Alþýðublaðið - 05.11.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Qupperneq 10
10 Sunnudags AiþýSublað — 5. nóvember 1967 Köfum opnað Höfum opnað LAUGAVEGUR 96 - Höfum opnað Höfum opnað Höfum opnað nýja skó- verzlun í nýjum og glæsilegum húsakynnum SKÖVERZLUN /bufoiíxs&tevt Mikið og fallegt úrval af: KVENSKQM, KARLMANNA- SKÓM OG BARNASKÓM ☆ GJÖRIÐ SVO VEL OG LlTIÐ INN * Eftirmáli Framhald úr opnu. framdráttar er áreiðanlega at- hugunarverð. Nútíma-íjölmiðlun, útvarp og sjónvarp ásamt dagblöð- imí gætu áreiðanlega unnið bók- menntum þarflegra kynningar- starf en þau gera nú; útvarpið stuðlar beinlínis að vítahring jólásölunnar með bókakynningu sinni á' sunnudögum á haustin þar sem lesið er í belg og biðu úr nýjum bókum, — en aðra árstíma er nýrra bókmennta varla getið nema í fréttum. Sjónvarpið er ó- reyndur miðill á þessu sviði eins og öðrum. Og dagblöðin eru einn- ig innan hringsins að langmestu leyti, fjalla ekki að marki um bókmenntir nema að haustinu meðan nýjar bækur eru að koma út. Fjölbreyttari útgáfuhættir munu að vísu ekki komast á fyrir framtak neins einstaks aðila held- ur einungis með samstarfi þeirra allra í senn, bókagerðarmanna, útgefenda og bóksala og annarra sem _ við bækur fást, en þangað til mun bókamarkaður víslega verða þröngur á íslandi og ó- tryggur hagur þeirra sem við bók- menntir fá'st á einn hátt eða ann- an. Og til að vítaliringurinn rofni endanlega þarf enn meira að koma til: gagnger hugarfarsbreyting gagnvart bókmenntum sem mundi fela það í sér að menn hættu að líta á bækur sem munað, tækju þeim í staðinn sem daglegri, sjálf- sagðri neyzluvöru. — Ó. J. . (Viðtal við Arnbjörn Kristins- son birtist 8/10, Ragnar Jónsson 15/10, Gils Guðmundsson 22/10 og Baldvin Tryggvason 29/10). Ofsóknir Framhald af 7. síðu. var vitanlega fullkomlega á- stæðulaust. En til að bæta nokk- uð fyrir þetta frumhlaup, var Fjáreigendafélaginu boðið upp á það, að þeir skyldu flytja bæki- stöð sína nokkuð austur fyrir Elliðaár og setja sig niður á svo- nefndri Hólmsheiði. Þetta kost- aði að vísu gríðarlega fyrirhöfn og hafði mikinn kostnað í för með sér. En við því var ekkert að gera. Félagið ætlaði að hlýða þessari skipan yfirvaldanna. En er til kom, var félaginu bannað þetta líka. Var talin ástæðan sú, fyrir vatnsból höfuðborgarinnar. að hætta gæti af þessu stafað Vitanlega er það alveg órann- sakað má'l, hvort þetta hefur við nokkur rök að styðjast. En það sem yfirvöldunum bar að gjöra, þegar svo var komið, — liggur auðvitað í augum uppi: Það átti að sjálfsögðu að vísa fé- laginu á annan hentugan stað fyrir bækistöð sína. En ekki er kunnugt, að það hafi verið gjört. Hvað á þá Fjáreigendafélagið að gera? — Fjáreigandi. markaðar svipmyndir úr eigin sáiariífi eins og það horfir við í spegil nátúru og árstíða, og þó að höfundinum liggi þar sjaldn- ast hátt rómur, má fullyrða, að þeir, sem á annað borð leggja eyrun að rödd þessara Ijóða, muni oftar en einu sinni leita á vit þeirra. f Ný Ijóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson KOMIN er út ný ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson, hin sjötta í röðinni og nefnist hún NÝ LAUF, NÝTT MYRKUR. Hefur hún að geyma 36 Ijóð og er gefin út af Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar I samvinnu við Almenna bókafélagið, en svo hefur einnig verið um tvö síðustu kvæðasöfn höfundarins. Jóhann Hjálmarsson er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann hneigðist ungur að skáld- skap og fyrstu ljóðabók sína, Aungul í tímann, sendi hann frá sér aðeins 17 ára gamall. Næstu bók sína, Undarlega fiska, gaf hann út tveimur árum seinna, og vöktu bæði þessi ljóðasöfn athygli meðal bókmenntamanna. Þótti þá strax sýnt, að þar væri á uppsigl- ingu markverður höfundur, sem líklegur væri til að fara sinna eigin gerða og hafa ljóð hans, einkum í hinum síðustu bókum hans, staðið tvímælalaust við þau fyrirheit. Nýtt lauf, nýtt myrkur, leiðir þó kannski allra skýrast í ljós þá eðliskosti, sem einkennt hafa ljóð hins unga höfundar í æ ríkara mæli, en það er skáldlegt innsæi, listræn hófstilling og vandvirkni. Hann er hvorki baráttuskáld í venjulegri merkingu né uppnæm- ur að hætti hinna reiðu ungu skálda, en hann er því næmari á þau viðfangsefni, sem vita að innstu hræringum mannshugans. Þannig eru mörg kvæðanna af- Nýtt lauf, nýtt myrkur er 60 bls. að stærð og vandlega úr garði gerð. Prentsmiðja Hafnarfjarðar hefur annazt prentun og bókband, en kápuna gerði Eyborg Guð- mundsdóttir listmálari. ENGIN SÍLD Eigi var veiðiveður á síldarmið- unum fyrri sólarhring og voru flest síldveiðiskipin í landvari. Einungis tvö skip tilkynntu um afla, samtals 40 lestir: Siglfirðingur SI. 20 lestir og Ás- geir RE. 20 lestir. AUGLÝSIÐ ~ í Alþýðublaðinu VETURINN ER GENGINN Í GARÐ og nú er kominn tími til að hugsa um vetrarkápuna — og þá er um að gera að vanda valið. — En í Guðrúnarbúð á Klapparstígnum fáið þér áreiðanlega eitthvað við yðar hæfi, enda koma vikulega sendingar frá beztu tízkuhúsum í Bretlandi, Hollandi og Sviss. — Ullarkápur, kuldafóðraðar terylenekápur og vetrardragtir. NÝJUNG: Fyrir ungu kynslóðina ullarítápur ófaldaðar að neðan og geta ungu stúlkurnar sjálfar ráðið síddinni. Breytingar gerðar á staðnum af æfðum saumakonum yður að kostnaðarlausu. Vönduð vara er ávallt ódýrust

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.