Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 5
Sumuidags AlþýðublaS — 8. október 1987 5 éutt/UuáiQS KingfOT Kitstjóri: Benedikt Gröndal. — Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00. — í lausa- sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Tillaga dr. Ripley's DR. DILLON RIPLEY, forstjóri Smith- so’nian stofnunarinnar í W'ashington, er staddur hér á landi um þessar mundir í boði íslenzk ameríska félagsins. Hann er mikils metinn náttúrufræðingur, og er því aufúsugestur hér á landi einmitt nú, þegar athygli þjóðarinnar beinist í hraðvaxandi mæli að náttúrurann- sóknum og náttúruvernd. Dr. Ripley lagði á fundi blaðamanna fram þá hugmynd, að hér á landi verði stofnuð alþjóðleg vísindastofnun, þar sem íslenzkir og erlendir vísindamenn gætu unnið við rannsóknir á náttúru landsins. Taldi hann, að ef til vill gæti UNESCO, menningar- og vísindastofn- un Sameinuðu þjóðanna, veitt mikil- væga aðstoð við að hrinda þessu máli fram, og eins mundi Smit’hsonian stofn- unin reiðubúin til aðstoðar. Slíkar stöðvar hafa verið reistar á öðr um stöðum, em dr Ripley telur ærið verkefni vera á íslandi. Náttúra er hér enn að miklu leyti óspillt. Auk þess hef- ur ísland ómótstæðilegt aðdráttarafl fyrir náttúruvísindin, þar sem Surtsey er, eina óspillta landssvæði jarðarinnar, sem hægt er að rannsaka frá upphafi. Alþýðublaðið vill fagna þessari til- lögu dr. Ripley’s. Blaðið hefur áður lagt fram svipaðar tillögur, og það hafa fleiri aðilar gert hér á landi. Alþjóðieg lausn á þessu máli er eðlileg, hún mundi bæði auðga íslenzk náttúruvísindi og erlend. Hér er að vakna nýr áhugi á náttúru landsins. Aldrei hafa fleiri innlendir og erlendir vísindamenn unnið að eins margvíslegum rannsóknum í náttúru landsins og síðastliðið sumar. Aldrei hefur athygli þjóðarinnar beinzt svo mjög að náttúruvernd, enda er hún eitt | þeirra stórmála, sem þjóðin þarf að | sinna á næstu árum. Af þessum sökum er einmitt nú rétti tíminn til stórátaka á þessu sviði. Sú leið, sem dr. Ripley benti á til að koma upp myndarlegri náttúrurannsóknarstöð er bæði æskileg og framkvæmanleg. Við munum eiga marga góða bandamenn, ef við reynum að framkvæma þessa hugmynd. Rannsóknir á náttúru íslands geta í framtíðinni haft raunhæft efnahags- gildi fyrir þjóðina. Þær bæta aðstöðu okkar til að gera okkur grein fyrir, hvaða auðlindir kunna að finnast hér og hvernig bezt er að nýta þær. ÖRFÁ SÓFÁSETT SÓFABORÐ og stakir stólar seljast á framleiðsluverði næstu daga, vegna breytinga á vei-kstæðinu. Opið á verzlunartíma. BÓLSTRUN HARÐAR PÉTURSSONAR Verkstæðið Bautarholti 3. — Sími 13896. Sjötug i dag: : GUÐLAUG NARFADÓTTIR Guðlaug Narfadóttir er fædd í Hafnarfirði 8. október 1897. Foreldrar hennar voru Nan'i Jóhannesson stýrimaður og Sig- ríður Þórðardóttir kona hans. Hún ólst upp á Bala í Hafnar- firði fram yfir fermingu, hið sem öll komust upp nema eitt. Hún var snemma bókhneigð og fjói'ða í röðinni af 8 börnum, námfús, en lífsbarátta alþýðu • fólks var hörð á þeim dögum, og gafst henni enginn kostur skólanáms eftir að barnaskóla lauk, þótt Flensborgarskóli væri starfandi í nágrenni hennar. Guðlaug fór snemma að vinna fyrir sér. Haustið 1919 giftist hún Halldóri Bachmann járnsmið í Reykjavík, tæpra 22 ára. Sam- búð þeirra varð stutt, því að Halldór lézt vorið 1921, ekki þrí- tugur að aldri. Þau eignuðust tvo syni: Ólaf raffræðing í Kali- forníu og Halldór vélsmið á Pat reksfirði. Eftir lát manns síns fluttist Guðlaug til Hafnarfjarðar hafði ofan af fyrir sér með fiskvinnu og hverju öðru sem til féll. Hún var einn af stofnendum verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði 3. des. 1925. Hún hafði vanizt félagslífi í stúk- unni Morgunstjörnunni og gerði sér ljóst, hvílík nauðsyn verka- konum var á félagssamtökum. Hún var ritari í fyi-stu stjórn félagsins, en fluttist þá aftur burt úr Hafnarfirði. Hún giftist öðru sinni 11. des. 1927 Hirti Níelssvni, breiðfirzkum manni. Þau bjuggu fyrst austan fjall, lengst í Dalabæ í Gaulverjabæjar hreppi í Flóa. Var Hjörtur hinn mesti atorkumaður við búskapinn og Guðlaug dugleg húsmóðii’, þótt fróðleikslöngun hennar tog- aði jafnan hugann til bóka, auk þess sem hún sinnti töluvert fé- lagsmálum kvenna í hreppnum. Vann hún sér álit bæði fjær og nær, eins og sjá má á því að hún var skipuð formaður fræðslu nefndaiúnnar í Gaulverjabæjar- hreppi 1946. Ekki gegndi hún því starfi þó nema eitt ár, því að þá fluttust þau Hjörtur til Reykjavíkur og hafa átt þar heima síðan. Af fimm börnum þeirra eru þrjú búsett í Reykja- vík: Magnús og Narfi bílstjorar og Sigurþór rafvirki, Guðjón er verksmiðjustjóri á Álafossi og Ingveldur húsfreyja á Patreks- firði. Hafa þau systkin öll fengið orð fyrir táp og dugnað í störf- um. Þá tvo áratugi, sem liðnir eru síðan Guðlaug Narfadóttir íluttist til Reykjavíkur, hefur hún lagt fram mikið starf í þágu kvenféiaga og bindindissamtaka. Verður ekki gerð grein fyrir því öilu hér. Hún hefur annazt er- indisrekstur fyrir þessi samtök, ferðast í þeirra þágu, haldið fundi og flutt fyrirlestra. Hún var í stjórn Áfengisvarnanefnd- ar kvenna frá 1948 og þar til í fyrra og formaður stjórnarinnar mörg síðustu árin. Hún hefur einnig átt sæti í Áfengisvarna- ráði íslands frá 1954. En þó er ekki minnst vert um það, sem hún hefur gert til að hjálpa ein- staklingum og heimilum, sem illa hafa farið vegna áfengisneyzlu. Munu þau störf hennar vera miklu meiri og mikilvægari en flesta grunar. Guðlaug á létt með að setja skoðanir sínar fram í töluðu máii og kannske ekki síður í rituðxi máli. Hún er einörð í málflutn- ingi, sanngjörn í tillögum og heil í fylgd við góðan málstað. Bind- indisstai-fsemin í landinu á hemxi nxikið að þakka. Á hinn bóginn hafa störf hennar að bindindis- málum og kvenfélagamálum gert líf hennar farsælla og gætt það fyllingu, eins og hugsjónastarf gerir ævinlega öllum þeim, sem eru svo hamingjusamir að geta unnið það og vilja vinna það. En það hefur Guðlaug Nai-fadóttir bæði viljað og getað. Ólafxxr Þ. Kristjánsson. Aðstoðarmaður óskást við rækju- og humarrannsóknir. Stúdentsmenntun eða önnur hliðstæð mennt- un æskileg. Laun skv. launasamningi opin- berra starfsmanna. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.