Alþýðublaðið - 09.11.1967, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 09.11.1967, Qupperneq 14
NÚTÍMALEIKLIST í leiklistarsögunni er talað um nútímaleiklist allt frá því að natúralisminn náði hámarki um aldamótin síðustu og menn liéldu, að lengra yrði ekki kom. izt í endursköpun veinleikans á leiksviðinu, þá komu kvikmynd- irnar líka til sögunnar og leystu vandamál margs leikhúsmanns - ins, sem vildi sýna lífið ósvik- ið. Natúralisminn gat af sér nútímaleiklist: afleiðing hans og andsvar komu fram sem symból- ismi, expressíonismi, dadaismi- síðar ýmsar avant-garde stefn- ur, leiklist fjarstæðunnár og grimmdarinnar, að ógleymdum síðasta anganum, liappenings — eða atferli. Stefnurnar hafa not ið góðs hver af annarri, leiklist síðustu ára stendur vel að vígi og getur unnið úr fenginni reynslu. Kosturinn við leiklist þá, sem okkur býðst nú á dög- um, er fjölbreytnin, ný verk og gömul, ótal stefnur. Nútímaleiklist? Sumstaðar er- lendis myndi okkur vísað í hrörlegar kjallarakompur, svo- kölluð tilraunaleikhús og sagt: sjá, hér eru skapaðar nýjar hefð ir og gamlar, endurbættar, hér eru umbrotin. Allt er endurskoð •að út í yztu æsar: rótgróin af.. staða til leiklistarinnar, leiksviðs ins, leikarans og tilgangsins. — Á íslandi eigum við enga slíka kjallarakompu, hér í höfuðborg- inni reyna þó leikhsin að hlúa að ungum leikritaskáldum eftir aðstæðum, en minna hefur bor ið á viðleitni leikaranna sjálfra til endurskoðunar listar sinnar; kannski verða ungu leikararnir til þess að riða hér á vaðið, þeir hafa nú fengið til umráða leik- bæina báða í Reykjavík, þá er kenndir eru við tjörn og lind. og verða vonandi uppspretta nýj unga. Undarlegt að ekki skuli höfð þar samvinna og mynduð ein heild. Nútímaleiklist? — Sú tegund leiklistar, sem flestum dettur í hug, er þeir heyra þetta orð, er sennilega hin absúrda, fjar- stæðukennda, vegna þess, hve víðtæk áhrif hún hefur haft. Hvers vegna fjarstæða? Jú, er fyrstu verk stefnunnar komu fram fyrir rúmum áratug, álitu áhorfendur margir hverjir efni leikritanna og atburðarás fjar- stæðukennda. Hvar var upphaf- ið, meginkaflinn og niðurlagið? Leikrit þessi eru þó iðulega hið raunsæjasta af öllu raunsæju, en vegna fastmótaðra hugmynda rugluðust ýmsir í ríminu og sáu ekki fegurð fábreytninnar, ein- faldleikans og fyndninnar í leit sinni að rökréttri framvindu og gömlum reglum. En engin ástæða er til að kippa sér upp við það, að öll leikrit falli okkur ekki jafnvel leiklistin er svo margþætt í eðli sínu og á rétt á sér í svo margs konar myndum. Mér virðast tilraunir í leik- listinni nú, einkum miða að því að skapa enn nánari tengsl á- horfenda og leikenda, oft með röskun hefðbundinnar aðgrein- ingar salar og sviðs eða enduf mati á leiktúlkun, og er það vel. Leiklistin er nú einu sinni þess eðlis, að hið mannlega hlýtur ætíð að vera kjami hennar, stíl fært, fegrað eða skrumskælt: tært og fölskvalaust eða flókið Markmið hennar er miðlun til áhorfenda, opinberun, ábending, viðvörun og ekki sízt skemmtun, sem næst með tengslum áhorf- andans og leikarans. Leiklistin öðlast fyrst gildi sitt frammi fyr ir áhorfandanum. Tilraunir kunna að stuðla að enn frjórri og fjölbreyttari leiklist og eiga ætíð rétt á sér. Líklegasta bana- mein leiklistarinnar er stöðnun. Hins vegar er leiklistargyðjan aldrei betur í essinu sínu, en þegar leikarinn og áhorfandinn finna hvorn annan og leita í sameiningu his mannlega kjarna listaverksins. Að því skal ætíð stefnt. Stefán E. Baldursson. MUNIÐ HAB VID erum ekki hlutlausir! Kynnizt baráttumálum samtíðarinnar. Fylgizt með starfi og stefnu Alþyðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur Iykilaðstöðu í stjórnmálunum. Hann starfar af ábyrgð — og nær árangri. Kaupið og lesið ALÞYÐUBLAÐIÐ 14 9. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.