Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 13
ÍNGMAR BERGMANS F0RSTE LYSTSPIL I FARVER 7GLADE i ENKER FÖR ATIIHTE TALA OM AllA DESSA KVINNOR HARRIET ANDEKSSON BIBI ANDERSSON EVA DAHLBECK JARLKULLE VIDUNDEBUG MORSOMT OG Allar þessar konur Skemmtileg og vel leikin gam anmynd. Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVASON héraíSsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLfÐ 1 • SÍMI 2Í296 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur «8 flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum blfrelðum. Vlnsamlegast látið skrá blr- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 vi8 Ranðará Símar 15812 - 2398». Fotoselluofnar, Rakvélatenglar, Mótorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tenglar Varahús, Varatappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör’, járnrör, 1“ 1*4“ IW' og 2“. Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á einum stað. Itafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bílastæði. — SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Christina Lafferty: 27 ur mína, sem var dóttir fátæks vinnumanns. Hann varð óstfang inn af henni og áður en hann snéri aftur til Polzennor hafði liann gifzt henni. Meg starðir á varir hans. — Hvað . . hvað gerðist svo? Augu hans urðu bitur. — Hugh Tregaron þorði ekki að skrifa foreldrum sínum og segja þeim frá hjónabandinu, því að þau höfðu alltaf viljað að hann gift- ist stúlku frá Cornwall. Þess vegna skildi hann konu sína eft ir á Shetlandseyjum og fór heim til að segja fjölskyldunni tíðindin. En um leið og hann kom heim fölnaði minningin um konuna hans. Honum fannst að honum hefði orðið hræðileg mis tök á — hún var of hversdags- leg og einföld til að verða frú á Polzennor og auk þess var hann hræddur við að segja for- eldrum sinum frá hjónaband- inu. Því skrifaði hann konu sinni og bað um skilnað. Meg greip andann á lofti. — Svo fyrirlitlega hafði pabbi aldrei hagað sér. — Ég dæmi hann ekki hart lengur, , sagði David rólega. — Hann iðraðist biturlega fram- komu sinnar, því að kona hans átti von á barni, en var of stolt til að segja honum það eftir að hún fékk bréf hans. Hún veitti honum frest og flciri árum síð- ar komst Hugh Tregaron að því af tilviljun, að hann átti son. Þá var hann kvæntur- stúlkunni frá Cornwall, sem ekki gat átt börn og því hafði liann ættleitt ykkur, þig, Janice og Tom. En hann hélt alltaf áfram að leita að syni sín um og hann réð; einkalögreglu- mann til að finna mig. — Carey! hrópaði Meg. — Maðurinn í Ameríku, sem pabbi borgaði alla peningana til. — Hann var einkalögreglu- maður. Ég fór til Ameríku til að leita hamingjunnar og það fékk fékk faðir minn að vita. Að vísu ekki frá móður minni, því hún neitaði að segja honum eitt eða neitt. Hún var stolt kona og hann hafði sært hana djúpt. Hún vildi aldrei taka við eyri af föður mín um og vildi heldur vinna sér inn peninga sjálf. Hún sagði mér held ur aldrei að faðir minn væri á lífi og ég ólst upp í þeirri trú að hann hefði verið vinnumaður og dáið áður en ég íæddist. Hann þagði svo lengi, að Meg iðaði í skinninu. Hann virtist nið ursokkinn í endurminningar sín- ar. — Ég fór til Ameríku með- an ég var enn unglingur. Ég vann eins og ég gat og tók hvaða starf sem var að mér rétt. Ríkur varð ég samt aldrei. Loks gafst ég upp og keypti mér lítið býli tii að geta sent eftir mömmu. Hann brosti. — Eorlögin eru óskilj- anleg á köflum, á býlinu fann ég olíu og ég eignaðist auðæfi, sem mig hafði dreymt um. — Sóttirðu þá móðir þína? — Já, ég fór aítur heim, en ég kom of seint. Hún dó meðán ég var á leiðinni til Shetlands- eyja og það var ekki fyrr en ég var að ganga frá eigum hennar, að ég fann bréf það, sem Hugli Tregaron liafði skrifað til lienn- ar fyrir mörgum árum. Þá ákvað ég að hegna föður mínum fyrir brot hans. — Og þessvegna komstu til Polzennor! sagði Meg. — Þess- vegna fékk hann slag, þegar hann sá þig. David kinkaði kolli. — Mig tíreymdi aldrei um að slíkt gerð- ist. Ég sagðj aðeins við hann: „Ég er sonur þinn. Ég er Dav- id Tregaron”. Það var meira á- fall fyrir hann en ég hafði bú- ist við. Það varð löng þögn, loks sagði Meg: — Af hverju sagðiru mér ekki sannleikann? Því sagðistu heita David Carew? — Carew var ættarnafn móð- ur minnar og ég hafði hafnað nafni föður míns eftir að ég vissi hver hann var og tekið upp nafn móður minnar. Hversvegna ég leyndi þig sannleikanum — nú. ég sá að þú elskaðir manninn, sem þú kallaðir föður þinn og ég vildi ekki taka blekkinguna frá þér. Auk þess var Polzennor og steinnáman - því þú mátt ekki gleyma því, að faðir minn dó án þess að láta erfðarskrá eftir sig. Samkvæmt lögum er ég nánasti ættingi hans; einkasonur hans og ég liefði erft eignir hans, en ég vildi ekki taka neitt frá þér og Tom og Janice. Meg reis á fætur og gekk fram og aftur um gólfið og neri saman höndum. — En þú áttir rétt á þessu! Þú sem hefur farið alls á mis um ævina! Þú mátt ekki missa arflegð þína. Polzennor er eign J'regaronna og þú ert eini Tregaron, sem er á lífi. — Ég vissi, að þér myndi finnast þetta og þessvegna vildi ég ekki að þú fengir að vita, hvernig í pottinn er búið. Ég reyndi að hafa lag á öllu með því að kaupa Polzennor af þér en þú vildir ekki selja. Ég hef hins vegar fundið það í sí vaxandi mæii, hve vænt mér þykir um staðinn hér. — Ég hélt að þú ætlaðir að kaupa Polzennor til að eignast auðævi og græða fé, sagði Meg undrandi. — Það var nú ekki það versta sem þú hélzt um mig, sagði hann án þess að sýna minnstu svip- brigði. Hún kingdi. — David, segðu mér — hversvegna ákvaðst þú að vera hér — eftir lá't föður míns? — Ég hef sagt þér það, sagði hann. — Ég vildi hjálpa þér, Margret. Það var skylda mín. —- Skylda þín? — Já. Faðir minn ættleiddi ykkur þrjú og hann dó án þess að arfleiða ykkur að lífsviður- væri. Sonur verður að taka á sig skyldur föður síns jafnvel þó að sami faðir hafi aðeins verið nafn fyrir honum. — Þú ert furðulegur maður. sagði Meg undrandi. — Þú færð mig til að finna, að ég sé lítil og eigi að skammast mín. Hann strauk yfir kinnar henn ar. —: Það klæðir þig ekki að skammast þín, Meg. Það varð löng þögn, svo sagði Meg tónlaust: — Það er að koma dögun, Ég ætla að hátta. — Þú ert ekki búin að segja mér, hvað varstu að gera í nám unni um miðnætti. Hún leit niður. — Ég áleit... ef ég feldi sígaretturnar. . .myndi lögreglan álíta, að ég hefði skrif að bréfið af illgirni til að gera þér mein. Hún leit upp. — Ég iðraðist eftir að liafa skrifað bréfið, David. Hún hafði aldrei séð hann verða jafn undrandi. — Hvað ætlaðirðu að gera við sígaretturnar? spurði hann. — Henda þeim í fljótið. Straumurinn hefði borið þær út á liaf og þá hefði lögreglan á- litið að ég væri móðursjúk og illgjörn. . . . Hann hló hátt og greip til hennar. — Margaret! Þú ert ó- trúleg! Vissirðu ekki, að það er liættulegt að eyðileggja sönnunar gögn? HARÐVIÐAR ÚTIHURDIR TRÉSMIÐJA 1 Þ. skúlasonar’ Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Ræstingastjóri í Landspítalanum er laus til umsóknar staða fyrir karl eða konu, sem vill taka að sér yfir- umsjón með daglegri ræstingu í spítalanum. Laun samkvæmt 14. fl. Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur,, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkis spítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 20. nóvember n.k. Reykjavík, 14. nóvember 1967 Skrifstofa ríkisspítalanna. 15. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.