Alþýðublaðið - 12.10.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 12.10.1967, Page 7
( HVERNIG VERDUR BORG FRAMTIÐARINNAR? BYGGINGAMEISTARAR allra alda, og sennilega allra landa, hafa reynt að finna eftir hvaða reglum borgir yrðu til og þró- uðust. Hvernig lítur borg fram- tíðarinnar út? — Vísindamenn samtímans glíma við að finna svar við þeirri spurningu. Fyrir mörgum öldum reyndu beztu hugsuðir mannkynsins að gera sér grein fyrir því hvernig borg myndi líta út í blámóðu hins ókomna tíma. Árið 1516 var „Bókin gullna“ gefin út í London. Höfundur hennar var sir Thomas More. — Hugmynd hans um borg framtíðarinnar var á þessa leið: Eyja úti í reg- inhafi. Á henni 54 borgir, allar stórar og mikilfenglegar. Eyja þessi var tilraun draumóra- mannsins til þess að öðlast á- nægjulegt næði, þar sem menn- ingin forpokaðist samt sem áður ekki. Tomassa Campanella, hinn í- talski draumsjónamaður saut- jándu aldar lýsti annarri gerð borgar í bók sinni „Sólarborg- in“. Draumsjónaborg hans var á lágri hæð er á voru sjö sam- ■miðja hringir húsaraða, hver upp af öðrum. Fjórar götur með gangstéttum lágu alla leið upp á hæðina og tengdu húsahring- ina saman í samstæða fieild. — Campanella skýrði hvern húsa- hring eftir reikistjörnum — að- eins sjö reikistjörnur voru kunn ar þá. Allt eru þetta draumsýnir, hug arfóstur. Hugmyndir samtíma- manna okkar um borg framtíð- arinnar eru nær veruleikanum. Hinn kunni ameríski arkitekt, Frank Lloyd 'Wright, komst að þeirri niðurstöðu að eina ráðið til þess að losna við að borgir yxu í hóflausan óskapnað væri að breyta þeim í þéttbýli rækt- unareininga. Wright var þeirr- ar skoðunar að í slíkum borg- um ætti hver fjölskylda að hafa eina ekru lands til umráða. Hvar áttu svo íþróttavellir, vöru- geymslur og verksmiðjur að vera? Wright dreifði þeim inn á milli ræktaða landsins. — í þessum borgum yrðu engin sam göngutæki . . . nema auðvitað bíllinn! Á þeim tíma var ekki vitað um hve mjög útblástursgas bíl- anna eitrar andrúmsloftið. Og því hugði Wright að lausnin á vandamálum borga væri dreif- ing húsanna. Hinn snjalli franski arkitekt, Le Carbusier, hugði aftur á móti að borgir framtíðarinnar myndu verða tröllslegir klasar skýjakljúfa. í slíkri borg myndi íbúunum verða þjappað saman í miðbænum, en út frá honum kæmu hringir (munið eftir Cam panella) verzlana og fáein land- setur. Á milli þessara hringa af húsum yrðu skógar og akrar. Eins og sést af þessu lagði Car- bu'sier óherzlu á að dreifa byggð inni eins og unnt væri. Margar skipulagstillögur hafa séð dagsins ljós, en engin þeirra héfur leyst meginvanda nútíma- borgar. í fyrsta lagi hefur onað- urinn verið einangraður frá nátt úrunni, og óhjákvæmilegt er að það komi fram á heilbrigði hans. Tllraunir til að gera borgir grænar hafa ekki borið mikinn árangur: tré vaxa ekki eins vel í lofti iðnaðarborgar og í skóg- um. í öðru lagi: hversu líkar eru pkki allar nútímaborgir! — Við höfum ekki ráð á því að hafna hagkvæmni þeirri að nota staðl- aða byggingarhætti. En því mið ur verður þá afleiðingin sú, að borgir verða eins líkar hver ann arri eins og baunir í skál eða tvíburar. — ALÞÝÐIJBLAÐIÐ hefur að undanförnu birt nokkrar grein ar um nýjungar sem álitið er að marki tímamót í framtíð- inni. Eitt er það sem menn eru sífellt að hugsa um: Hvern ig verður borg framtíðarinn- ar? Tii þess að bæta við það sem sagt hefur verið um það efni annað slagið í sumar er hér birt grein úr ' rússnesku blaði um hugmyndir þeirra Þar eystra. Er þess að vænta að hún þyki fróðleg viðbót. En erfiðasta vandamálið er þó samgöngurnar. — Samkvæmt skýrslum hagfræðinga eyðir í- búi stórborgar tólfta hluta ævi sinnar í almenningsfarartækj- um. Og það sem meira er, — því stærri sem borgin er, því meira vandamál er þetta atriði. Vísindamenn heimsins hafa komið með ýmsar tillögur um borgir framtíðarinnar. Sovézki arkitektinn B. Landa hefur kom- ið með athyglisverða og nýstár- lega hugmynd um framtíðarborg kommúnismans. Nútíma borg er margbrotið kerfi samsett úr þúsundum ein- inga. Við skipulagningu slíks ,,kerfis“ verða byggingameistar- ar að grundvalla á einföldustu byrjuninni — „frumu“ þessa hrikalega vaxtar. Hver er nú slík frumueining? Bygging, hús. Á því grundvallast starf skipu- lagsmanna, cg það hefur leitt af sér fyrrnefnt vandamál. Landa ásetti sér áð finna aðra frumeiningu borgar. Hann taldi slíka frumeiningu vera sam- stæðu er hefði að geyma allt sem maður þarfnast. Með því að byggja nýja borg úr slíkum sam stæðum losnar arkitektinn við hin fornu vandamál. Hugsum okkur dal og eftir honum bugðast á. Á öðrum bakk anum skógur svo langt sem aug- að eygir, en á hinum bakkanum borg. Óvenjuleg borg: ein bygg- ing. En þvílík bygging: Skýja- kljúfur! Risi! Hún teygir sig nokkra km og fylgir bugðum ár- innar. Slík bygging myndi renna saman við landslagið og mynda \ samræmda heild úr sköpunar- verkum náttúrunnar og manns- ins. Arkitektinn leysir vandann þannig: öll húsin yrðu byggð eft- ir hugsaðri línu, hvert ofan á öðru og mynduðu þannig gífur- legan garð. Vitanlega dettur engum í hug að hlaða húsum hverju ofan á annað, hugmynd- in er að mynda úr þeim sam- fellda heild. — Hvað hyggst arki' tektinn vinna með þessu? í slíkri borg yrðu engar göt- ur. Réttara væri að segja að- eins ein — eftir endilangri bygg ingunni. Af þeim sökum væri alveg komizt hjá þéttu neti mal- bikaðra gatna, en án slíkra gatna getum við ekki hagsað okkur borg. betta yrði stórfeng- legur sparnaður! Annað, í þessari nýju borg yrðu engir garðar og engu þyrfti að eyða til ræktunar og viðhalds þeirra. Og nú nnint þú vafalaust spyrja: Hvað um atvinnu- og iðnaðárfyrirtæki í slíkri borg? Þau mynduðu sams konar garð, jafnhliða fyrrnefndri byggingu. Og á milli þeirra yrði svo kom- ið fyrir „tilheyrandi“ bbygging- um, sem engin nútímaborg get- ur verið án, vilji hún bera nafn með rentu: visinda- og uppeldis- stofnanir, leikhús, kvikmynda- hús, íþróttastöðvar. Þeim mætti koma fyrir að vild því nóg væri landrýmið. Og hvað væri um vandamál nútímaborgar? Vandam'ál ein- hæfninnar, þar sem byggingar eru eins líkar og tvíburar. Hver ný borg yrði frábrugðin eldri borgum, því íbúðabygginguna (og iðnaðarbygginguna líka) má hvort sem vill byggja lárétt á- fram eða lóðrétt upp, þær gætu myndað hring eða hálfmána. í slíkri borg gætu íbúarnir. verið á tveimur hæðum, og neðri hæð- in verið hjalli eða flöt fyrir efri hæðina, og mætti koma þar fyr- ir blómum eða leikvöllum. Samgönguvandamálið. Engir bílar yrðu í hinni nýju borgar- gerð. Eina samgöngutækið yrði lyfta. Ekki gerðin sem allir hafa vanizt, slík lyfta myndi fremur líkjast neðanjarðarbraut með á- kveðinni stjórn. í anddyri íbúð- ar þinnar gætir þú stutt á hnapp, og eftir fáein augnablik væri lyft an komin að dyrum þínum. Um leið og þú stigir inn í hana mynd ir þú velja númer íbúðar vinar þíns, vinnustaðar eða vörubúð- ar. Arkitektinn telur það myndi vera heppilegast að sííkar lyftur, er gengju ýmist í lóðrétta eða lárétta stefnu, tækju tvo eða þrjá menn. Lóðrétt gætu lyftur þessar farið með 15 km hraða Framhiad é 15. síðu. Flugfreyjur f*: Loftleiðir hf. œlla frá og me% desemher n. h. aö ráfia allmargar nýjar flugfreyjur til starfa. í sambandi vi& vœntanlegar umsóknir skal eftirfarandi tekiö fram; Umso'kjendui' séu ekki yngri en z() ára eiVa \erAi 20 ára fvrir 1. jnnúur n. k. kimsækjendur liafi góða alniemia menntun, gott vakl á ensku og ein- hverju Norðurlandanrálanna —- og lielzt að auki a þýzku oji/ccNa fröusku* Uinsu’k jendur séu 162—172 em á hæð og svari lik- ainsþyngd til liæðar. Umsa-kjendur séu reiðuhúnir að sækja kvöldnám- skeið í nóvemher n. k. (.3—4 vikur) og ganga undir híefnispróf að jn í loknu. Á umsóknareyðulilöðum sé þess greinilega getið, livort viðkomandi sæki unt starfið til lengri eða skemmri tíma, Umsóknareyðuhlöð fást í skrifstofum félagsins Vest- urgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá um- boðsmönnum félagsins úl tun land og skulu uin- sóknir liafa horizt ráðningardeild félagsins, Reykja- víkurflugvelli fyrir 23. oklóbcr n. k. 12. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.