Alþýðublaðið - 15.11.1967, Side 15

Alþýðublaðið - 15.11.1967, Side 15
NÝR KÍWANISKLÚBBUR I VESTMANNAEYJUM Laugardaginn 28. október var haldin fullgildingarhátíS hins ný stofnaða Kiwanisklúbbs í Vest- mannaeyjum. Heitir klúbburinn HELGAFELL. Hátíðin hófst með veglegu borðhaldi. Mættir voru 18 Kiwanisfélagar úr Reykjavík ásamt konum þeirra, en hófið sátu um 80 manns. Fullgildingar gjafabréf FIVA •UHOLAUOARBJðBl ÍKILHTÚNSHIIMII.IÍIH* KII* BRÍf ER KVITTUN, EN »6 HIKIU TREMUR VIÐURKENNING FTRIR STUBN- ING VID GOTT MÁLEFNI. UUJAVlK. P. »• ftlb SB^teugontM* IMW*^**•• Les/ð Alþýðublaðið Ný kennslubók í íslandssögu skjalið afhenti Einar A. Jónsson. umdæmisstjóri Kiwanis á Norður löndum. Auk hans fluttu ávörp- Formaður Akoges, Heiðmundur j Sigðurmundason. Forseti Rotary-; klúbbs Vestmannaeyja, séra Þor j steinn Lúter Jónsson og bæjar- stjórinn Magnús H. Magnússon. Kveðjur frá Kiwanisklúbbnum í Reykjavík fluttu þeir Ásgeir Hjörleifsson, varaforseti Kiwanis klúbbsins Kötlu, Þórir Hall, vara forsetj Kiwanisklúbbsins Heklu og Páll H. Pálsson, fyrrverandi for seti Kötlu. Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum er þriðji klúbb urinn sem stofnaður er á íslandi, en í heiminum eru nú starfandi um 6 þúsund klúbbar með á fjórða hundrað þúsund starfandi félögum. Stjórn Kiwanisklúbbsins Helga fell skipa þessir menn: Garðar Sveinsson, framkvæmdastjóri, for seti. Guðmundur Guðmundsson. yfirlögregluþjónn, varaforseti. Tryggvi Jónasson, erlendur ritari. Gunnlaugur Axelsson, innlendur ritari; Bárður Auðunsson gjald- keri og Aðalsteinn Sigurjónsson. féhirðir. NÝ Bók um íslands sögu, Eitt er • andið, er komin út hjá Ríkisút- gafu námsbóka. Höfundur bókar- innar er hinn góðkunni rithöf- Nýjar bækur frá Skuggsjá Bókaforlagið Suggsjá í Hafnar firði hefur nýlega sent frá sér eftirtaldar bækur, Eiríkur skip- herra, skráð af Gunnari M Magn úss, en það er frásögn Eiríks af draumum, dulskynjunum og síð- ustu starfsárum sínum í þjónustu Landhelgisgæzlunnar. Bókin er 181 bls. og prentuð í Prentverki Akraness. Dulræn reynsla mín, heitir önnur bók Suggsjár, og er eftir Elínborgu Lárusdóttur, en bók þessi er sú eina, sem Elín- borg hefur skrifað úr persónu- legri reynslu sinni og tileinkar '’ún hana sonum sínum og sona- börnum. Bókin er 160 bls. prent 'ð i Alþýðuprentsmiðjunni hf. Auk þess eru svo tvær skáld- sögur, Maður handa mér eftir Theresu Charles og Skyttumar eftir C. H. Paulsen. Bækurnar •'ru báðar prentaðar í Prent- °rki Akraness. undur og skólamaður, Stefán Jónsson. Bókin er eitt síðasta verk Stefáns og hafði hann ný- lokið við hana, er hann lézt. í bók þessari er fjallað um sögu landsins frá upphafi byggð ar íslands og fram um 1120. Bók- in er einkum ætluð nemendum barnaskóla, 10 — 12 ára, til við- bótar íslands sögu skólanna, og er aðalmarkmið höfundar að örva nemendur fil sjálfstæðra athug- ana og vinnubókagerðar og styðja þá við þau störf. Er í bók- inni mikinn fróðleik að finna, aðgengilegan nemendum á þessu reki og auk þess fjölda verkefna. Eitt er landið er sérstæð bók meðal skóiabóka hér, en erlend- is eru slíkar bækur algengar, ætl aðar til viðbótar og uppfyllingar hinu tiitekna námsefni skólanna. Stefán Jónsson hefur lengi ver- ið dáður af æsku landsins sem skáldsagnahöfundur. Auk þess bótti hann afburðagóður kennari, en vitanlega voru þeir unglingar tiltölulega fáir, er átt.u þess kost að njóta þeirra hæfileika hans. í bókinni Eitt er landið birtast þeir báðir í senn, rithöfundurinn og ktennarinn með þeim hætti að vekja mun sérstaka athygli. Um útgáfuna hefur séð Gunn- ar Guðmundsson, skólastj. Laug- arnesskólans. I bókinni eru um 80 teikningar . eftir Halldór Pétursson listmál- • ara. — Prentsmiðja Jóns Helga- sonar prentaði. Aðalfundur Svansins ÞANN 8. okt. s .1. Iiélt Lúðrasveit in Svanur 37. aðalfund sinn. Undanfarið hefur verið mjög •' blómlegt starf innan lúðrasveit- arinnar og hafa allmargir hljóð- færaleikarar æft reglulega undir stjórn Jóns Sigurðssonar, tromp- etleikara, en hann hefur verið . leiðbeinandi lúðrasveitarinnar undanfarin 'ár. Á síða-sta starfsári lék Lúðra- sveitin Svnnur víða opinberl-ega og má þar sérstaklega minnast á tónleika, sem lialdnir eru árlega fyrir styrktarfélaga og aðra vel- unnara sveitarinnar. Fyrir skömmu tók lúðrasveitin á leigu nýtt æfingahúsnæði að Síðumúla 11 hér í borg. Skapar ' það félögum sómaaamlega að- stöðu til æfinga, en hún hefur ver ið mjög slæm til þessa. Snæbjörn Jónsson var endur- kosinn formaður sveitarinnar. VIÐ erum ekki hlutlausir! Kynnizt baráttumálum samtíðarinnar. Fylgizt með starfi og stefnu Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur lykilaðstöðu í stjórnmálunum. Hann starfar af ábyrgð — og nær árangri. Kaupið og lesið ALÞÝÐUBLAÐIt 15. nóvember 196/ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.