Alþýðublaðið - 05.11.1967, Side 16

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Side 16
<$u*msa£cu}s A5 borga mönnum fyrir a5 skrifa ekki SNEMMA í vikunni var látið á ■þrykk út gánga að þeir þarna úti í Osld mundu ekki sjá sér fært að veita nein friðarverðlaun — og undruðust fáir, eins og nú lítur út í heiminum, því að erf- iðlega hefði gengið að finna nokkurn verðugan. En við nána athugun sést að þetta er mis- skilningur. — Það hefði átt að skipta friðarverðlaununum milli fjögurra manna sem allir hafa gert mikið fyrir friðinn á árinu, ekki kannske með því sem þeir hafa gert.heldur fremur með því sem þeir létu ógert. Þessir menn eru auðvitað þeir Johnson og Ho Shi Minh, Nasser og Esk- hol. Þetta er alls ekki sagt þess- um lieiðursmönnum til háðung- ar, baksíðan segir aldrei neitt neinum til háðungar, sízt af öllu heimsfrægum snillingum, sem þar að auki gætu gert manni einhverja bölvun. En þessir menn gerðu það fyrir friðinn á árinu að þeim tókst ekki, þrátt f.vrir allt, að hleypa af stað heims- stvrjöid. Og það er sannarlega þakkarvert. Einkum ættu þeir menn að þakka sem sennilega ekki b'etur en ríkiskass- ætti áð fara að innheimta skattá með bilhappdrætti, og auðvttað ætti viriningurinn að vera skattfi-jáls. væru dauðir nú, ef allt hefði farið í bál og brand, og þeir væru ekki fáir. Af þessu sést að það er í raun- inni ekkert síður eðlilegt að meta við menn það sem þeir gera ekki, heldur en að vera endilega að burðast við að elta uppi eitthvað stórmer.kilegt sem þeir hafa gert. Þess vegna væri ekki svo vitlaust að breyta við og við út af venju með bókmenntaverð- laun Nobels líka. Því ekki við og við að veita þau mönnum sem hafa gert það fyrir heimsbók- menntirnar að semja ekki ein- hvern leirburð og láta á þrykk út ganga. Mér er mjög til efs að það liefði neitt lakari áhrif á liinar fögru bókmenntir í heim- inum heldur en að eltast við af- reksmennina á hinu sviðinu. Ef við t. d. lítum yfir bókaflóð seinni parts árs á íslandi, ein- mitt það flóð sem nú er að steyp- ast yfir mann eins og holskefla, þá lilýtur að vakna sú spurn- ing hvort heimsmenningunni væri ekki greiði gerður, ef sumu þessu fólki væri borguð ritlaun og rithöfundarlaun fyrir að skrifa ekki bækur. Það er hvort sem er viðurkennt að oft er ekki minni snilld í því fólgin að geta haldið sér saman en að tala, þegar þannig stendur á. í þessari viku gerðist það hér heima, að menn mótmæltu unn- vörpum efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar, og var meiningin sú, að öllum finnst allt í lagi að leggja á menn þungar byrðar, „bara ef ég sjálfur fer sæmilega út úr því.” Á meðan fóru fram viðræður við ríkisstjórnina og gekk ekkert né rak, enda er fjar stæða að fara sér óðslega við svona nokkuð, betra að vanda sig, eins og maðurinn sem braut vandlega saman vettlingana sína, áður en hann fór út í á til að bjarga konunni sinni sem var að drukkna. Hefur komið til mála að stofna til þjóðstjórnar með öllum flokkum, en slíkar ráðstafanir eru aðeins gei'ðar þegar stjórnmálamenn yfirleitt eru orðnir uggandi um sinn hag og telja sig vera búnir að fá alla á móti sér. En á meðan öll þessi mótmæli fóru fram ásamt viðræð- um mikilla manna, kom í Ijós að þorskstofninn þolir ekki meira veiðiálag, síld veiðist varla upp í samninga, vont er að selja vör- ur þær sem landsmenn eiga, og hætta er á enn meiri samdrætti í iðnaðinum, eftir því sem press- an segir. Þetta eru að vísu dálít- ið slæmar fréttir, en það er samt ástæðulaust að vera svartsýnn, því að sjónvarpið er komið til 140 þúsund manna á landinu, og þar með má segja að 70% þjóð- arinnar geti horft á Dýrlinginn á föstudögum, og til hvers betra er þá hægt að ætlast? — mér er spurn. ^ Alltaf fleira sem dregur frá, síminnkandi hrifning SLÆMIÁRFERÐI Slæmt er árfcrðið, ógnarlegt kal í túnum og illærisnefndin til fundar við Ingólf riðin, í dauðans skelfingu dettur nytin úr kúnum, og dagur Belgíusiglinga á enda liðinn. Síldin er þrjózk og þorskurinn hleypir brúnum og þykist upp úr því vaxinn að ganga á miðin. I Smjörfjallsbrekkunni mæti ég morgunfrúnum með makarínið, þenkjandi um nýja siðinn. Á Alþingi sveitist sextíu manna flokkur og sér ekki fram úr áð berjast fyrir okkur. Orðabók háðskólans ÞJÚÐSTJÓRN: Þegar allir stjórnmálaflokkarnir eru saman á mótl þjóðinni. MENNTUN: Það sem er eftir í huga þér þegar þú er búinn aff gleyma öllu sem þú hefur lært. HUGREKKl: Að þora að vera hræddur. Sá spaki segir... Konur segjast helzt vilja hinn sterka þögla karlmann. Ég skil það vel. Hann grípur sjaldnast fram í fyrir þeim.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.