Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags Alþýðublaff — 8. október 1987 7 Leifs - athöfn l kl. 2 í dag fMINNING Leifs Eiríkssonar fer fram við styttu Iians á iSkólavörðuholti kl. 2 í dag. ^Eru nú liðin 35 ár, síðan an var afhjúpuð, en hún hefur æ síðan verið hin mesta borg- arprýði. í dag mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika og Karlakór Reykjavíkur syngja. Þá munu þeir flytja ávörp Geir Hall- grímsson borgarstjóri og Karl Rolvág ambassador. Nokkur togstreita hefur ver ið um Leif hin síðustu ár, og þurfa íslendingar nú að nýna umhyggju sína fyrir hinni fornu hetju með því að menna á Skólavörðuholt, Nýtt tímarit á ensku gefið út í Reykjavík Nýlega hóf nýtt tímarit göngu sína hér í Reykjavík. Nefnist það ,,65°“ og er þar átt við 65. breidd arbauginn, sem liggur um miðbik islands. Hið nýja rit er skráð á ensku og einkum stefnt til útlend inga búsettra á íslandi, íslendinga búsettra erlendis og manna út um , allan heim, sem áhuga hafa á ís- landi og íslenzkum málefnum. Útgefandi og ritstjóri hins nýja tímarits er Amalía Líndal, en aðr ir, sem starfa við það eru: Ásgeir Þ. Ásgeirsson, Erlingur Sigurðs- son og Calum Campbell. Efni ritsins er mjög fjölbreytt, enda er því ætlað, að fjalla um öll hugsanleg islenzk málefni á sem víðustum grundvelli. Tímirit ið mun jafnan standa opið þeim, sem vilja koma fram einhverjúm skoðunum og hugmyndum um ís- land. 65° mun koma út 4 sinnum á ári og er áskriftargjald á ári 250 krónur. Tólf bindi af Kulturhist- orisk Leksikon Út er komið 12. bindi Kultur- historisk leksikon for nordisk middelalder, mikið rit að vöxt- um eins og hin fyrri, og nær til stafanna m-o, uppsláttarorðanna mottaker-orlogsskib. Ritið er sem kunnugt er samið af norrænum fræðimönnum í sameiningu og gefið út af forlögum á öllum lönd unum. Hér á landi er Bókaverzl- un ísafoldar aðili að útgáfunni, en ritnefnd skipa af íslands hálfu Jakob Benediktsson, Kristján Eld járn, Magnús Már Lárusson, Ár- mann Snævarr og Einar Ól. Sveinsson, en þeir Jakob og Magn ús Már eru ritstjórar af íslands hálfu. Af íslenzku efni í þessu bindi má nefna af handahófi greinar um Njáls sögu eftir Bjarna Guðnason, Ólafs sögu Frh. á 14. síðu. Miðstjórn ASÍ segir: UMSAMIÐ KAUP MÁ EKKI SKERÐA Að loknum umræðum í mið- stjórn Alþýðusambands ís- lands hinn 6. þ.m. var eftirfar andi ályktun samþykkt sam- hljóða: ,,Vegna þráláts umtals ráða manna þjóðarinnar um, að al- menningur verði nú að taka á sig auknar. byrðar vegna minnk andi greiðslugetu ríkissjóðs og vanda, er steðji að útfiutnings atvimiuvegum þjóðarinnar, vi.i miðstjórn Alþýðusambandsins lýsa því yfir, að hún telur ekki koma til n:ála, að þessum vanda verði mætt með því að skerða umsamið kaup al- mennra launþega cða kaup- mátt tímakaupsins frá því sem nú er. Slíkum ráðstöfunum mundi verkalýðshreyfingin ekki una, hún stefnir þvert á móti að því, að dagvinnutekj- ur verði hækkaðar, svo að þær standi undir mannsæmandi kjörum. Sökum samdráttar á mörg- unt sviðum atvinnulífsins, hef- ; ur verkafólk víða um land þeg j ar orðið fyrir kjaraskerðingu ■ vegna minnkandi atvinnu, og allt útlit fyrir, að sú þróun haldi áfram, verði ekkert að gert. Fyrir því skorar mið- | stj. Alþýðubandalagsins á rík ? isst,;órn og Alþingi að gera nú þegar ráðstafanir til að tryggja fulla atvinnu hvar- j vetna í landinu“. Sveinn Björnsson opnaði í gær málverkasýningu í Bcgasalnum og sýrir þar 23 olíumálverk, sem öll cru til sölu. Sveinn he.fur lialdið margar sjálfstæðar -ýnir.g'sr hér á landi og sýndi í fyrra í Danmörku og hlaut góða dóma. „Ég læri á að sýna, sagði Svci n,” þá ré ég myndirnar betur. og hlaut góða dóma. „Ég læri á að sýna, sagði Sve' in”, þá sé ég myndirnar betur. Sýning Sveins Björns sonar er opin daglega frá kl. 14—22 og verður op ,n út bessa viku. Mynd. Sveinn Björnsson við eitt verka sinna. GJAFABRÉF PR£ SO NDLAUCARS JÓOI 6K ALATÚNSHEIMH.ISIN* *ETTA 3RÉF ER KVITTUN, EN PÓ MIKIU FREMUR VIÐ'JRKENNING FYRIR STUÐN- ING VíD GOTT MÁLEFKI. urxuvW.' *■ » t.k. UVmUntJ I li K*.___________ AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.