Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1967, Blaðsíða 2
B fl Höskur af sykurlausu B Valash innihalcla jafn» 91 1 margar hitaeiningar og 1 venjuleg gosflaska! mmmmmi iiiiiiiAiiIiUi iiiiiiiiiiiiliiii TREYSTU MÉR ■ ■ ERETE leit á átta ára gamian son sinn, Peler, sem sat og horfði út um klefagluggann. — Heldurðu, að okkur líði ekki vel í sumarleyfinu? spurði hún. - Hann kinkaði kolli án þess að svara og hún andvarpaði lágt. Ef til vill yrði þetta gott sumar- leyfi, ef til vill ekki. — Við förum bráðum út, sagði hún. — Sjáðu, þarna er vatnið! Hann kinkaði aftur kolli og hún sagði ekki fleira. Það var eiginlega ekkert meira að segja, þegar hann lét svona. Hún leit úf á hafið, sem líktist glitrandi silfri í fjarlægð. Það yrði gott að sleppa út úr heitri lestinni og finna ferskt loftið leika um and- lit sitt. Peter hefði líka gott af sjávarloftinu, ef til vill næði hún takmarki sínu þar — ef til vill yrðu þau aftur vinir og hann yrði sá sami og hann hafði ver- ið áður en hún tók þá ákvörðun að binda endi á hjónaband sitt. Skyndilega fannst henni, að hún yrði að gera enn eina tilraun til að komast að honum. — Peter, sagði hún með hug- rekki þess, sem örvæntir. — Peter, heldurðu ,að þú get- ir ekki skoðað þetta skynsam- lega? Veiztu, að við höfum aldrei komizt í sumarleyfi fyrr, það gátum við ekki meðan pabbi bjó hjá okkur. Hann var svo eyðslu samur. Hann snéri sér frá gluggan- um og hún skelfdist augnaráð hans. — Mér er sama um sumar- leyfið, sagði hann. — Ég vil lieldur hafa pabba. Merete beit á vörina. — Þú veizt, að við gátum það ekki Pabbi málaði og má'laði og seldi aldrei neitt, sagði hún. Og þess ir vinir hans eyddu peningun um okkar. Við verðum að lifa Peter. — Pabbi var listamaður, sagði drengurinn. Það var greinilegt að honum fannst þetta nægi- leg útskýring á lífi þeirra. — Jafnvel listamaður verður að hugsa um fjölskyldu sína, hélt hún áfram. Það er enginn, sem getur lifað frá degi til dags. Ásakandi augu drengsins urðu reiðileg, en hann sagði ekkl meira eins og hann hefði skilið, hve vonlaust það var að ræða þetta við hana. Merete leit út um gluggann. Hvernig átti barn að skilja það, sem gat gerzt milli fólks, sem elskaði hvort annað? Hvernig gat liann skilið biturleikann, sem óx dag eftir dag? Biturleika, sem nærðist á ótta um framtíðina og afkomu þeirra? Hún brann af löngun eftir að segja syni sínum frá skorti föður hans á ábyrgð- artilfinningu, frá öllum kvöld- unum, sem hann hafði setið á veitingahúsum með vinum sínum, niðursokkinn í listamanna- drauma, — drauma, sem aldrei gátu rætzt. En hún vildi ekki gera það. Drengurinn mátti eiga blekkinguna, en kannske. gætl hann seinna skilið, hvers vegna hún varð að skilja við föður hans. Ef til vill fengi sumarleyfið, þar sem þau væru tvö ein, hann til að skilja. . . . Húsið, sem hún hafði tekið á leigu var við ströndina. Það var ekki stórt, sumarbústaður eins og þúsund annarra á svipuðum stöðum. Þar voru aðeins tvö her- bergi, en jafnvel þó að leigan væri ekki há, hafði greiðslan fyrir fjórtán daga dvöl gengið nærri bankabók Merete. Samt fannst henni, að hún vildi heldur svelta, en komast ekki í sumarleyfi. Veðrið var dá- samlegt frá morgni til kvölds og hún fann blátt áfram, hvernig kraftar hennar og lífsþróttur juk- ust daglega. Peter virtist líka hafa gott af að vera þarna jafnvel þó að hann virtist ekki breyta viðhorfi sínu til hennar. Ilann var enn þögull og inniiokaður og var mestan tímann með bók úti á svölunum eða á ströndinni — eins og nú, þar sem hún stóð við gluggann og horfði á bak hans. Framhald á 6. síðu. •••••••••• i San: Sana h.f. á Ákureyri hefur nú hafið framleiðslu á gosdrykknum: „SUKKERFRI VALASH“ frá Valash Fabriken A.S. í Danmörku. Sykurlaus gosdrykkur er þvi loks kominn á markaðinn hérlendis. SYKURLAUST VALASH er svalandi og bragðgóður appelsindrykkur. SYKURLAUST VALASH hefur auk þess þann kost að í innihaldi hverrar flösku eru einungis 2 hitaeiningar. í hverri venjulegri gosdrykkjaflösku eru hins vegar um 100 hitaeiningar. Venjulegur gosdrykkur fitar því um 50 sinnum meira en SYKURLAUST VALASH! Sykurmagnið í venjulegum gosdrykkjum er lika mikill skaðvaldur á tennur. Sá skaðvaldur er auðvitað ekki i SYKURLAUSU VALASH. Þess vegna: Slökkvið þorstann — njótið bragðsins — drekkið SYKURLAUST VALASH og hafið ekki áhyggjur af fitu og tannskemmdum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.