Alþýðublaðið - 12.10.1967, Qupperneq 10
Grænlands flug
Framhald af 3. síðu.
félagsins til Grænlands. Taldi
hann að ferðamannastraumur til
Grænlands mundi aukast að mikl
um mun á næstu árum og kvað
hann SAS mundi stuðla að því að
svo yrði að svo miklu leyti sem í
þeirra, SAS-manna, valdi stæði.
Hunderup kvaðst ekki geta svar
að til um, hve margar flugferðir
SAS vildi hafa hingað til lands í
viku hverri, enda væru viðræður
Við Flugfélag íslands á algjöru
byrjunarstigi.
Eins og áður segir var blaða-
mannafundurinn í gær haldinn í
fundarhléi, sem varð á viðræðum
fulltrúa SAS og FÍ. Fundurinn
átti að halda áfram eftir kvöld-
mat í gærkveldi. Blaðamaður Al-
þýðublaðsins spurði einn af full-
trúum Flugfélags íslands, Birgi
Þorgilsson, hvort hann teldi, að
nokkrar ákvarðanir yrðu teknar
á þessum fundi. Taldi Birgir afar
ósennilegt að svo yrði, enda væri
málið á allan hátt flókið í með-
förum. Hins vegar taldi hann ljóst
að SAS væri það nokkuð kapps-
mál að taka upp fast flug til ís-
íands rrieð tilliti til áframhald-
andi flugs til Grænlands. Lend-
ingaleyfi SAS væru raunverulega
fyrir hendi, en spurningin væri,
á hvern hátt SÁS vildi nota sér
þau og hve oft í viku, svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Komi til að SAS taki að flytja
farþega til og frá íslandi eru flug
félögin orðin fjögur, sem annast
þessa flutninga. Allir þessir aðil-
ar annast auk fólksflutninganna
glla vöruflutnihga í lofti til lands
ins.
Flugfélögin þrjú sem nú annast
flutninga í lofti milli íslands og
Norðurlanda, eru: Flugfélag ís-
lands, Loftleiðir og Pan Americ-
an.
Fulltrúar SAS ætluðu að fljúga
héðan með Boeing þotu Flugfélag
íslands árdegis í dag. Þess skal get
ið, að fulltrúar FÍ á fundinum í
gær voru þeir: Örn Johnson for-
stjóri FÍ, Birgir Þorgilsson, Jóhánn
Gíslason, Einar Helgason og Sig-
urður Matthíasson.
Hafnarfjörður
Framhald 3. síðu.
Kom þá stax í ljós, að það sem
bæjarstjóra lá mest á hjarta voru
frásagnir Alþýðublaðsins og Al-
þýðublaðs Hafnarfjarðar um bæjar
málin í Hafnarfirði, sérstaklega
varðand aðgerðir bæjarfógeta
fyrir hönd Tryggingarstofnunnar
ríkisins. Ságði hann að þessi blöð,
svo og Alþýðuflokkurinn gerðu sér
leik að því að sverta og rógbera
bæjarfélagið. Nefndi hann síðan
ýmsar tölur úr reikningum bæjar-
sjóðs frá fyrri árum, sem áttu að
sýna að og sanna að allt hið illa
í bæjarmálum Hafnarfjarðar
ætti rætur að rekja til þeirra,
sem með völdin hefðu farið, áður
en hann varð bæjarstjóri í Hafnar
firði.
Næst tók til máls Stefán Jóns-
son og hrakti ýmsar staðhæfingar
bæjarstjórnar um lélega stjórn
bæjarins undanfarin ár. Sagði
hann að margt hefði verið vel gert
á þeim árum og framkvæmdir
miklar. Hins vegar tók hann í sama
streng og bæjarstjóri og bar sig
illa undan skrifum í málgögnum
Ii/if tnúuui rSí > iölcí
sJb.s.
Alþýðuflokksins um bæjarmái
Hafnarfjarðar.
Bæjarfulltrúar minnihlutans
bentu á að allar þessar vunræð-
ur bæru glögg merki þess, hvern
ig meirihlutinn fyndi jörðina
brenna undir fótum sér og hversu
mjög þeir væru þegar farnir að
óttast sín eigin verk. Þeir bentu
á að betra tækifæri yrði til að
ræða fjármál bæjarins, þegar reikn
ingar fyrir 1966 yrðu lagðir fyrir
bæjarstjórn, en spurðu siðan bæj
arstjóra, hvernig skuldir bæjar-
sjóðs stæðu í dag. Þá gagnrýndu
þeir bæjarstjóra harðlega fyrir
að skýra frá lögtaksaðgerðum
bæjarfógeta á fundi með félaga-
samtökum úti í bæ, áður en hann
léti svo lítið, að skýra þéssi mál
fyrir bæjarfulltrúum. Þá lýstu
þeir og vanþóknun sinni á persónu
legum' árásum bæjarstjórna í
Morgunblaðinu á einn af starf-
mönnum almannatrygginga, og
kváðu það ekki verða til þess að
auka á reisn bæjarfélagsjns, þeg-
ar bæjarfógeti yrði að birta yfir-
lýsingar í blöðum, vegna rangra
og villandi ummæla bæjarstjóra.
Þá bentu þeir á ýmislegt í réeð-
um þeirra bæjarstjóra og Stefáns
Jónssonar, sem ýmist hefði verið
rangt eða villandi.
Bæjarstjóri tók aftur tH- máls
og upplýsti, að hann hefði ekki
neinar tölur um ástandið í fjár-
hagsmálum Hafnarfjarðar í dag
eða heildaryfirlit um það. Hins
vegar gerði hann ráð fyrir að
skuldir bæjarsjóðs myndu lækka
verulega á þessu ári.
Árni Gunnlaugsson tók tvívegis
til máls undir þessum dagskrár-
lið, og sagði m.a. að bæjarstjóri
hefði þegar gert svo glögglega
grein fyrír fjárhagsástandinu, að
hann gæti ekki betur gert. Skamm
aðist hann svo yfir Alþýðuflokkn
um og málgögnum hans, og sagði
að þau og Alþýðuflokkurinn
myndu ekki geta kúgað bæjar-
stjórn. til hlýðni, og hældi Stef-
áni Jónssyni sérstaklega fyrir
heiðarleika og drengskap. Þá á-
taldi hann harðlega fyrri meiri-
hluta bæjarstjórnar fyrir að hafa
flanað út í framkvæmdir.
Urðu umræður þessar allharð-
ar, og lauk um klukkan 8,30 um
kvöldið.
[?R ÚKENN EDY'7
EKKITRÚLOFUÐ í|
('New York (ntb - reuter)
* Jaqueline Kennedy, ekkjai*
(>Kennedys forseta, vísaði seintl'
(lí fyrrakvöld afdráttarlaust á'|
((bug frétt um að hún væri
(leið að trúlofast Harlech lá-('
(ivarði, fyrrum sendiherra Breta1!
<► í Washington. Útvarpsstöðini
• JCBS flutti fregn um þetta íi
fyrrakvöld, en síðar um kvöldf
()ið sagðist einkaritari forseta-\
(•ekkjunnar hafa flutt umboði
jjhennar til að lýsa því yfir, að#
(ienginn fótur væri fyrir frétt-f
(•inni.
Sinfóníu
tónleikar
Sinfóníuhljómsveitin heldur 2.
hljómleika á starfsárinu í kvöld
og verða þar leikin verk eftir
Karlowicz, Beethoven og Sjosta-
kovitsj Bohdan Wodiczko stjórn-
ar.
Einleikari á þessum tónleikum
verður rúmenski píanóleikarinn
Valentin Gheorghiu, sem fæddur
er í Galatz 1928. Hann hóf tón-
listarnám í Tónlistarháskólanum i
Búkarest aðeins 6 ára að aldri. Á
árunum 1937-39 stundaði hann
tónlistarnám í París. Árið 1943
kom hann fyrst fram opinberlega
og lék þá með Fílharmóníuhljóm-
sveitinni í Búkarest píanókonsert
nr 1 eftir Beethoven.
Hann hefur haldið fjölda tón-
leika heima og erlendis og hefur
leikið á tónlistarhátíðum í Parg,
Dubrovnik, Salzburg og víðar og
hvarvetna hlotið mikið lof fyrir
afburða tækni og listræna innsýn.
Gheorghiu hefur hlotið verð-
laun í alþjóðlegri keppni í píanó
leik í Búkarest og Prag og árið
1958 hlaut hann fyrstu verðlaun
í alþjóðlegri keppni, sem kennd
er við George Enescu.
Ghorghiu hefur samið tónverk
fyrir píanó, 2 sinfóníur, píanókon
sert, fjölda kammertónverka og
sönglög.
George Enescu verðlaunin hefur
hann hlotið fyrir tónsmíðar sínar.
og árið 1963 veitti R.P.R. Aka-
demína honum verðlaun fyrir
píanókonsert, sem hann samdi það
ár.
BÆNDUR
Nú er réttl timinn til .að akrá
vélar og tæki sem á að aeija,
TRAKTORA
MÚGAVÉLAR
SLÁTTUVÉLAR
BLÁSARA
ÁMOKSTURSTÆKI
Við seljum tœkin.
Btla- og
Búvélasalan
v/Mlklatorg, siml tSlS«.
Framhaldsmyndaflokkurinn
„Saltkrákan" hefur um skeið
notið mikilla vinsælda í sjón-
varpinu. Sem kunnugt er, kem
ur þessi myndaflokkur frá Sví-
þjóð og hafa nú verið gerðar
þrjár langar kvikmyndir eftir
þessum myndaflokki í litum og
■breiðtjaldi. — Hafa þær allar
hlotið fádæma góða aðsókn í
heimalandinu.
Fyrsta myndin heitir „Tjorv-
en, BStsman og Moses“ og seg-
ir frá því, þegar sjómaðurinn
Westermann finnur selskóp í
neti sínu, sem hann gefur
Tjorven, en hún skýrir hann
Moses. Náttúrufræðinginn Pet
er Malm langar til að kaupa
selinn, en Tjorven er ekki á
því að, láta hann af hendi . . .
„Tjorven og Skrállan11 er
önnur myndin, en Skrállan
þessi er aðeins 21 mánaða gam-
all drengur og kemur hann
mikið við sögu í þessari kvik-
mynd. M. a. týnist hann í skóg
inum og er þá hafin umfangs-
mikil leit, og skulum við ekki
rekja það nánar, en vonum að
allt endi vel.
„Tjorven og Mysak“ heitir
þriðja kvikmyndin. um börnin
í Saltkrákunni og lenda þau
þar i margvíslegum ævintýr-
um sem og jafnan.
Hvert viljið þér fara?
Nefnið staðinn. Við flytjum
yður, fljótast og þœgilegast.
Hafiö samband
við ferðaskrifstofumar eða
PAItf A-MERCCAtV
Hafnafstræti 19 — simi 10275
SALTKRÁKAN
40 12. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID