Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.09.1967, Blaðsíða 4
Bltstlói'l: Benedikt Grðndal. Siraar 14900—14903. — AuglýalnBasfml: 14906. — AOsetur: AlljýOuhúslO vlð Hverfisgötu, Rvlk. — PrentsmlOja AlþýOublaOslns. Sfml 14905. — Áskrlftargjald kr. 105.00. — t lausa* »ilu kr. 7.00 elntaklO. — Útgefandl: AlbýOuflokkurtnn. Skólamálin og Tíminn í FORYSTUGREIN Tímans í gær er deilt harðlega á yfirstjórn íslenzkra fræðslumála fyrir það, að nú sé „flotið sofandi að feigðarósi“ í skólamálum þjóðar- innar. Á hinn bóginn ber greinin þess vott, að blaðið hefur ekkert fylgzt með því, hvað hefur verið að ger ast á sviði íslenzkra skólamála. Aðalsönnunin fyrir því, að nú sé „flotið sofandi að feigðarósi", er sú, að „fræðslulöggjöfin" sé nú orð in tuttugu ára gömul. Tíminn minntist ekki á það, að eitt fyrsta verk núverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, eftir að hann tók við menntamála ráðuneytinu, var að skipa stóra nefnd sérfræðinga, embættismanna og alþingismanna til þess að endur- skoða „fræðslulöggjöfina“. Gerðist þetta á dögum „vinstri stjórnarinnar“, og hefði Tíminn þess vegna síður átt að 'vera búinn að gleyma því. Auk þess átti auðvitað fulltrúi Framsóknarflokksins sæti í nefnd inni. Hún skilaði áliti 1958 og taldi ekki rétt eða á- stæðu til þess að gera grundvallarbreytingar á fræðslulöggjöfinni sjálfri. Fulltrúi Framsóknarflokks ins hafði þar ekki sérstöðu. Hann hefur eflaust vitað það, sem Tíminn veit auðsjáanlega ekki, að „fræðslu löggjöfin“ er eins konar rammalöggjöf, sem veitir víðtækar heimildir til margs konar breytinga á fram kvæmd fræðsluskyldunnar, breytinga, sem stöðugt er verið að framkvæma og aldrei hefur kveðið meira að en einmitt á síðustu árum. í kjölfar þessa nefndarálits gerði menntamálaráðu- neytið gangskör að því að lokið yrði samningu náms- dkrár fvri'r allt skyldufræðslustigið. Var sú námsskrá gefin út 1961, og er því aðeins sex ára gömul. Tíminn segir, að „raunar ætti það nú að liggja í aug um uppi, að sífelld endurskoðun fræðslulaga og skóla mála, studd skólarannsóknum, þarf að eiga sér stað“. Skyldi'Tíminn í raun og veru ekki vita, að einmitt þetta hefur verið eert? í menntamálaráðuneytinu hefur verið komið á fót sérstakri deild, sem starfar undir stjc-rn Andra ísakssonar, sálfræðings, einmitt til þess að vinna að sífelldri endurskoðun skólastarfs ins, studdri skólarannsóknum. Fjárveiting til þessarar ar starfsemi nemur á yfirstandandi ári hvorki meira né minna en einni milljón króna. í Auk þessa er þess að geta, að á undanförnum ára tug hefur svo að segja öll löggjöf þjóðarinnar um einstaka skóla eða skólastig verið endurskoðuð eða er í endurskoðun (menntaskólarnir). Tíminn er vissulega óheppinn, þegar hann tekur skólamáb’n sem dæi um ,sofandahátt* núverandi rík isstjómar, því að allir, sem til þekkja, munu játa, að aldrei hafi verið aðhafzt meira í íslenzkum skólamál- úm en á undanförnum árum. || 14. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stórútsala á kvenskóm i í -r* * ■ \ ■ * • ' ] Mikill afsláttur - Mikið úrval Notið fjetta einstæða tækifæri Kjörgarður. Skódeild Lækkun hámarkshraða á Rofabæ Þar sem malbikunarframkvæmdir fara fram á Bæjarhálsi og Höfðabakka, er allri umferð beint um Rofabæ. Af ör- yggisástæðum er á meðan leyfður hámarkshraði í Rofabæ lækkaður úr 45 km á klst. í 35 á’ klst. 14. september 1967. LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Hafnarfjörður Pípulagningamenn ósk- ast í Straumsvík við utan- hússlagnir. Ársvinna. Upplýsrnffar í síma 52485. Auglýsið í Alþýðublaðinu H. G. skrifar: „Ég vil þakka Al- þýðublaðinu hið nýja Sjónvarps- og Útvarps-blað (Dagskrá 3.—10. sept.). Þetta er hentugt blað not- endum þessara fjölmiðlunartækja sömu stofnunar. Er þetta líka myndarleg viðleitni Alþýðublaðsins til þess að vinna fyrir blaðastyrknum, sem ríkis- stjórnin var svo elskuleg að láta dagblöðin fá — í heimildarleysi. þó, enda vandlega um þagað með- an stætt var á því. En nóg um það að sinni. En hvers vegna eruð þið með þessa hljóðvarps-ómynd? Hvers vegna ekki Út- varp — Sjónyarp, sem þið raunar stundum hafið í Alþýðublaðinu? Mörgum virðist þetta allsendis óþörf fordildar-nafngift þeirra, sem settu saman lög um útvarp—sjónvarp. Enginn íslendingur muhdi í vafa um hvað væri átt við með útvarpi annars vegar og sjónvarpi hins vegar. Og það vita allir menn, að sjónvarpið er hljóðvarp engu síður en útvarpið, ef út í þá sálma er farið. Það væri ekki óskemmtilegt, eða hitt þó heldur, að vakna við það á morgnana, að þulurinn í útvarpinu segði: Ríkishljóðvarpið býð- ur yður góðan dag! — Eða útvarpsstjórinn kynnti sig sem hljóðvarpsstjóra. En svo kem ég ^ð mínu raun- verulega erindi í dag: Ríkisútvarpið ætti sjálft að gefa út myndarlegt Sjónvarps- og Útvarps-blað. Blað ykkar er að vísu allgott, að undantekinni hljóðvarpsdellunni, en þessi mikla stofnun hlýtur að geta tekizt þetta verk á hendur. Þetta yrði líklega starf handa einum manni, ef snoturlega væri að unnið, en auðvitað ætti að selja ritið. Það ætti að flytja ítarlega kynningu á dagskrá vikunnar (beggja stofnana), höfundum verka í tali og tónum, greinar um erlent sjónvarp og út- varp og annað til skemmtunar og fróðleiks eftir atvikum". ★ ÞJÓNUSTAN VIÐ LESENDURNA. Við þökkum bréfritara tilskrifið. Okkur hjá Alþýðublaðinu er auðvitað ánægja að heyra að viðleitni okkar um að gera lesendum til hæfis með birtingu vikudagskrár útvarps og sjónvarps í nýju formi hefur borið árangur, til þess var leikurinn einmitt gerður að auka þjón- ustuna við lesendurna. Fleiri hafa tekið í sama streng og bréfritari og þakkað blaðinu þessa ný- breytni. Það vill nefnilega oft brenna við, að fólk fylgist ekki með, hvað á ferðinni er í útvarpinu eða sjónvarpinu hverju sinni og þarf þess vegna að hafa eitthvað við hendina til að glöggva sig á þessu. Við viljum því hvetja þá, sem enn hafa ekki notfært sér þetta, að verða sér úti um blað- ið og halda dagskránni til haga, það ætti að geta komið í veg fyrir, að fólk missti af girnilegu út- varpsefni fyrir vangá eða athugunarleysi. Að öðru leyti vísum við tillögum bréfritara til stjórnar Ríkisútvarpsins. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.