Alþýðublaðið - 12.10.1967, Page 3
í DAG klukkan 17 stundvíslega
heldur Sigurður Benediktsson
listmunauppboð í Súlnasal
Hótel Sögu. Á uppboðinu verða
boðin upp 54 málverk og
vatnslitamyndir eftir 22 mál-
ara. Á meðal þessara mynda
eru 22 myndir eftir Jóhannes
S. Kjarval, einni þeirra lauk
listamaðurinn aðfaranótt mið
vikudags, heitir sú mynd Úr
Gálgahrauni. Mynd þessi er ol-
íumálverk, málað á léreft, 105x
155 cm að stærð.
Ein mynd á uppboðinu er
eftir Jón Stefánsson, er sú
mynd mjög einkennandi fyrir f
Jón, en hún nefnist Sólskin við (
Sundin. Tvær myndir eru eftir 4
Gunnlaug Blöndal. Heitir önn- f
ur þeirra Venus með greiðu, jj
og sést hún hér að ofan. (i
Tvær af myndum Kjarvals #
á uppboðinu í dag voru í ('
eina tíð í eign Einars skálds J,
Benediktssonar. Sigurður fékk
þær fyrir stuttu síðan <1
úestan fná Kyrrahaísströnd J(
Bandaríkjanna og telur hann (i
mjög óvíst, hvort myndir þess i1
ar hafi nokkurp tíma komið * J
til íslands áður. ,i
■> -4 4i
Attlee
jarðsettur
London (ntb-reuter)
Útför Attlees lávarðar fyrrum
forsætisráðherra Bretlands var
gerð í Lundúnum í írær. Útförín
fór fram í gamalli kirkju skammt
frá heimili Áttlees í miðhluta
Lundúnaborgar og tók aðeins
20 mínútur. Viðstaddir voru um
150 manns, þar á meðal Wilson
forsætisráðherra. Kista Attlees
var síðan flutt til Iíkbrennslu í
úthverfi borgarinnar, en aska
hans verð'ur lögð til hvíldar í
Westminster Abbey.
Harðar deilur í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar
A fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær kom fram, að aðeins hefðu
safnazt 112 þúsund krónur til almenningshlutafélags til útgerða á
skuttogara í bænum, en fjársöfnun í því skyni fór fram í vor að forgöngu
bæjarstjórnar. Þá urðu á fundinum miklar umræður undir dagskrárliðnum
Fjármál bæjarins, en þær umræður snerust þó einkum um önnur efni.
Meðal annars var veitzt að Alþýðublaðinu og það sagt flytja róg um
Hafnarfjarðarbæ, en ástæða þeirrar ásökunar var sú, að blaðið skýrði
lýlega í frétt frá ummælum sem bæjarstjóri kaupstaðarins viðhafði ný-
lega á fundi með íþróttamönnum. Þá veittust bæjarfulltrúar meirihlutans
einnig harkalega að verkalýðshreyfingunni í Hafnarfirði og Hermanni Guð
mundssyni formanni Hlífar persónulega, en hann á ekki sæti i bæjarstjórn
inni og gat því eðlilega ekki varið sig.
Fundur var haldinn í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar síðast lið-
inn þriðjudag og urðu umræður
þar allheitar á' köflum. Fyrst voru
fundargerðir bæjarráðs á dagskrá.
Undir þessum dagskrárlið kom
fram m.a., árangur af störfum
nefndar, sem bæjarstjórn kaus til
þess að undirbúa stofnun almenn-
ingshlutafélags um útgerð skuttog-
ara. Kom í ljós að safnazt höfðu
hlutarfjárloforð að upphæð 112
þúsund króna. Árni Gunnlaugsson
(óh) forseti bæjarstjórnar hafði
framsögu um mál þetta og þótti
árangurinn af starfi nefndarinnar
ekki góður. Kvað hann þrjár meg
inástæður liggja til þessa, álmenn
vantrú á útgerð á íslandi í dag,
skortur á þegnskap hjá Hafnfirð-
ingum og síðast en ekki sízt, hvern
ig minnihluti bæjarstjórnar hefði
hrætt almenning í þessu máli.
í Þá veittist hann að Hermanni
| Guðmundssyni, formanni Verka-
í mannafélagsins Hlífar fyrir að
; Iiafa gert að skilyrði fyrir virkri
samvinnu verkalýðsfélagsins í
; þessu máli, að rekstur bæjarút-
gerðarinnar yrði tryggður. Sagði
Árni þessa afstöðu Hermanns væg
; ast sagt undarlega og lýsa mikilli
| þröngsýni.
Bæjarfulltrúar Aiþýðuflokksins
hörmuðu, að ekki hefði tekizt bet-
ur til með söfnun hlutafjárins og
átöldu harðlega, að bæjarfulltrú-
ar skyldu leyfa sér að ráðast á
menn á bæjarstjórnarfundi, sem
hefðu þar enga möguleika að bera
SAS og Fl ræða um
Grænlandsflugið
I gær stóð fundur fulltrúa Flug
félags ísiands og fulltrúa SAS um
hugsanlegt íslandsflug SAS á næst
unni. Blaðmönnum var í gær boð
ið til fundar með fulltrúum SAS
í fundarhléi, sem varð síðari hluta
dags í gær.
Christian R. Hunderup aðalsölu
stjóri SAS sagði á þessum fundi,
að SAS hefði mikinn áhuga á að
taka upp Íslandsílug með tilliti til
áframhaldandi flugs tú Græn-
lands. Þess skal getið að SAS hef
ur lendingarieyfi á íslandi í sama
lilutfalli og íslenzk flugfélög hafa
á Norðurlöndum að Finnlandi und-
anteknu, sem ekki er aðili að SAS
samsteypunni. Hingað til hefur
SAS ekki haldið uppi neinu reglu-
legu flugi til íslands, en Ijóst er,
að þeir geta hafið íslandsflug,
livenær sem er, enda munu lend
ingarleyfi hérlendis ekki verða
■ SAS neinn Þrándur í Götu.
Hunderup sagði, að tækju SAS
upp íslandsflug, mundu þeir nota
DC 8 vélar, sem væru sambæri-
legar við þotu Flugfélags íslands,
sem notuð væri á flugleið- Kefla-
vík-Kaupmannahöfn. Hann sagði,
að það væri vilji stjórnar SAS,
að kæmi til þessa hugsanlega ís-
landsflugs SAS, yrði það gert í
fullri samvinnu við Flugfélag ís-
lands. Samvinna þessara tveggja
flugfélaga hafi ætíð verið góð og
svo yrði áfram, jafnvel þó að eng
in niðurstaða fengist á þessum
fundi.
Hunderup, sem var aðallega í
fyrirsvari þeirra SAS-manna, sagði
að enn hafi stjórn SAS ekki tekið
neinar fullnaþarákvarðanir um ís-
landsflug, enda væri það erfitt á
Bridgespilarar
Tvímenningskeppni hefst n.k. laugardag 14. október kl. 2 e. h.
(stundvísíega) í Ingólfskaffi, gengið inn frá Ingólfsstræti.
Stjórnandi: Guómundur Kr. Sigurðsson.
ÖLLUM HEIMIL ÞÁTTTAKA.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
þessu stigi málsins. Hins vegar
hefðu SAS menn i hyggju að auka
að töluverðum mun hótelkost á
Grænlandi og hefði flug til íslands
afgerandi áhrif á fólksflutninga
Framhald á bls. 10
Lömb föst
í ræsi
í gær fundust tvö lömb, sem
voru föst í vegaræsi uppi á Öxna
dalsheiöi. Maður, sem var á ferð
í bíl sínum um heiðina, vcitti at-
hygli kindajarmi, en sá þó enga
kindina. Fór maðurinn því að
gæta betur að, sá hann þá, að
glitti í lamshöfuð út úr vegarræs
inu. Ræsið var hálffullt af vatni
og aur, þar eð frárennslishalla
vantaði.
Fleiri bílar komu þarna að. Ein
hver ferðalangur hafði skóflu
meðferðis og var nú grafið frá
Iambinu. Við gröfinn kom í Ijós,
að annað lamb var einnig í ræs-
inu. Bæðí lömbin voru enn lif-
andi, en þau voru hörmuleg út-
lits af langvarandi sulti, enda
virtust þau hafa verið all leigi
föst í ræsinu.
hönd fyrir höfuð sér, eða skýra
sinn málstað. Þá rifjuðu þeir upp
hver voru viðbrögð núverandi bæj
arstjórnarmeirihluta gagnvart bæj
arútgerðinni, er hann tók við
stjórn bæjarins, þ.e. uppsagnir
verkafólks og tilraunir til þess að
selja togarann Maí. Hefði það geng
ið svo langf, að meira að segja
bæjarstjórn hefði leyft sér að
gera gagntilboð til hugsanlegra
kaupenda að Maí, án þess að hafa
til þess nokkur umboð frá bæjar
stjórn. Hins vegar hefði meiri-
hluti bæjarstjórnar heykzt á söl-
unni vegna þess hve vel Maí hefði
aflað á þessu tímabili.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
ins sögðu, að árangur þessarar
hlutafjársöfnunar gæfi góða hug-
mynd um, hvern hug bæjarbúar
bæru til bæjarútgei’ðarinnar og
sögðu það stærsta mál þessarar
bæjarstjórnar. hvort rekstrinum
yrði haldið álram. Þá tók og Stef-
án Jónsson bæjarfulltrúi (s) und-
ir orð Áma Gunnlaugssonar um
Hermann Guðmundsson.
Brynjólfur Þorbjarn'arson, bæj-
arfulltrúi óháðra, sagði að umrædd
hlutafjársöfnun gæfi ekki rétta
mynd af hug bæjarbúa til bjæar-
útgerðar og vitnaði í því sambandi
til þess, sem haft hefði verið eftir
Hermanni Guðmundssyni um þessi
mál.
Þriðji liðurinn á dagskrá bæjar
stjórnar bar heitið „Fjárhagsmál
Hafnarfjarðar”. Var hann kominn
þar að beiðni bæjarstjóra og hafði
hann framsögu um málið.
Framhald á bls. 10.
12. október 1967 - ALÞYÐUBLAÐI9 3