Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.10.1967, Blaðsíða 8
8 - segir Arnbjörn Kristinsson forstjóri Setbergs • AÐ HAUSTAR — og nálgast blessuð jólin. Þá íara að koma út bækur: mánuðina október til desember kemur út um það bil 80% af bókaútgáfu ársins. — Áður en svo langt er komið væri fróð- legt að kynnast viðhorfum ein- hverra þeirra sem höndla á þess- um markaði, en langflestir ísl. bókaútgefendur einskorða útgáfu sína við haustmánuðina sem kunnugt er. Þar á meðal Setberg, sem gefur út um 20 bækur á ári. Arnbjörn Kristinsson eigandi Set- bergs hefur all-langa reynslu af bókaútgáfu og ákveðnar skoðanir á högum og stöðu ísienzkrar bóka- útgáfu í dag; hann var fús til aö segja undan og ofan af þeim í samtali við Alþýðublaðið. ) pplag íslenzkra bóka nú í ár er svo sem 500—800 eintökum minna en var fyrir 10 árum síð- an, og upplögin hafa minnkað ár frá ári, sagði Arnbjörn í upphafi. Það er sania hvers konar bækur eru; þetta á við alla flokka jafnt. Þetta stafar þó ekki af því að fleiri bækur séu gefnar út nú en áður. Bókafjöldinn sem gefinn er út árlega hefur verið hinn sami að kalla í mörg ár, — um það bil 350 bækur ef ýmis konar smárit og ritlingar eru talin frá. En þá eru meðtaldar bæði kennslubæk- ur og barnabækur sem munu vera svo sem 70—80 á ári. Með öðrum orðum: íslenzkur bóka- markaður minnkar jafnt og þétt, þetta er reglubundin þróun sem hver bókaútgef. gerir sér grein fyrir. Ekki nóg með að upplögin minnki ár frá ári. Þetta gerist á sama tíma og fólki stórfjölgar í landinu — þó lesendum bóka virð- ist ekki fjölga að sama skapi. Skýringar á þessu þarf ekki að leita langt. Almenningur býr við langan vinnudag hér á landi, og bóklestur keppir við hvers konar afþreyingu aðra um frístundir manna. Kvikmyndahús og leikhús taka sinn tíma, og öll fjölmiðl- unin. Hér eru gefin út fimm dagblöð eins og í milljónaborg- um erlendis, og af pólitískum á- stæðum er unnt að reka fjögur þeirra með halla sem nemur 1 — 4 milljónum króna árlega; og út- varp og sjónvarp fara sívaxandi. Þetta eru allt risavaxin fyrirtæki á okkar mælikvarða. Og menn lesa ekki bækur meðan þeir eru að pæla i gegnum dagblöðin, hlusta á útvarp, horfa á sjón- varpið. En ég vil taka það fram að mér finnst ríkisútvarpið hafa gert mikið fyrir íslenzkar bækur og bókaútgáfu. Sjónvarpið gæti áreiðanlega gert svipað gagn og mun gera það ef því er ætlað að gegna menningarhlutverki í landinu. En þar eiga bókmenntir enn sem komið er ónumið land. B ókaútgáfa stendur í stað að bókatölunni til. Upplög bóka minnka til muna. Og bóksala gengur upp og ofan. Meðan ein bók rennur út í búðunum lítur enginn við annarri. Arnbjörn Krisfinsson tilfærir eftirfarandi dæmi úr sínu eigin útgáfustarfi; bækurnar sem hér segir frá hafa allar komið út hjá Setbergi á undanförnum fjórum árum: 1) Þrjár íslenzkar ævisögur. I er prentuð í 3000 eintökum, 2560 eintökum dreift til bóksala, og seljast af henni 2109 eintök í fyrstu lotu, þ.e.a.s. jólasölunni árið sem hún kom út. II er einn- ig prentuð í 3000 eintökum, dreift 1872, og seld 1207 eintök í fyrstu lotu. III er prentuð í 2500 eintökum, dreift 1230, seld 595 eintök. 2) Þrjár frumsamdar íslenzk- ar bækur. Bók um sjómennsku og sjómannalíf: prentuð 3100 ein- tök, dreift 2485, seld 2215 ein- tök í fyrstu lotu. Ritgerðasafn: prentuð 1350, dreift 770, seld 430 eintök. Samtalabók: prentuð 2100, dreift 1940, seld 1522 eintök. 3) Þrjár skáldsögur. Frum- samin íslenzk skáldsaga: prentuð 1950, dreift 955, seld 490 eintök í fyrstu lotu. Þýdd alvarleg skáld- saga: prentuð 1900 eintök, dreift 1440, seld 935. Þýddur léttur róm- an: prentuð 2100, dreift 1965, seld 1610 eintök. 4) Sex barna og unglingabæk- ur. Frumsamin íslenzk drengja- bók: prentuð 2000 eintök, dreift 1570, seld í fyrstu lotu 1030 ein- tök. Þýdd drengjabók: prentuð 2200, dreift 1900, seld 1382 ein- tök. Frumsamin stúlknabók: prentuð 2100 eintök, dreift 1770, seld 1254. Þýdd stúlknabók: prentuð 2450, dreift 2300, seld 1720 eintök. Frumsamin smá- barnabók: prentuð 1800, dreift 1150, seld 880 eintök. Þýdd smá- barnabók: prentuð 2500, dreift 1700, seld 1190 eintök. Til hliðsjónar við þessar tölur er fróðlegt að gera sér grein fyr- ir útgáfukostnaði bóka. Hér verð- ur lýst kostnaði. við frumsamda íslenzka bók, sem út kom hjá Setbergi einhverntíma á síðustu fjórum árum. Þess ber að geta að bókin var allvönduð og með tiltölulega miklum myndakosti sem að sjálfsögðu kemur fram í kostnaði og verði bókarinnar, en með fyrirvara fyrir þeim kostn- aðarauka má ætla að svipuð hlut- föll gildi um útgáfukostnað ai- mennt og þessa bók. Ennfremur ber að gæta að því að Setberg rekur eigin prentsmiðju og reiknar því setningu og prentun bókarinnar á kostnaðarverði. Þessi kostnaðarliður mundi hækka um svo sem 40 þúsund krónur væri setning og prentun keypt af öðru fyrirtæki. En útgáfukostnaður þessarar bókar varð sem hér segir: Hand- rit bókarinnar ásamt prófarka- lestri: 128 þúsund krónur. Setn- ing, prentun og pappír í bókina: 113 þúsund krónur. Myndamót, prentun á myndum og mynda- pappír: 50 þúsund krónur. Um- brot og umsjón með útliti bók- arinnar ásamt öllum kostnaði við hlífðarkápu: 46 þúsund krónur. Bókband: 165 þúsund krónur. Auglýsingar og dreifingarkostn- aður: 40 þúsund krónur. Opinber gjöld, skrifstofukostnaður, húsa- leiga, rýrnun o.s.frv. 40 þúsund krónur. Samanlagður útgáfu- kostnaður bókarinnar verður 582 þúsund krónur, en upplag var 3000 eintök; þurfti forlagið því að selja af bókinni 1875 eintök með því verði sem óhætt þótti að ieggja á bókina, 311.25 krónum á eintakið, eða 63% af upplagi bók- arinnar. Áður en kaupandi tekur við bókinni bætast við sölulaun bóksala sem nema þriðjungi af forlagsverðinu; útsöluverð 415 krónur. Og á þá upphæð leggst söluskattur til ríkisins TVi°/o. Þegar forlagið hefur endurheimt sinn kostnað af bókinni er hlutur bóksala af sölu hennar orðinn 194 þúsund krónur, en ríkið hef- ur skattlagt. söluna um 43.650 krónur sem vonandi hafa allar komizt til skila. Og þá eru óseld af' bókinni 1125 eintök og eiga vonandi eftir að gefa þessum þremur aðilum, forleggjaranum, gjaldheimtunni og bóksölum í landinu, eitthvað í aðra hönd. m þessar tölur má að sjálf- sögðu ræða á ýmsa vegu. Arn- björn Kristinsson bendir m. a. á' þetta: — Eins og sölutölurnar bera með sér er sala töluvert greiðari á þýddri skáldsögu en frumsam- inni íslenzkri skáldsögu, þýddum barna og unglingabókum en frum- sömdum, og þýddur skemmtiróm- an selst, að minnsta kosti í fyrstu lotu, i mun stærra upplagi en alvarleg skáldsaga, þýdd eða frumsamín. En innlendu bækurn- ar reynast oft drýgri í sölu þeg- ar frá líður og jafna upp þennan mun á nokkrum árum. Um barna og unglingabækur er þess að geta að þær endast almennt lengur í sölu en bækur handa fullorðnum, 2—3 ár, þar sem sumar bækur handa fullorðnum hreyfast ekki hót eftir að fyrstu sölunni lýkur. En það er glöggt að frumsamdar unglingabækur eiga minnsta kosti fyrst í stað örðugra uppdráttar á markaðnum en sams konar bækur þýddar. Þegar kemur að bókum handa fullorðnum lesendum snýst þetta við — með undantekningu fyrir suma létta rómani og ævin týrasögur, eins og bækur Alistair MacLean sem seljast hér eins og annars staðar í mjög stóru upp- lagi, allt að 6000 eintökum er mér sagt. En að öðru leyti hafa frum- samdar innlendar bækur forgang á markaðnum þó sveiflur séu í sölunni eins og tölurnar hér að ofan bera með sér. Ævisögur eiga tryggan markað — ef þær greina frá manni sem er þjóðkunnur, við- urkenndur á sínu sviði áður en kemur að bókinni. Setberg hefur gefið út margs konar bækur — þó aldrei ljóðabók, ég bíð enn eftir handriti sem mér líki — en á seinni árum hef ég gefið út mik- ið af ævisögum innl. og erl. manna og hef af því góða reynslu. Og Setberg gefur út mikið af barna og unglingabókum, bæði frumsömdum og þýddum. Mér fannst þörf á því að gera þokka- legt átak í barnabókagerð og hef reynt að vanda barnabækur Set- bergs eftir föngum, bæði textann og frágang bókanna. Börn og unglingar eiga sömu kröfu á góð- um bókum og aðrir lesendur. En það er annað hvort að gefa slikar bækur út í töluverðum mæli eða láta það alveg vera. Markaðurinn er viðkvæmur og vandmeðfarinn, og verkið vinnst Iéttara á alla lund með meiri útgáfu en minni. Annars hygg ég með 17 ára reynslu af útgáfustarfi að baki geri ég mér nokkra grein fyrir því hvers konar og hvaða bækur eigi mesta möguleika á markaði hér hjá okkur. Ég held það væri hægt'að gefa út svo sem 5 bæk- ur á ári með alveg tryggum á- góða, — séu þær fleiri verður málið strax flóknara. En hverjar þær eru er annað mál — reynslan er dýrkeypt. Ég hef gefið út 300 bækur — og vitað 400 þúsund króna hagnað af bók, en líka 250 þúsund króna tap. Ég hef selt 235 eintök af bók, sem ég lét prenta í 2000 eintökum. En líka 4300 ein- tök af frumsaminni íslenzkri bók.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.