Alþýðublaðið - 09.11.1967, Blaðsíða 11
l=R»tsÝiór» Örn Eidsson
Júgóslafar / hópi
þeirra beztu
Tekst Fram að sigra Partizan?
Ungt félag með
glæsilegan feril
Á laugardag eru væntanlegir
liingað til Reykjavíkur, Partizan,
júgóslafnesku meistararnir í hand
knattleik, ásamt 70 áhorfendum
liðsins. Liðið leikur fyrri leikinn
við Fram í Evrópubikarkeppninni
, en hann hefst á sunnudag kl. 4 í
íþróttahöllinni í Laugardal.
Partizan Bjelover er ungt fé-
iag, en með glæsilegan feril að
baki. Félagið var stofnað 1957 og
. er því 10 ára á þessu ári. Frami
félagsins í júgóslavneskum hand-
knattleik varð skjótur, því að 19
58 komst félagið í 1. deild og varð
Júgóslavíumeistari sama ár. Fél-
agið vann meistaratililinn aftur
1961 og 1967. Árið 1960 varð Par
tizan bikarmeistari Júgóslavíu og
hefur síðan komiz tvisvar sinnum
í úrslit í bikarkeppninni.
Einn glæsilegasti kaflinn í sögu
Partizan Bjelovar á árununj 1961
og ‘62 en þá komst liðið í úrslit
i Evrópubikarkeppninni. Éii í úr
siitaleiknum tapaði Partan naum
lega fyrir v-þýzku meisturunum
Frischauf Göppingen, eða 11:13.
Eins og af þessu má sjá er fer
ill Partizan í 10 ár litríkur og glæsi
legur. Og núna á þessu ári, þegar
liðið tekur þátt í Evrópubikar-
keppni í annað sinn, hefur það
sett sér hátt marlc. Liðið er skip-
að upgum leikmönnum, kja.rnann
úr júgóslavneska landsliðinu, og
efiaust gera Júgóslavar sér rniklar
vonir í Evrópubikarkeppninni.
Spurningin er, tekst Fram að gera
þessar vonir að engu? /
Að lokum nokkur orð um heima
bæ Partizan. Félagið es, frá Bjel-
voar, sem er iítill bær á júgóslav
neskan mælikvarða, en ibúar hans
eru um 20 þúsund talsins. Bjelovar
státar af því að hingað til hafi
enginn leikmaður frá öðrum borg
um leikið með liði þeirra.
Hér á eftir fara nokkrar upp-
lýsingar um leikmennn Partizan
Bjelovar, sem hingað korna,, en
í liðinu eru sex júgóslavneskir
landsliðsmenn:
Markverðir:
Zvonko Jandrolcovie, 28 ára
gamall iðnfræðingur. Hefur leik-
ið 33 landsleiki.
Boris Bradic, tvitugur lögfræði
stúdent.
Miroslav Dolenec, 24 ára íþrótta
kennari.
Ivan Djuranec, 25 ára gamall
hagfræðingur. Hefur leikið 63
landsJeiki eða fleiri en nokkur
annar i liðinu.
Vlado Smiljanic, 17 ára gam-
all nemi. v
Josip Pecina, 26 ára gamall land
mælingamaður.
Vidoslav Purgar, 23 ára gamall
iðnfræðingur.
Milan Djeric, 20 ára gamall
lögfræðistúdent.
Þjálfari liðsins er Zeljko Seles.;
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að
í Mið-Evrópu rísi handknattleik-
urinn hæst. Núverandi heims-
meistarar er Tékkar en þar á und
an héldu Rúmenar heimsmeistara
titlinum. Þótt nágrannar þeirra
Júgóslavar, hafi aldrei orðið heims
meistarar, eru þeir í hópi beztu
handknattleiksþjóða heims.
í lokakeppni HM í Svíþjóð á
þessu ári voru þeir meðal þeirra
16 þjóða, sem kepptu um heims-
meistaratililinn. Þeir. „byrjuðu
mjög vel í riðlakeppninni 'og unnu
Sviss í fyrsta leik 26:11. Þar næst
■mættu þeir Svíum og sigruðu þá
örugglega 21:17. Þriðji leikur
Júgóslava var gegn Dönum og voru
þeir fyrirfram taldir öruggir sigur
vegarar. En margt fer öðruvisi en
ætlað er, Danirnir unnu mjög ó-
vænt 14:13 og tryggðu sér þar
með sæti í undanúrslitum. Þessi
úrslit urðu mikil vonbrigði fyrir
Júgóslava, því að með ,þeim var
útilokað að þeir gætu lireppt eitt
af fyrstu sætunum. E.. t v. varð
þetta til þess, að þeir töpuðu síð-
an fyrir Vestur-Þjóðverjum með
eins marks.mun 30:31, en í síð-
asta leiknum, sem var. gegn Ung-
verjum, unnu Júgoslavar 24:20
og hlutu þar með 7. sætið í keppn:
inni.
Sigur gegn Svíum og Ungverj-'
um sýnir vel styrkleika júgósiavn
esks handknattleiks. Nokk.rir af
HM-leikmönnum Júgóslava er 1
liði Partizan, sem leikur gegn Fram
í Evrópubikarkeppninni i dag. Það
er því engum vafa bundið,
Fram fær erfiða naótherja.
. Dómari í fýrri Evrópubikar
leik Fram og Partizan Bjelov
ar er Einar Fredlund Holm frá
Osló, Noregi. Markadómarar
verða Magnús V- Pétursson pg
Válur‘Benédiktsson.
Wolves- Coventry
Á laugardag verður sýndur leik
ur Wolves og Coventry í sjónvarp
inu.
Aðgöngumiðar
Sála aðgöngumiða að Jeik Fram
og Partizan hefst í dag í Bóka-
verzlun Lárusar Blöndal, Skóla-
vörðustíg og Vesturveri.
Sérsamband
/ badminton
Eins og skýrt hefur verið
frá á. íþróttasíðurini var. stofn-
að ..sérsamband í badminton
, úm .síðustu helgi. ..Þpssi. mynd
var tekin að loknum fuhdinum.
í fremstu röð eru taldir frá
vinstri: Þorvarður Árnason, úr
stjói-n ÍSÍ, Guðjón Einar^son,
varaforseti ÍSÍ, Kristján Bene-
diktsson, fundarstjóri , Gísli
Halldórsson, forseti ÍSÍ, Kristj
án Ben jamíisson, formaður
Badrbintönsambandsins, ' Her-
mann Guðmundsson. fram'
kvæmdastjóri ÍSÍ og Gunril. J.
Briem, gjaldkeri ÍSÍ.
Útileikmenn:
Miroslav Pribanic, 22 ára gam-
all járniðnaðarmaður. Hefur leik
ið 20 landsleiki.
Drago Cukovic 27 ára gámall
verkfræðingur.
Marijan Jaksekovic, 25 ára gam
all hagfræðingur.
Zeljko Jandrokvic, 25 ára gam-
all eðlisfræðingur. Hefur leikið
1 landsleik.
Hrvoje Horvat, 21 árs lögfræði
stúdent. Hefur leikið 33 lands-
leiki.
Albin Vidovic, 24 ára gamall
tannlæknir. Hefur leikið 20 lands
ieiki.
Nikola Hasan, 25 ára gamall vél
fræðingur.
3. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ