Alþýðublaðið - 09.11.1967, Qupperneq 15
Bækur.
Framhald af 5. síðu.
Jóhann Hjálmarsson er af
yngstu kynslóð íslenzkra skálda,
þeirra sem eru vaxin upp í borg,
eftir bæði formbyltingu ljóðsins
og lífsháttanna á íslandi. Lands-
lag borgarinnar er náttúrlegt
ljóðum hans, en ekki Reykjavík-
ur fremur en annarra borga, ís-
lands fremur en útlands; ljóð
hans eru sprottin af almennri
ljóðrænni tilhneigingu og til-
finningum fremur en áskapaðri
þjóðlegri kveðskaparhneigð.
Það væri full-mikið upp í sig
tekið að kalla Jóhann frumlegt
skáld enn sem komið er, flest ljóð
hans gerast ennþá á víðavangi
skáldlegra hughrifa, skynjana
tilfinninga þar sem hver þiggur
af öðrum, en jafnframt sanna
þau það að ástundun skáldskap-
ar með alúð og einlægni er vís-
asti vegurinn til árangurs. Hið
hreinlega, ópersónulega landslag
í Ijóðum hans kann senn að taka
á sig sérstakara svipmót.
Bók Jóhanns Hjálmarssonar er
snyrtilega gerð í sömu sniðum og
aðrar bækur sem Almenna bóka-
félagið gefur út í nafni Bóka-
verzlunar Sigfúsar Eymunds-
sonar. Kápa Eyborgar Guðmunds-
dóttur er með snotrustu verkum
hennar sem ég hef séð. — Ó. J.
Esóp.
Framhald af 5. síffu.
Oftlega sökin aumingjanna
er þess háttar,
að þeir reynast minni máttar;
mun það nægja til vansáttar;
’ illt er sig
fyrir illum manni að verja.
Önnur sú, ef orð til bata
eitt sér mælir,
munu þá verða að hopa á hæli;
en hægt er gegna stúmum
þræli;
illt er sig
fyrir illum manni að verja.
Soddan úlfa sjáum vær
að sönnu marga,
sem því með valdi og vél-
um farga,
er vesalingum er til bjarga;
'illt er sig
fyrir illum manni að verja.
Áhugamönnum um þjóðfélags-
ádeilu og uppreisnarhug kann að
þykja matur í þessu. Og í kvæði
um freyjurnar og konung þeirra
• má sjá’ tekið í sama streng;,
froskunum í tjörninni leiðist
sjálfræðið og kalla yfir sig eina
óstjórn annarri verri:
Ærinn veit á ófagnað,
þá undirgefnir gjöra það
að heiðra ei þann sem hóft
fer að
í herradæmi sínu;
illt er að hafna yfirvaldi sínu.
Annað fá þeir yfirvald,
sem ekki kemur betur í hald,
og munu játa maklegt gjald,
þó mæti af því pínu;
illt er að hafna yfirvaldi sínu.
Og kvæðið um asnann kemur
enn að þeim lærdómi að yfirvöld
geti einungis verið ill; barátta
asnans fyrir bættum lífskjörum,
eins og það mundi heita á nú-
tímamáli leiðir hann undir æ
þyngra þrældómsok. Af því leið-
ir kenning kvæðisins:
Yfirvöldin ættu menn
með undirgefni að líða:
bágt er á móti broddunum
að stríða.
Ef náðugt ekki nægist þér,
nökkru seinna trúðu mér,
þig mun ske hvað þyngra er;
þessu megum hlýða;
bágt er á móti broddunum
að stríða.
í
Góðan seinna gjörir hinn,
gá þess muntu, húsbóndinn,
kóngsins þjón og kramarinn,
klerkar og so víða;
-bágt er á móti broddunum
að stríða.
Vit, að allir vegir manns
í valdi standa drottparans;
skeður þetta að skikktm hans;
skyldum vér því hlýða;
bágt er á móti brodduúum
að stríða. $
En hvaða lestrarlag eða út-
legging sem menn kjósa að við-
liafa við kvæðin er gaman að
fá þau í hendur í þessari snotru
útgáfu. Um séra Guðmund er
þess getið að hann hafi jafnan
ort nokkuð hvern dag, og getur
nærri að svo léttkvæður maður
kveður ekki allt jafn-snjallt. Það
er þó gáta mín að lesendur hafi
lieldur meira gaman en minna
af sögunum í þessari gerð en
„trúrri” þýðingu en þau munu
teljast. Eins og sögurnar sjálfar
upprunalega ^vitna kvæðin,
kvæðalagið sjálft um heim þar
sem öllum hlulum var skipaður
staður, heim sem stóð kyrr, og
var því í hverri grein öndverður
okkar eigin heimsmynd hvort
sem hún reynist nú réttari þeg-
ar til kemur. En hér er þessi al-
þýðlega heimspeki heimfærð ís-
lenzkum menningarheimi sem
einnig er liðinn undir lok. Ó. J.
svo miklu leyti sem það væri
unnt, þannig að öll kurl mættu
til grafar koma.
Logi kvað það nú vera yfir-
valdanna að svara til um, hver
yrði næsti þáttur málsins.
Bjarg.
Fran-hald af 1. síffu.
Fréttamaður Alþýðublaðs-
ins spurði því næst bæjarfó-
geta, hvort spurning eins dag-
blaðsins í Reykjavík því að lút
andi, að Logi Guðbrandsson,
lögfræðing ráðunaut starfs
kvenna að Bjargi hafi kært
meðferð bæjarfógeta Hafnar-
fjarðar á málinu, hefði við rök
að styðjast. Bæjarfögeti vildi
engu til svara um þetta atriði
og vísaði á Loga í því sambandi
ef blaðið vildi fá svar við þess
ari spurningu.
Blaðið náði sambandi við
Loga Guðbrandsson í gær-
kvöLdi og spurði hann, hvort
áðurgreind spurning væri á
rökum reist. Vildi Logi lítið
um málið segja. Kvað liann
það ekki vera rétt, að hann
hafi kært meðferð bæjarfógeta
embættisins í Hafnarfirði á
málinu. Hins vegar væri rétt
að hann hefði óskað eftir, að
málið yrði tekið til dómsrann
sóknar. Sagði hann, að það
væri vilji sinn, að fram færi
vönduð rannsókn á málinu, að
Fé hverfur.
Framhald af 1. síffu.
Snæhólm rannsóknarlögreglumann
síðdegis í gær og spurði hann
um gang rannsóknarinnar í
Reykjavík, en Njörður hefur rann-
sókn málsins í Reykjavík með hönd
um. Hann kvað ekkert nýtt að
frétta í málinu. Sagði hann, að
yfirheyrslur hafi byrjað í málinu
á þriðjudag og væri þeim haldið
áfram. Fleira vildi Njörður ekki
segja af málinu að svo stöddu.
Rræla.
Framhald af 1. síffu.
ladað SV-tands. Hagnýting þess
afla er ólyjnn. Heildarafli vertíð-
a'-innar er nú orðinn 312,264
lestir og ráðstöfun hans þessi:
lestir.
í salt 29.435 (201.612 uppstn.)
‘ Hræðslu 275.085
f frystingu Í.084
T •'ndað erlendis 6.660
T.andað SV lands
(verkun ókunn) 78
Á sarna ‘tíma í fyrra var heildar
sflinn 576.058 og ráðstöfun hans
Hessi:
Iestir.
-e-ávCn k7aflan
T <=alt 55.904 (382.900 upps.tn.)
T frvstingu 4.800
4 *"-æffsiu 515.354
Uelztu löndunarstaffir eru þess
Seyffisfjörffur, 69.654 lestir,
"ío-luf.iörffur 58.408, Ranfarhöfn
«68. Neskaunstaður 32.651 og
.'kjavík 28.183 lestir.
Faxveiði.
Framhald af 3. síffu.
til 200 tonn. Óttast Norðmenn, að
-ukning verði á þessari veiði á
næstu árum.
Samstarfsnefnd Alþjóðahafrann
sóknarráðsins og Fiskveiðinefnd-
ar Norðvestur Atlantshafsins um
laxveiðar við Grænland vinnur
að því að afla gagna varðandi lax
•oiðar við Grænland og í heima
löndum laxsins með það fyrir aug
-’m að fá úr því skorið, hvort lax
veiðarnar við Grænland rýri veið
arnar í heimalöndunum, og ef svo
°r. þá í hvaða löndum slíkt ger-
ist og að livað miklu leyti í
hverju landi. Eru slíkar niður-
+öður nauðsynlegar, ef koma á
v°nni á laxveiðar í sjó.
'Frá veiðimálaskrifstofunni).
Þingvellir.
Framhald af 2. síffu.
staða í þjóðgarðslandinu sjálfu,
en þeir bústaðir eru flestir frá
eldri tíð.
Auk greinaflokksins um frið
un Þingvalla flytur þetta hefti
Samvinnunnar fjölbreytt efni
annað af margvíslegu tagi, þar
á mpðal nokkur bréf sem eins-
konar eftirhreytur við skóla-
málagreinarnar i síðasta Sam-
vinnuhefti.
Bæjarstjórn.
Framhald af 3. síffu.
haldi af þessu fluttu bæjarfull-
trúar Alþýðuflokksins tiilögu þess
efnis, að bæjarstjórn mæltist til
þess, að slökkviliðsstjóri sæi um,
að slökkviliðið hefði a.m.k. eina
slökkviliðsæfingu á ári í samráði
við brunavarnaeftirlit ríkisins. Til
laga þessi féll bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins ekki í geð.
Töldu þeir, að með lienni væri ver
ið að gera árás á slökkviliðsstjóra.
Þetta töldu bæjarfulltrúar Alþýðu
flokksins ekki rétt, heldur væri
hér aðeins verið að skapa góða
reglu í öryggismálum Hafnar-
fjarðar og gæfu hinir tíðu og miklu
eldsvoðar í Reykjavík tilefni til
aukningar aðgæzlu í brunamálum.
Þá spurði þeir fulltrúa meirihlut-
ans, hvort meirihlutinn hefði lagt
slökkviliðsstjóra bann við því að
slökkviliðið héldi brunaræfingar.
Þeirri spurningu var ekki svarað
og tillagan um a.m.k. eina æfingu
slökkviliðsins á ári felld af meiri
hluta bæjarráðs. Hann telur því
ekki þörf á að æfa slökkviliðið
og er því ekki slökkviliðsstjóra að
sakast um það.
Þá gerðist það undir þessum
umræðum, að Eggert ísaksson (S)
fann sig tilknúinn til þess að
setja ofan í við flokksbróður sinn
Stefán Jónsson fyrir léttúðugt tal
um svo alvarleg mál sem bruna-
varnamálin væru.
Aftur hitnaði í fundinum, þeg-
ar Vigfús Sigurðsson (A) bað um
að fá að heyra bréf, sem bæjar-
stjórn hafði borizt frá iðnnemum
í Hafnarfirði, en í því mótmælltu
iðnemar því atferli meirihluta
bæjarstjórnar að neita skólanefnd
Iðnskóla Hafnarf jarðar um að taka
á leigu húnæði undir verklega
kennslu í skólanum.
Bæjarritari las bréfið en Stefán
Jónsson (S) brást hinn reiðasti við
og fann bréfinu allt til foráttu
og taldi helzt, að bréfið væri skrif
að af Alþýðuflokknum.
Aðalfundur
Framhald af 3. síffii.
átti F.H.K., en það var haldið á
vegum Háskólans fyrir tilstilli
menntamálaráðuneytisins.
Sú breyting var gerð á lögum
félagsins að aðalfundir verða
framvegis haldnir í júnímáhuði,
og auðveldar það félagsmönnum
úti á landi að sækja þá.
Erlendur Jónsson baðst ein-
dregið undan endurkosningu og
var Jón Baldvin Hannibalsson
M.A. .kosinn formaður félagsins.
Stjórnina skipa nú auk hans: Jón
Böðvarsson cand. mag. varafor-
maður, Hörður Bergmann B.A.
ritari, Guðmundur Hansen B. A.
gjaldkeri og Úlfar Kristmunds-
son cand. theol. meðstjórnandi
og Guðmundur Þorláksson mag-
ister.
Vetrarhjálpin
Framhald af 2. síffu.
hjón með mörg börn eða að fyr-
irvinna á heimilinu á við veikindi
að stríða. Loks eru svo einstæðar
mæður, þ. e. ekkjur fráskildar
konur og ógiftar mæður. Er þessi
síðasttaldi hópur hópur stærs:tur.
Verkefnið er mikið og þörfin
er vissulega brýn. Vetrarhjálpin
heitir því á alla borgarbúa að
rétta sér hjálparhönd við þetta
erfiða verkefni. Hún heitir á all-
an almenning að láta ekki breytta
söfnunaraðferð á neinn hátt
skerða þátttöku sína.
Framlögum er veitt móttöku á
skrifstofu Vetrarhjálparinnar
að Laufásvegi 41 eða á afgreiðslu
dagblaða borgarinnar.
Stjórn Vetrarhiálparinnar er’
þannig skipuð í ár: Séra Jón Þori
varðsson, form.. Kristján Þor-1
varðsson, læknir og Þorkell Á.
Þórðarson, fulltrúi. Framkvæmda
stjóri er Miagnús Þorsteinsson.
Kaupum hreinar
léreftstuskur
( prentsmiðja )
Þökkum auðsýnda vinsemd, samúð, hjálp og góðvilja við and.
lát og útför
ÓLAFS ÓLAFSSONAR, bónda í Skálavík.
Affstandendur. v
9. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐI0 J5