Alþýðublaðið - 12.10.1967, Qupperneq 2
Næstbezti veiði- |
dagur á sumrinu
Gott veður var á síldarmiðunum
fyrir norðan síðastliðinn sólar-
hring. Veiðisvæðið var á svipuð-
um slóðum og næsta sólarhring
á undan. Veiði síldarfiotans var
mjög góð eða að líkindum næst
bezta veiði sumarsins í einni lotu.
Alls tilkynntu 56 veiðiskip um
afla, sem alls nemur 10.410 lest
nm, Hæstur þeirra báta, sem til-
kynntu um afla, var Huginn II.
með 550 lestir, sömuleiðis til-
Námsstyrkir
Evrópuráðs
Evrópuráðið veitir árlega styrki
til námsdvalar í aðildarríkjum
þess. Einn flokkur þessara styrkja
er veittur fólki, sem vinnur að
félagsmálum og hafa nokkrir ís-
lendingar notið slíkra styrkja á
undanförnum árum. Ætlazt er til
þess að þeir, sem styrks njóta,
afli sér þekkingar, er kæmi þeim
/að notum í félagsmálastörfum
þeirra og er námsdvöl skipulögð
af hlutaðeigandi aðila í væntan-
legu dvalarlandi. Af þeim greinum
félagsmála, sem um er að ræða
má nefna almannatryggingar, vel-
ferðarmál fjölskyldna og barna,
þjálfun fatlaðra, vinnumiðlun,
starfsþjálfun og starfsval, vinnu
lögjöf, vinnueftirlit, öryggi og heil
brigði á vinnustöðum o.fl.
Þeir, sem styrk hljóta fá greidd
an ferðakostnað og 800 - 1000
íranka á mánuði eftir því í hvaða
franska landi dvalið er. Styrk
tímabilið er 1-6 mánuðir.
Frh. a bls. 15.
kynnti Fylkir RE um 400 tonna
afla. Síldarfluntingaskipið Hafþór
háfaði síld úr nótum nokkurra
skipa, þar á meðal úr nótum ár-
urnefndra skipa. Sum skipanna
fengu miklu stærri köst en svo,
að þau gætu flutt alla síldina,
sem þau fengu, til hafnar.
Sem áður segir mun þetta vera
annar bezti sólarhringur, hvað við
kemur síidveiði, á þessu sumri.
Síld barst til allra söltunarstöðva
allt sunnan frá Breiðdalsvík vest
ur til Siglufjarðar í gærdag. Var
saltað á öllum þessum stöðvum í
allan gærdag og var víða búizt
við að haldið yrði áfram að salta
alla nótt, er leið, og svo í dag.
í gærkvöldi, þegar blaðið hafði
samband við Síldarleitina á Rauf
arhöfn, var komin norðaustan
kaldi á miðunum og 5-6 vindstig.
Var ekki búizt við, að skipin, sem
kæmu með afla x gærkvöldi og
nótt, rnyndu fara aftur út á mið
in á meðan veður breyttist ekki.
Enn hefur ekki tekizt að fá
nægilegt vinnuafl á söltunarstöðv
ar og starfa margar þeirra aðeins
með hálfum afköstum af þeim sök
um.
Aðstaða til söltunar er allgóð
á flestum söltunarstöðvum nyrðra
og eystra. Þó eru enn nokki-ar sölt
unarstöðvar, sem ekki eru yfir-
byggðar. Það gefur að skilja, að
söltun hlýtur að vera ex-fiðleik
um háð á þessum árstíma, fari
hún fram undir berum himni. Er
um tvennt að fæða hjá þeim
stöðvum, þar sem enn er saltað
úti, að hætta mótttöku síldar eða
byggja yfir plönin.
Á Austfjörðum var saltað á öll
um stöðum í gær. Veður var þar
afar slæmt, hvassviðri og rigning.
Á Norðurlandi var kaldi og hiti
víðast um 5 gráður.
Ármann Kr. Einarsson og Geir Bjömsson forstjóri a biaðamannafundinum í gær. (Ljósm. Pétur Tomsl,
Hefur ritað barna-
bækur í rétt 30 ár
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri gefur út á morgun Tvö
ævintýri eftir Ármann Kr. Einars
son, fyrstu sögur hans handa börn
um og unglingum, en rétt 30 ár
eru nú liðin síðan fyrsta barna-
saga Ármanns kom út. Síðan hef
ur hann gefið út 35 bækur, þar af
31 lianda bömum og unglingum
og mun nú vera kunnasti barna-
bókahöfundur á íslenzku. Tvö æv
intýri eru gefln út í tilefni af af
mælinu og er ætlunin að þessi
bók verði upphafið að heildar út
gáfu af verkum Ármanns Kr. Ein
arssonar handa bömum og ungl
ingum.
Ármann Kr. Einarsson er fædd
ur 1915, kennari að mennt og hef
ur lengst af starfað við kennslu og
skólastjórn auk ritstarfanna.
Fyrsta bók hans, smásagnasafnið
Vonir kom út 1934, en auk þess
hefur Ármann skrifað þrjár skáld
sögur handa fullorðnum lesend-
um. Fyrstu barnabækur Ármanns
Kr. Einai-ssonar vöru ævintýri, og
eru tvö þeirra nú gefin út að
nýju. Margt býr í fjöllunum og
Höllin bak við hamrana, með
teikningum Tryggva Magnússon-
ar.
Guðmundur G. Hagalín ritar for
mála að bókinni um barna- og
unglingabækur almennt og verk
Ármanns sér í lagi, og gat Ár-
mann Kr. Einarsson þess í viðtali
við fréttamenn í gær, að hann
teldi að formáli þessi kynni að
valda tímamótum í mati manna
á barnabókum sem væri alltof lít
ið sinnt af opinberum aðilum
fréttastofnunum og gangrýnend-
um: hins vegar væri kaupendum
brýn þörf lá leiðsögn við val barna
þóka. Bækur Ármanns Kr. Ein-
arssonar hafa komið út hjá Bóka
forlagi Odds Björnssonar síðan
1952 þegar fyrsta Árna-bókin í
flokki Ármanns um þessa sögu-
Sovézkir rithöfundar varaðir
við njósnurum útlendinga
Moskva (ntb / - r euter).
Bókmentatímaritið sovézka
Literturnaja Gazeta birti grein
í gær þar sem sovézkir mennta-
menn og þá einkum rithöfund-
ar eru varaðir við erlendum
njósnastofnunum,' sem séu á
höttunum eftir þeim og hand-
ritum þeirra.
í greininni segir, að þúsundir
Rússa ferðist ár hvert til út-
landa og sé þar veitt eftirtekt
en stundum séu þeir litnir ó-
vildaraugum. — Til eru menn
sem hata Sovétríkin og vilja
vinna oss tjón, segir í grein-
inni, -menn sem víla ekki fyrir
sér að grípa til sóðalegra ögr-
ana, þvingunar og ofbeldis til
þess að knýja soyézka borgara
til að gerast landráðamenn.
Síðan eru í greininni nefnd
dæmi þess, að leyniþjónustur
annarra ríkja hefðu reynt að
vinna sovézka borgara á' sitt
band, einkum bandaríska leyni
þjónustan CIA.
Þá er í greininni ráðizt á
Frelsissjóðinn í New York
fyrir að gefa út áróðursrit, sem
séu sérstaklega ætluð til dreif
ingar meðal sovézkra ferða-
manna. Ennfremur segir að út
gefendur sovézkra rita veiti
sovézkum rithöfundum og blaða
mönnum sérstaka athygli í
þeim tilgangi að komast yfir
handrit, sem ekki fást útgefin.
í Sovétríkjunum „vegna hug-
myndalegs og listræns van-
þroska”. Þá er í þessu sambandi
einnig ráðizt á brezka forlagið,
Flegon Press, og sagt, að for-
stjóri þeirrar útgáfu hafi iðu-
lega boðið sovézkum höfund-
um háar þóknanir fyrir óbirt
verk.
Sovézkum rithöfundum er
einnig bent á það í greininni
að erlehdir útgefendur, sem
leggi sig eftir að gefa út bækur
fjandsamlegar Sovétríkjunum
breyti texta bókanna iðulega,
bæta framan við ritin andsovézk
um formálum og gefi bókina
út með gauragangi, sem sé mjög
ögrandi gagnvart Sovétríkjun-
um.
— Föðurland vort getur fyrir
gefið mistök, en landráð fyrir
gefur það aldrei, segir blaðið
að lokum í varnaðartón.
hetju kom ut hjá forlaginu. Gat
Ármann þess að hann hefði áður
leitað til þriggja forlaga í Reykja
vík sem öll höfnuðu bókinni, —
og munu sum þeii-ra harma það
síðan eftir að vinsældir þessara
sagna kornu á daginn. En barna
bækur Ármanns Ki\ Einarssonar
koma nú út í 4000 eintökum x
fyrstu útgáfu, sagði Geir Bjöms-
son forstjóri, mjög stóru upplagi
á íslenzkan mælikvarða.
Á morgun, á útgáfudegi Tveggja
ævintýra, verður Ármann Kr.
Einarsson til viðtals í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar, og mun
hann árita bók sína handa þeim
sem kaupa hana þá um daginn.
Þetta er algengur siður erlendis
við útkomu nýrra bóka, en nýj-
ung hér á landi sem forlagið efn
ir til í tilefni þessarar afmælisút
gáfu.
Háskóla-
fyrirlestur
Hingað til lands er væntanleg
ur prófessor Jarl Gallén frá Hels-
ingfors í boðl Háskóla íslands og
mun flytja tvo fyrirlestra á veg-
um guðfræðideildar. Fyrri fyrir-
lesturinn verður fluttur næstkom
andi sunnudag kl. 4 í I. kennslu-
stofu háskólans og fjallar um sálu
sorgarastarf förumunka á Mið-
öldum á Norðurlöndum, einkum
hjá fiskimönnum og sjómönnum.
Seinni fyrirlesturinn verður flutt
ur mánudaginn næstkomandi kl.
6 í sömu kennslu'stofu og fjallar
um sænskt og finnskt í sögu Finn
lands. Eru báðir fyrirlestrarnir
ætlaðir almenningi.
Prófessor Gallén, sem er sagn-
fræðingur, er mjög kunnur fræði
maður, einkum í miðaldarfræðum.
2 12. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID