Alþýðublaðið - 24.11.1967, Page 13

Alþýðublaðið - 24.11.1967, Page 13
Sjóræningi á sjö höfusn Hörkuspennandi sjóræningja- mynd í litum og Cinema-scope. Gerald Barry. Antonella Luaodi. íslenzkur texti. Sýnd kl. 7 og 9. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Böfum kaupendur »B flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiSum. Vlnsamlegast látið skrá bit- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 viS Rauðará Simar 15812 - 2S90I. Raívirkjar Fotoselluofnar, Rakvélatenglar, Mótorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tenglar, Varahús, Varatappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, jámrör, 1“ 1 y4“ mu og 2“. Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á einum stað. Rafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bílastæði. — ■að Helen ætlaði að giftast Henry Yates. Það var andlit morðingja! — Clarence Darrow sagði einu sinni, að hann 'hefði aldrei myrt mann, aðeins haft ánægju af að lesa dánartilkynningar, — muldraði Ellery. — En vikjum okkur að efninu. Þér vantreyst- ið þessum náunga . . . — Ég þekki svoná menn! — Og hann verður viðstadd- ur brúðkaup dóttur yðar . . . — Hann verður ekki aðeins viðstaddur, stundi hr. Troy, — hann á að vera svaramaðurinn! Það varð löng þögn. — Hamingjan góða, sagði Nikki. Hvernig fór hann að því? — Hann hefur hangið utan í Henry síðan þeir slógust í bóka herberginu, sagði hr. Troy villt ur til augnanna, — og hann hef- ur greinilega látið Henry finna að eina leiðin til að Henry geti sýnt honum að hann hati 'hann ekki sé með því að gera hann að svaramanni sínum. Ég hef beðið Helen um að hafna þessu, en hún svífur uppi í skýjunum þessa dagana og heldur að allt sé rósrauð rómantík. Ég segi ykkur það satt, að þetta er nóg Itil að . . . — Hvenær og hvar á brúð- kaupið að fara fram, sagði-Ell- ery hugsandi. — Og hvers kon- ar brúðkaup verður þetta? — Kyrrlátt, hr. Queen, afar kyrrlátt. Konan mín dó nýlega og veglegt kirkjubrúðkaup kem ur ekki til greina. Ég vildi að Helen biði fáeina mánuði, en júní byrjar á föstudegi og hún heimtar að giftast í júní — hjónabönd í júní eiga að vera 'hamingjusöm og hún vill ekki bíða þangað til í júní næsta ár. Svo brúðkaupið verður heima, fáeinir gestir, nánustu ættingj- ar og vinir, á laugardaginn kem ur. Ég hefði leitað til lögregl- unnar, hr. Queen, sagði hr. Troy alvarlegur á svipinn, ef ekki . . . Vilduð þér vera viðstaddur brúð kaupið, svona .til vonar og vara? — Ég held að þér hafið ekk- ert að óttast, hr. Troy, sagði Ellery brosandi, — en ef yður líður betur ... — Þakka yður fyrir! — Enfer þennan Luz ekki að gruna eitthvað, sagði Nikki, — þegar gjörókunnugur maður . . - — Ég held að hann megi gruna eitthvað, sagði hr. Troy reiðilega. — Þetta er rétt hjá 'hr. Troy, Nikki. Ef Luz veit að fylgzt er með honum eru minni líkur fyr- ir að 'hann reyni nokkuð. Ef, bætti Ellery svo við, — hann ætlar þá nokkuð að gera. FJÓRÐI KAFLI. Hvort sem Ellery hafði á- hyggjur eða ekki, lét liann ekki langan tíma líða unz hann kynnti sér Victor Luz. Hann tal aði líka við Queen lögreglufor- ingja og lögregluforinginn skip aði Thomas Velie lögreglu- manni að elta Luz hvert sem hann færi. Lögreglumaðurinn hlýddi fyrirskipunum, þó að hann nöldraði yfir þessum skyldustörfum. Því vissi Ellery harla mikið um venjur og siði Vietors Luz daginn, sem Troy ætlaði að giftast Yates og hr. ^<«1 itiiiiiiiiiiidiiiiKiiiiiiiiiiisiKtaitiiiiiaKitiitiiiiadiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiicdiKiiiiaiiiiiitaiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiniiiiaia I *'$■ \ Vonsvikni | BIÐILLINN 3 _________________________________ eftir . ' Ellery Oueen Luz hafði grun um að hann væri eltur á röndum. Hvað viðkom skýrslunni um Luz, fann Ellery þar ekkert merkilegt nema hva° margsinnis var tekið fram að Luz væri afar uppstökkur og geðstirður, að hann gengi stund um berserksgarig og að hann væri kominn af hefðarætt í Evr ópu sem hefði það orð á sér að hafa gengið berserksgang á köflum og hneigst að sadisma og fyrrum grimmd gagnvart bændunum á afar útsmoginn hátt. Svo lifði Luz á peningum föður síns og einkalíf hans var hvorki meira né minna vafa- samt en einkalíf annarra ungra piparsveina á Park Avenue. En af því að Ellery var ná- kvæmur samdi hann við Rich- ard K. Troy um að Velie lög- regluþjónn yrði líka viðstaddur brúðkaupið. — Þú átt að leika leynilög- reglumann, útskýrði Ellery. — Hvað áttu við með að leika? urraði Velie. — Einkaleynilögreglumann, sem fylgist með brúðargjöfun- um. — Nú, sagði Velie lögreglu- þjónn, en hann fór samt óánægð- ur í brúðkaupið. SMURT BRAUÐ SNITTUR - ÖL - GOS Opið frá 9-23,30. — Pantið tímanlega veizlur. BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012. ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Simi 13-100. Engin brúður hefði getað ósk- að sér betra veðurs. Það var garð brúðkaup og brúðurinn var í kjól frá Mainbocher blómaskreyt- ingar og brúðarvöndur voru frá Max Svhling maturinn var írá Ritz, presturinn var biskup og það voru aðeins 60 gestir. Og Júnó Himnadrottning brosti til þeirra af himnum ofan. Ellery fannst hann aðeins vera að eyða deginum á þægilegan hátt. Þeir Velie voru í röndótt- um buxum, komu snemma og voru búnir að skoða allt húsið og umhverfið og gættu þess vand- lega að hr. Luz sæi þá vera að því. Hr. Luz fölnaði lítið eitt þeg ar hann sá kraftalega vaxinn líkama Velie lögregluþjóns og hann minntist á það við föður brúðarinnar. — Þetta eru leynilögreglu- menn, sagði hr. Troy og reyndi að láta það hljóma kæruleysislega. Luz beit á vörina og fór beint upp í herbergin sem voru ætluð brúðgumanum. Þegar hann sá, að Ellery fylgdi eftir á hæla hans beit hann á jaxlinn. Ellery beið rólegur fyrir utan dyrnar. Þegar Luz kom út aftur eftir langa mæðu ásamt Henry Middleton Yates, elti Ellery þá niður. — Hver í skollanum er þetta? heyrði hann að Yates spurði Luz. — Hr. Troy sagði að hann væri leynilögreglumaður. — Til hvers í ósköpunum? Ellery benti til Velie lögreglu þjóns, þegar þeir komu inn í stof unar og Velie rakst á Luz. — Hvað eruð þér að gera mað ur? spurði Luz reiðilega. —Afsakið sagði lögregluþjónn inn og sagði Ellery að hann væri óvopnaður. Hvorugur þeirra leit af Luz. Þegar athöfnin hófst stóð Elle ry fremst beint fyrir aftan Luz. Velie var í dyragættinni á mót- tökuherberginu. Hann hélt ann- arri hendinni undir jakkaboðung inn alveg eins og Napóleon. Ellery einbeitti sér að svara- manninum og lét sem hann heyrði ekki ræðu biskupsins. Hon um var fyrir löngu farið að finn- ast þetta heimskulegt og óþarfi. Luz stóð dálítið fyrir aftan og til hliðar við brúðgumann, hæfilega alvarlegur á svipinn og vissi greinilega að fylgzt var með hverri hreyfingu hans. Yates stóð á milli hans og Helenu Troy og hann hefði alls ekki getað komizt til hennar án þess að Yates gripi í hann. Og brúðurinn var of fög ur í brúðarkjólnum til að minna á dauðann - fegurri en nokkur önnur kona, sem inni var, sér- staklega mun fegurri en brúðar- meyjan, systir hennar Eufemia, sem virtist gráti næst. Og hr. Troy sem stóð við hlið brúðar- innar starði alltaf á svaramann inn eins og hann væri að skora á hann að reyna að eyðileggja fegurð þessarar stundar svo mik ið sem tilhugsuninni einni. Heimskulegt og óþarfi. — Og svo er það hringurinn, sagði biskupinn. Brúðguminn leit á svaramann inn og svaramaðurinn stakk hönd inni í vinstri vestisvasann. Hönd in fór ofan í vasan. Hún leitaði um vasan. Hún hætti að leita. Vector Luz fór að leita í hinum vösunum. Biskupinn leit tii him- ins. — Flýttu þér Vietor, hvíslaíjj- Henry Yates. — Þetta er ekki staður né stund til að gera að gamni sínu. Trúlofunarhrlngar Guðm. Þorsteinsson (ullsmlður Banbastrætl 12. Auglýsið i Alþýðublaðinu 24. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.