Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 10
10 Sunmidags AlþýSuMaff — 8. október 1967 fyrirsætur vilja leggja undir sig kvikmyndirnar Johann Shimkus byrjar bráð um að Ieika í þriðju mynd sinni . Hún er eina fyrirsætan sem sýnt hefur góða hæfileika sem kvikmyndaleikkona. (Að of an til hægri.) Twiggy sést hér með unn- j usta sínum og umboðsmanni, ; Justin de Villeneuve, og leik- j aranum Richard Harris í gervi j Artúrs konungs. Twiggy sem I enn er ekki orðin átján ára j gömul hefur hug á að gerast i tízkuteiknari og stofna tízku- j verzlun. Hún hefur sungið inn j úona, og nú vlja hinir háu á plötu sem dægurlagasöng- herrar í Hollywood kynna hana sem „nýja Andrey Hepburn . „t (Til hægri). betur, þótt hún sé engin stór- stjarna. Og Johanna Shimkus var svo heppin að leika í ógætri mynd til að byrja með, „Ævin- týramennirnir” með Alain Delon og Lino Ventura, þar sem hún fékk góða dóma. Johanna er kanadísk og hefur ekki breytt nafni sínu, vegna þess að það þótti nógu framandlegt, eins og það var. Hún fluttist til Parísar og gerðist fyrirsæta hjá franska kvennablaðinu E 11 e , en nú er hún að leika í annarri mynd sinni. Donyale Luna er negrastúlka frá Detroit sem nú er í hópi hinna eftirsóttustu fyrirsætna. Hún er 1,87 m. á hæð og þveng- mjó, fyrsta blökkustúlkan sem tekizt heíur að komast inn í hinn þrönga hring hátízkunnar. Coco Chanel sagði um hana: — „Hún er svo grindhoruð, að það er eins og hún sé að dauða komin af næringarskorti. Augun eru alltof stór og munnurinn alltof áberandi. Hún er alltof sterkur persónuleiki, of svipmikil; hún drepur tízkuna.” En Donyale er ný og fersk og þykir stórkostleg. Hana hefur alltaf langað að ger- ast leikkona, en hinn kunni ijós- myndari Richard Avedon fékk hana til að gerast fyrirsæta. Nú er í ráði að hún leiki í franskri mynd; ef til vill undir stjórn sjálfs Rogers Vadim. Og nú er röðin komin að Twig- gy. Hún vakti mikla hrifningu í Holiywood þegar hún var þar fyrir skömmu, og kvikmynda- framleiðendurnir vilja óðir og uppvægir kynna hana sem hina nýju Audrey Hepburn. Twiggy harðneitar að fallast á það, — finnst það fjarstæða og ofdirfska. Hún er nýbúin að syngja inn á plötur tvö lög sem heita „When I think of you” og „Over and over,” og hún þykir hafa iaglega rödd. Hvort hún verður mikil leikkona er enn óvitað. Það þykir þó fyrirsjáanlegl, að engin Sofia Loren eða Ra- ciuel Welch komi úr hópi þess- ara tágrönnu stúlkna með 70— 80 cm. brjóstmál. 75—55—77 hlýtur að bíða lægra lilut fyrir 100 — 60 — 105. Vöxtur fyrirsætna og vöxtur kvikmyndadísa er æði ólíkur, en ekki loku fyrir það skotið, að einhver af „renglun- um” hafi leikhæfileika sem bæti allt hitt upp. frægasta fyrirsæta heimsins fyrir tíu til fimmtán árum, jafnvel enn vinsælii en Twiggy nú. Hún byrjaði á kvikmyndaleik. og mik- il auglýsingaherferð var hafin en eftir að fyrstu myndirnar komu á markaðinn var aumingja Suzy búin að vera. Hún reyndist ekki nærri eins falleg á ,kvik- mynd og hún hafði virzt í mynda- blöðunum, hreyfingarnar voru stirðar og óeðlilegar, og hún hafði hreint alls enga leikhæfi- leika. Og þegar hún ætlaði aftur að hefja . fyrirsætustarfið kom í Ijós, að hún hafði fitnað, og ein- hvern veginn náði hún sér aldrei á strik aftur. Það var eins og ófarirnar úr kvikmyndaheimin- um loddu við hana. Jean Shrimpton var eítirsótt- asta fyrirsætan þangað til Twig- gy litla kom fram á sjónarsviðið. Jean lék í kvikmynd með brezka leikaranum Terence Stamp sem hún ætlar'nú að fara að giftast, en því miður þykir árangurinn harla lélegur. Myntíin sem heit- ir P r i v i 1 e g e er nýkomin á markaðinn, en gagnrýnendurnir í Englandi eru allt annað en á- nægðir. „Ungfrú Shrimpton seg- ir fram textann eins og hún væri að lesa upp símaskrána und- ir dáleiðsluáhrifum,” segir einn þeirra. Og bætir við: „Leikur hennar er ámóta spennandi og volgur tómatsafi í kokkteilboði.” Og hið virta T i m e s segir: „Þegar hún á að túlka dýpstu þjáningar mannshjartans, mætti ætla af svip hennar, að hún gengi með meltingartruflanir.” Jean tekur þessu með auðmýkt og segist vita, að hún verðskuldi allt saman, en hún mundi halda áfram og reyna að gera betur næst. Það er bara ekki víst að kvikmyndaframleiðendurnir verði eins ákafir. Kvikmyndir kosta peninga, og mistök eru dýr. Elsu Martinelli hefur gengið Jean Shrimpton var eftirsótt asta fyrirsætan þegar Twiggy kom fram á sjónarsviðið en kvikmynd hennar hefur hlotið afar slæma dóma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.