferð skal lokið fyrir nóvember lok .o.g fyrri leikur Fram verður háður í Reykjavík. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS A® gefnu tilefni og vegna fyrirspurna, er athygli almennings vakin á því, að mat- vöruverzlanir og kjötverzlanir innan samtakanna selja nú eins og hingaö til vörur í heilum kössum viö lægra veröi heldur en þegar keypt er í smærri ein- ingum. Félag matvörukaupmanna Félag kjötverzlana 10 14- september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.