Alþýðublaðið - 12.10.1967, Qupperneq 11
(
Tékkar og Danir
leika hér í vetur
A. Þýzkaland - Danmörk 3:2
Evrópubikarleikir í gær
Austur-ÞjóSverjar stöðvuðu sig
urgöngu Dana í knattspyrnu, þeir
sigruðu í landsleiknum í Leipzig
i gærkvöldi með 3 mörkrnn gegn
2. í leikhléi var staðan 2:1 fyrir
Reynsluleikar í
Mexíkó á sunnud
Á sunnudaginn hefjast svo-
kallaðir „Reynslu" - Olympíu-
leikar í Mexíkó, þ.e.a.s. frjáls-
íþróttakeppni þessara leikja.
Keppnisgreinar fyrsta daginn
eru m. a. 10 km. hlaup. Alls
mun frjálsíþróttakeppnin vera
í fimm daga. í athugun var
að Þorsteinn Þorsteinsson tæki
þátt í Reynsluleikjunum, en
fékk ekki frí frá skóla þeim
sem hann stundar nám í Banda
ríkjunum og þess vegna gat
ekkert orðið úr hans þátttöku.
Myndin hér til hliðar er af A1
Oerter, Bandaríkjunum, en
hann sigraði í kringlukasti á
Olympiuleikjunum i Melbour-
ne 1956, í Róm 1960 og Tokyo
1964. Slíkt er algert einsdæmi.
Dani, en A.-Þjóðverjar voru mun
betri í síðari hálfleik og sigruðu
verðskuldað. Mörk Dana gerðu
Erik Dyreborg og Tom Sönde-
gaard. Beztu menn í liði Dan-
merkur voru markvörðurinn Leif
Nielsen, bakvörðurinn Erik
Bjerre og Tom Söndegaard.
Þetta var 75. landsleikur A.-Þjóð
verja í knattspyrnu, þeir hafa
tapað 31 leik, sigrað í 29, en 15
hefur lokið með jafntefli.
Eftir þennan leik eru A.-Þjóð-
verjar komnir í annað sæti í 5.
riðli Evrópumótsins, hafa 5 stig
í 5 leikjum, en Ungverjar sigruðu
í riðlinum, hlutu 9 stig. Hollend-
ingar eru þriðju með 5 stig og
Danir fjórðu með 3 stig. Áhorfend
ur voru 30 þúsund í Leipzig í
gærkvöldi.
í gærkvöldi fóru fram nokkrir
leikir í Evrópubikarkeppninni.
Framhald á bls. 15.
Örslit í litlu Bikarkeppninni
fást á sunnudaginn kemur
3 lið eftir í Bikarkeppni 2. flokks
Þegar litlu Bikarkeppninni í
knattspyrnu lauk í vor, voru Kefl-
víkingar og Akurnesingar jafnir
að stigum með 8 stig hvort lið.
Auk þeirra taka Kópavogsmenn
og Hafnfirðingar þátt í keppninni.
í ágúst s.l. fór fram aukaleikur
milli áðurnefnda aðila í Kefla-
vík og þeim leik lauk með jafn-
tefli 3 mörkum gegn 3.
Á sunnudag leika Keflvíkingar
og Akurnesingar á Akranesi ann-
an aukaleik, sem hefst kl. 3. Verði
jafntefli verður framlengt.
í 2. aldursflokki fer fram bik
arkeppni á vegum KSÍ. Sex lið
taka þátt í þessari keppni, Haukar
og FH úr Hafnarfirði, Breiðablik,
Kópavogi, Keflavík, Selfoss og
Akranes. Akurnesingar sigruðu
FH, en ekki gekk eins vel að fá
úr'slit í leikjum Selfyssinga, sem
sigruðu í þessum flokki á íslands
Framhald á bls. 15.
Mörg verkefni hand-
knattleiksfólks i vefur
Eins og skýrt var frá í blaðinu
á þriðjudag var kjörinn nýr for-
xnaður Handknattleikssambands
íslands, Axel Einarsson, þar sem
Ásbjörn Sigurjónsson baðst und-
an endurkjöri.
Mikið verður að gera á næsta
keppnistímabili handknattleiks-
fólks, við höfum rætt um það áð-
ur í blaðinu, en dagsetningar ým-
issa stórviðburða hafa nú verið
ákveðnar.
Tvö landslið koma hingað í
heimsókn og þau eru ekki af lak-
ari endanum heimsmeistar, Tékk
óslóvakía og silfurliðið, Dan-
mörk. Tékkar leika hér tvo leiki
dagana 1. - 7. desember. Danska
landsliðið leikur hér 6. og 7. apríl
næstkomandi.
íslenzka landsliðið fer tvívegis
utan, fyrst í febrúarlok og leikur
við Rúmeníu dagana 28. og 29.
febrúar og við Vestur-Þjóðverja
1. og 3. marz. Þá fer liðið til
Spánar, en dagsetning er ekki á-
kveðin.
Kvenna landsliðið tekur þátt í
Norðurlandamóti 17. og 19. nóv-
ember og unglingamóti í Dan-
mörku sömu daga.
Mikið hefur verið rætt um
Norðurlandamót karla á þingum
undanfarið, og miklar líkur eru
til þess, að úr framkvæmd verði.
Yrði fyrirkomulag þá þannig, að
keþpnin næði yfir fjögurra ára
tímabil, eins og er milli Norður-
landanna fjögurra, leikið heima
og heiman. Mál þetta mun vera
á lokastigi.
Stjórn H. S. í. hefur skipt þannig
með sér verkum.
Axel Einarsson, formaður
Rúnar Bjarnason, varaformaður
Valgeir Ársælsson, gjaldkeri
Axel Sigurðsson, bréfritari og
blaðafulltrúi
Einar Th. Mathiesen, fundarritari
Jón Ásgeirsson, meðstjórnandi
Sveinn Ragnarsson, meðstjórn-
andi
Stjórnin hefur skipað eftirtaldar
nefndir:
Landsliðsnefnd kvenna:
Þórarinn Eyþórsson
Jón Ásgeirsson
Axel Sigurðsson
Sigurður Bjarnason
Birgir Björnsson
Landsliðínefnd stúlkna:
Þórarinn Eyþórsson
Viðar Símonarson
Landsliðsnefnd karla:
Hannes Þ. Sigurðsson
Jón Kristjánsson
Hjörleifur Þórðarson
Þjálfari: Birgir Björnsson
Landliðsnefnd pilta
Jón Kristjánsson
Hjörleifur Þórðarson
Karl Jóhannesson
Dómaranefnd:
Hannes Þ. Sigurðsson
Karl Jóhannsson
Valur Benediktsson
Að loknum landsleik í handknattleik sl. vetur. Til vinstri er Gunn
laugur Hjálmarsson, fyrirliði landsliðsins. Vonandi verður hann jafn
ánægður á svipinn eftir landsleikina í vetur.
12. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ \\