Alþýðublaðið - 07.10.1967, Side 1

Alþýðublaðið - 07.10.1967, Side 1
Laugardagur 7. október 1967 — 48. árg. 224. tbl. — Ver5 7 kr. Forsætisráð- herrafundur hefst í dag Fundnr forsaetisráðherra Norðurlanda og forseta Norður. landaráðs hefst í Reykjavík síðdegis í dag og stendur yfir í dag og á morgun. Forsætisráðherrar Noregs, Danmerkur og Finnlands áttu að koma með þotu Flugfélags íslands í gærkvöldi, en forsætisráðherra Svíþjóðar kemur eftir hádegið í dag. Fundur þessi er haldinn til undirbúnings þingi Norður- landaráðs, sem kemur saman í Osló í febrúar í vetur. Á fundinum verða rædd þau helztu mál, sem þar verða á dagskrá, en einnig mun Loftleiðamálið koma til umræðu á ráðherrafundinum, ef að líkum lætur. Lögtak gert hjá Haf narfjarðarbæ rum við svon ■fe Efnishyggja er höfuðeinkenni íslenzks þjóðfélags. •fe Framhjáhald er ekki mjög aigengt í Reykjavík, en virðist vera tíð- ara hjá verzlunarfólki en öðrum. Flestir Reykvikingar giftast til að eignast heimili. •jý- Reykvíkingar vilja ekki búa of nærri ættingjum sínum. ■fa Reykvískir unglingar byrja að hafa líkamlegt samneyti 15—17 ára gamlir. -fe Peningamál valda flestum óhamingjusömum hjónaböndum í Reykjavík. ^ Yngri kynslóðin virðist ætla að beita börn sín strangara uppeldi en eldri kynslóðin. Talsverður greindarmunur er á flestum reykvískum hjónum. Flestir Reykvíkingar, konur sem karlar, telja að konur hafi of mikil réttindi í skilnaðarmálum. 30—40% reykvlskra eiginkvenna nota ekki getnaðarvarnir. ýV Óhóflegur drykkjuskapur, geðveiki og endurtekið framhjáhald eru taldar einu skilyrðislausu skilnaðarorsakirnar í Reykjavík. Iþróttamenn deila iarstjórnina íþróttabandalag Hafnarfjarðar hélt aukaþing í fyrrakvöld til að fjalla um byggingarmál íþróttahússins, en bæjarráð ákvað í júlímánuði síðastliðn- um að fresta öllum framkvæmdum við verkið á þessu ári vegna fjárskorts. Var bæjarstjóra og bæjarstjórn boðið á fundinn og mættu þar þrír bæjar- fulltrúar auk bæjarstjóra, en á fundinum var samþykkt tillaga, þar sem skorað var á bæjarstjórn að leggja fjárveitingu yfirstandandi árs til bygg- ingarinnar á biðreikning, svo að tryggt yrði að það fé yrði handbært, þeg- ar framkvæmdir eiga að hefjast á ný næsta vor. Það kom fram í ræðu bæjarstjórans, Kristins Ó. Guðmundssonar á fund- inum, að bæjarfógetinn í Hafnarfirði hefði nýlega látið gera lögtak í útsvör- um til bæjarins og renna þau ti! hans jafnóðum og þau koira inn, en ekki í bæjarsjóð. Er lögtak þetta gert samkvæmt kröfu Tryggingarstofnunar ríkis- ins, en skuld hæjarins við það fyrirtæki var fyrir nokkrum vikum Itomin hátt á annan milljónatug og hafði aukizt um tíu milljónir síðan núverandi bæj arst jórnarmeirihluti tók við völdum. Lagðist bæjarstjórinn hart gegn tillögunni um að setja framlagið til íþróttahússins á biðlista og Frh. á 14. síðu. Þetta eru nokkrar af þeim nið- urstöðum sem ungur félagsfræð- ingur hefur komizt að með rann- sóknum og birtir í grein í nýút- komnu tímaríti, sem gefið er út á énsku. Niðurstöðurnar eru þó ekki endanlegar, því að úrvinnslu efrisins er enn ekki að fullu lok ið, en í greininni slær hann þessu meðal annars fram sem tilgátum, er styðjist við frumathuganir á þeim gögnum, sem hann hefur afl- að sér. í tímaritinu 65°, sem nú er að hefja göngu sína, birtist grein eft ir Pétur Guðjónsson, sem stund- ar nám i samfélagsvísindum við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Grein þessi fjallar um nokkur atr- iði í sambýlisvenjum og heimilis- háttum Reykvíkinga, en höfund- »-------------------------------- ur rannsakaði þessi atriði á • síðasfc liðnu sumri. Rannsóknin var fólg- in í því að 150 manns voru val- in sem úrtak og tillit í því sam- bandi tekið til aldurs, kynferðis, hjúskaparstöðu, búsetulengdar í Reykjavík og menntunar. Af þess. um fengust svör frá 132, og byggj- ast niðurstöðumar á þessum svör um. Svörin voru veitt bæði skrif- lega og í viðtölum, og var við- talaaðferðin meira notuð en hin. Svarendur veittu nokkuð mis- jöfn svör, og segir höfundur í greininni að ógiftar konur á fimmfc ugsaldri hefðu sýnt mesta tregðu við að svara, en karlar á þrítugs- aldri verið opinskáastir. Andstætt því sem ætla mætti var spurning um um kynferðislíf viðkomandi svarað mun greiðlegar en spum- ingum um peningamál, og telur j höfundur að þetta kunni að standa i í sambandi við það, að flestir ís- : lendingar svíkja undan skatti, ef ; færi gefst. Höfundur tekur það skýrt fram, að enn sé of snemmt að meta þær niðurstöður, sem rannsóknin Mafi leitt í ljós. Vissar bendingar hafi þó komið fram, en hann leggur á það áherzlu að þær niðurstöður, sem þarna birtast, séu aðeins til- gátur, er kunni að breytast við nánari úrvinnslu efnisins. Sú úr- vinnsla fer fram í haust með að- stoð rafeindaheila, og telur hann að endanlegar niðurstöður athug- unarinnar verði birtar á næsta | ári. Þá kveðst höfundur gera sér vonir um, að geta frarnkvæmt svip aða athugun utan Reykjavíkur, og þar verði niðurstöðurnar vonandi um sumt aðrar. Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.