Alþýðublaðið - 29.11.1967, Side 3

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Side 3
I NAUÐGUÐU TVEIR 16 ÁRA STÚLKU Tveir Danir liafa verið handteknir fyrir að nauðgra 16 ára gam- alli stúlku. Hefur annar þeirra játað á sig glæpinn, Þeir eru báðir í gæzluvarðhaldi og standa yfirheyrslur enn. Stúlkan kærði atburð inn fyrir rannsóknarlögreglunni á laugardag, en þá voru liðnir nærfellt tveir sólarhringar frá því að þessi hrottalegi atburður átti sér stað. Leifur Jónsson rannsóknarlög- reglumaður skýrði fréttamanni í gær frá málavöxtum. Stúlkan, sem um ræðir, sat síðdegis á fimmtudag inni á Hressingarskál anum í Austurstræti ásamt þrem ur stallsystrum sínum. Kom þangað ’til þeirra ungur danskur piltur og gaf sig á tal við stúlk urnar. Ein stúlknanna mun hafa borið einhver kennsl á piltinn, Daninn bauð stúlkunum að koma með sér til kunningja síns, sem er fullorðinn maður og einnig danskur, en hann býr í Vesturbænum. Stúlkumar þáðu boðið, en Daninn hét þeim út- lenzku öli, ef þær kæmu. Stúlkurnar sátu síðan í eina tvo tíma heima hjá Dananum og voru þær í bezta yfirlæti fyrst í stað. Um ábtaleytið vildu þrjár stúlknanna skreppa niður í bæ, on ætluðu að koma aftur að vörmu spori. Ein stúlknanna. nennti hins vegar ekki að fara út með hinum og ákvað að bíða þeirra. Stúlkurnar komu ekki til baka. Framhald a) 10. síðu. Frakkar vilja tvö- falda verð á gulli París, 28. nóvember (ntb-reuter) Eihn af nánustu ráðg'jöfum De Gaulles Frakklandsforseta í efna- ; hagsmálum, Jaques Rueff, fullyrti í gær, að nauðsynlegt væri að ivöfalda verð á gulli, en það mundi í raun og veru kippa fótumim undan sterlingspundinu og dollarnum sein alþjóðlegum gjaldmiðl- Rueff ritaði fyrir skömmu grein um gengisfellingu punds- ins í franska blaðið Paris Match, þar sem hann taldi gengisfelling una sýna glögglega, hve ömurlegt ástand ríkti í gjaldeyrismáhun heimsins. Krafðist hann gagngerr ar endurskoðunar á þessum mál- um, þar sem til hennar mundi verða að koma fyrr eða seinna. Ef ekkert yrði að gert og gjald eyriskerfi Vesturlanda leyft að lirynja, þá mynchr dynja yfir þær* söfnu hörmungar og menn tirðu að þola á árunum 1931-1933. „Slíka ógæfu verður fyrir alla muni að forðast og það er aðeins hægt með því, að draga úr veldi dollarsins og pundsins og tvö- falda verð gulls“, sagði Rueff. Gullverðinu hefur ekki veríð breytt síðan Roosevelt Banda- ríkjaforseti lét ákveða það 35 dollara á únsu. 29. nóvember 1967 - ALÞÝÐU BLAÐIÐ 3 New York 28. 11. (ntb-rcuter) að kinverska Alþýðulýðveldið ALLSHERJARÞING Sameinuðu tæki sæti Kína á vettvangi SÞ í þjóðanna felldi í gær tillögu um stað þjóðernissinnastiiórnarinnar -----------------------------------4á Formósu. 58 ríki greiddu at- OPNAR NYJA LEIRKERA- VERZLUN Haukur Dór Sturlusson heitir ungur Reykvíkingur, sem nýlega hefur opnað leirkeraverzlun að Bergstaðarstræti 4. Verkstæði hans er einnig þar á staðnum. Þarna eru til sölu ýmsir leirmunir, hand unnir af honum sjálfum og hrá- efnið er úrvals brezkur leir sem hann blandar íslenzkum leir af Reykjanesi. Haukur hefur numið leirkera- smíði á Skotlandi, nánar tiltekið í Edinborg College of Art. Hauk- ur tjáði fréttamönnum að erfitt væri að draga mörkin milli iðnar og listar á þessu sviði, en livað sem því líður er margt fagurra gripa í hillum verzlunarinnar, sem heitir „1300 gráður á Celsius”, og er nafnið dregið af því að leirinn sem notaður er í munina er brennd ur við 1300 gráður. í verzluninni kennir margra grasa, þar eru blómavasar, bolla- stell, öskubakkar, vínstaup og má’ geta þess að munimir eru eldfast ir og má þar af leiðandi setja t.d. súpuskál yfir hitunarplötu á eld vél, ef þörf þykir. Kona Hauks, Ástrún Jóhanns- dóttir er manni sínum til aðstoð- ar við gerð hlutanna, og hafa þau m.a. áhuga á að gera vegg- Framhald á 10. síðu. kva^Ji á móti tillögunni, 17 sátu lijá, en 45 voru með tillögunni. Öll Norðurlöndin greiddu at- kvæði «160 tillögunni nema ís- land, sem eitt Norðurlanda hefur ekki viðurkennt Alþýðulýðveldið. Bretland og Frakkland greiddu einnig atkvæði með tillögunni, en hún var borin upp af Albaníu og Kambodsja. Þegar samhljóðandi tillaga var borin upp í fyrra, var hún felld með 57 atkvæðum gegn 46, en 17 sátu hjá. Til þess að tillagan hefði náð fram að ganga og Pekingstjórnin tekið sæti Formósu-stjórnarinnar SJÓNVARPS- TÆKIRÆNT Um helgina var brotizt inn í g’eymsluhstrbergi Radíóbúífárinn- ar á horni Hverfisgötu og Klapp arstígs og þaðan stolið sjónvarps tæki að verðmæti 27,500,00 kr. Ekki er vitað, hvenær um helg ina innbrotið átti sér stað, enda vai'ð þess ekki vart, fyrr en starfsmenn áttu leið í geymshi- herbergið á mánudagsmorgun. Sennilegt er, að innbrotið hafi verið framið annað hvort aðfara nótt s.l. sunnudags eða mánu- dags. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem kynnu að hafa orðið varir við óeðlilega flutninga á sjón- varpstæki í grennd við Radíó- búðina um helgina, að gefa sig fram hið fyrsta. Úr hinni nýju leirkeraverzlun. FELLD hjá SÞ, varð hún að fá % hluta atkvæða. Var tillaga Bandaríkja manna um þetta atriði samþykkt með 69 atkvæðum gegn 47, en 4 lönd sátu hjá. Giftist 3. febr. Kaupmannalvöfn 28. 11. (ntb) DANSKA prinsessan Benedikta verður gift þann 3. febrúar n. k. Brúðguminn heitir Richard Cas- iir ir af Sayn Wittgenstein-Berle- burg. Hinn konunglegi danski hirðklerkur, Erik Jensen biskup, gefur brúðhjónin saman og fer vígslan fram í liallarkirkjunni í Fredensborg. Framhald á 10. síðu. Spilakvöld verður í Lídó annaS kvöld, 30. nóvember, og hefst klukkan 8,30 stundvíslega. Stjórnandi veröur Gunnar Vagnsson. Ávarp flytur Karl Steinar Guðnason kennari. Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja fyrir dansi. Athygli skal vakin á því, að þeir sem koma fyrir kl. 8,30 þurfa ekki að greiða rúllugjald. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. BAZAR kvenfélagsins Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur bazar í Iðnó uppi laugar- daginn 2. desember n.k. Tekið verður á móti munum til bazarsins, milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi n.k. laugardag í Iðnó. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 16724. FLOKKSSTARFIÐ FÉLAGSVBST

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.