Alþýðublaðið - 29.11.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Qupperneq 5
FÉLAG áhugramanna um fiskrækt hefur lokið hinum fyrsta aðal- fundi hinn 9. nóvember síðastlið- inn. Félagið var stofnað af nokkr- um áhugamönnum um fiskrækt liinn 6. júní 1966. í félaginu eru nú 170 félagar. Síðastliðið starfsár hélt félagið 2 útbreiðslufundi. Á þeim fyrri Ihélt veiðimálastjóri Þór Guðjóns- son erindi um fiskrækt en á hin um síðari hélt Aðalsteinn Sigurðs son fiskifræðingur erindi um fisk eldi í sjó og skyrði frá tilraun um Breta Við ræktun skarkola. Einnig var sýnd kvikmynd frá þeim tih-aunum. Hafði ræðismað ur Breta Brian Holt lánað félag- inu þessa kvik)Biynd. Auk þess hafa verið haldnir nokkrir stjórnarfundir. Félagið beitti sér fyrir því að fjárveiting til ráðstafana vegna fiskeidis og fiskvega var hækk- uð úr 350 þús. kr. í 700 þús. kr. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1967 hafði hinsvegar gert ráð fyr ir kr. 350 þús. Formaður félagsstjórnar Bragi Eiríksson setti fundinn en Stein- grímur Hermannsson varaformað ur félagsstjórnar var fundarstjóri og Hannes Hall fundarritari. 1. Um fjáröflun til klak- og eldis- stöðva. Aðalfundur Feíags áhugamanna um fiskrækt, haldinn í Átthaga salnum að Hótel Sögu, fimmtu- daginn 9. nóvember 1967 bendir á aðkallandi nauðsyn þess að sklap aðir verði fjárhagsmöguleikar fyr ir stofnun og rekstur klak- og eld isstöðva laxfiska í landinu hið allra fyrsta. Bendir fundurinn í þessu sambandi á eftirtalin meg- 1 inatriði í þessum efnum: 1. Að á fjárlögum verði stór- hækkaður styrkur sá, sem land- búnaðarráðherra er heimilað að veita til þessarar starfsemi ein staklinga og félaga. 2. Að skylda beri þá aðila, sem virkja fallvötn landsins og þann- ig hindra fiskigengd, að þeir leggi fram ríflega upphæð til þessara mála, svo sem gert er í nágrannalöndum vorum á Norð urlöndum. 3. Framkvæmdasjóður ríkisins láni til þessarar starfsemi og þró unar þessara mála í landinu hag kvæm lán til langs tíma, innan ákveðinnar upphæðar frá ári til árs, í samræmi við þróun þeirra og vöxt. * 4. Að Stofnlánsdeild landbún aðarins verði heimilt að verja á^veðnum hluta lánsfjárs síns til þessara mála árlega til að örfa þróun þeirra og framgang. Skorar fundurinn á Alþingi það, sem nú situr, að taka mál þessi föstum tökum og tryggja vöxt þeirra og viðgang í þessum efn um á eðlilegan og sjálfsagðan hátt, svo sem nú er viðurkennt og viðtekið meðal allra menning- arþjóða heims. II. Um fræðslu í fiskrækt. Aðalfundur Félags áhugamanna um fiskrækt, haldinn í Átthaga- salnum að Hótel Sögu, fimmtu daginn 9. nóvember 1967 beinir beirri áskorun til Alþingis og rik ;sstjórnar. að tekin verði sem 'vrst, upp kennslugrein við búnað arskólana í landinu um uppbygg ir>gu og rekhtur klak- og fiskeldis r-t.öðva, Jafnfrarnt verði hafinn undirbúningur að því að Há- skóli íslands geti veitt vísinda- lega fræðslu og brautskráð kunn- áttumenn í málefnum þessum. III. Um þingsályktunartillögur. Aðalfundur Félags áhugamanna um fiskrækt haldinn í Átthaga- salnum að Hótcl Sögu, fimmtu- daginn 9. nóvember 1967, fagnar þingsályktunartillögu þeirri, sem fram var borin á 87. löggjafar- þingi 1966 um fiskeldisstöðvar. Jafnframt lýsir fundurinn stuðn- ingi sínum við þingsályktunartil- lögu, sem fram var borin á 86. löggjafarþingi 1965 um stofnun kiak- og eldisstöðvar fyrir lax- fiska við Laxá í Aðaldal, Suður- Þingeyjarsýslu, enda sé tryggt aukið fjármagn til reksturs þeirra fiskeldisstöðva, sem þegar eru starfandi í landinu. Það er því eindreginn vilji fund arins að skora á Alþingi og ríkSs stjórn að fylgja fast fram tillög um þessum óbreyttum frá flutn- ingsmönnum. Fundurinn þakkar flutningsmönnum þessarar til- lagna framsýni og góðan stuðn- ing við þessi hagsmunamál þjóð- arinnar, en flutningsmennirnir að fyrri tillögunni voru þeir Björn Jónsson og Jónas G. Rafn- ar, og að þeirri síðamefndu Jón as G. Rafnar, Karl Kristjánsson, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gísla- son og BjÖrn Jónsson. tV. Um nefndarskipan Iandbúnað arrá'ðherra. Aðalfundur Félags áhugamanna um fiskrækt, haldinn í Átthaga- salnum að Hótel Sögu, fimmtudag inn 9. nóvember 1967, fagnar þeirri ákvörðun landbúnaðarráð- herra að skipa -9 rnanna nefnd til að endurskoða lögin um lax- og ■ silungsveiði og gera tillögur um breytingar á þeirri löggjöf og samningu nýrrar löggjafar um fiskræktunarmálin sérstaklega, klak, eldi, ræktun og kynbætur laxfiskastofna í landinu. Væntir fundurinn þess að lögð verði á- herzla á það að nefnd þessi hraði störfum að henni takist að móta löggjöf á þessu sviði, er sé í sam ræmi við öra þróun þessara mála hjá öllum menningarþjóðum, ekki hvað sízt nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum, og lög- gjöf, sem jafnframt tryggi góðan framgang mála þessara hjá þjóð vorri í þá átt, að fiskræktunarmál in fái í framtíðinni að njóta sín með þjóðarheill og þjóðarverð- mætasköpun fyrir augum. V. Aðalfundur Félags áhugamanna um fiskrækt, haldinn í Átthaga- salnum að Hótel Sögu fimmtudag inn 9. nóvember 1967, vekur at- hygli á nauðsyn þess að fram fari skipuleg könnun á aðstöðu til fisk eldis og fiskræktar um land allt, sem geti orðið til leiðbeiningar við áætlanir um framkvæmdir á þessu sviði. í þessu sl4yni felur aðalfundur- inn stjórn félagsins að athuga hvort fá megi hingað til lands er- lendan sérfræðing sem ásamt inn lendum aðilum leggi grundvöll að slíkri úttekt á aðstöðu til fiskeld is og fiskræktar. Félagið hefur gefið út Árbók og er hægt að fá hana hjá for- manni félagsins og kostar hún kr. 100.00. Á fundinum hélt Jakob Haf- stein lögfræðingur fróðlegt erindi um klak- og eldisstöð Húsavíkur. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en í henni eiga sæti: Bragi Eiríksson, formaður, Steingrímur Hermannsson, * varaformaður Jón Sveinsson, gjaldkeri, Gísli Indriða son, ritari og Dr. Björn Jóhann- esson. Nýtt hefti af lceland Review NÝTT hefti af tímaritinu Iceland Review er kornið í bókabúðir. Er þaff fjölbreytt aff efni og vanda'í aff frágangi eins og alltaf áffur, skreytt miklum fjölda ljósmynda bæffi svart-hvítra og í litum. Af helzta efni má nefna grein um íslenzku börnin eftir Alan Boucher með teikningum eftir Baltazar og fjölmörgum mynd- um eftir ýmsa ljósmyndara. Þá skrifar Elsa E. Guðjónsson um ís- lenzka þjóðbúninginn. Ec það sögulegt yfirlit og lýsing á ýms- um einstökum hlutum íslenzkra kvenbúninga, hvernig þeir hafa þróazt alit til vorra daga. Grein- : inni fylgja bæði ljósmynir og jteikningar frá ýmsum tímum. Er þetta kærkomið lesefni þeim serrv áhuga hafa á íslenzkum siðum og þjóðlífi, því hingað til hefur sáralítið verið skrifað um íslenzka búninga á erlendum tungumál- um. t ritinu er löng grein um haustferð í Þórsmörk og fylgja henni fjölda mynda, bæði í lit- um og svart-hvítu. — Er grein þessi eftir Pétur Karlsson. Þá skrifar Carolina Gunnars- son um gjöf Vestur-íslendinga til Kanada á 100 ára afmæli landsins í sumar, um athöfnina sem þar fór fram að viðstöddum mörgum mikilsmetnum mönnum. Hallberg Hallmundsson skrifar viðtal við Hannes Kjartansson, Framhald á 10. síðu. -----------------------— Oiiver R< ed og Rita Tushinghait The T rap Háskólabíó. Brczk frá 1966. Leik stjóri: Sidney Hayers. Handrit: David Osbom.. Kvikmyndun: David James. Framleiffandi: Ge- orge H. Brown. íslenzkur texti. í leikskrá hefur þessi hugljúfa mynd hlotið hið hugljúfa nafn Ást í óbyggðum, þó að réttskírð eigi hún að heita ' Gildran. Efn ið fjallar annars um óheflaðan loðdýraveiðimann, sem kominn er til byggða eftir þriggja ára útivist, þeirra erinda að fá pén inga fyrir veiði sína. (Sagan ger ist á vesturströnd Kanada um miðja nítjándu öld). Allir höfðu hinsvegar talið hann af, og kaup maðurinn var búinn að eyða peningunum, sem hann átti inni hjá honum. Kona kaupmanns- ins kemur því til leiðar, að veiði maðurinn, Jean La Bete, fái í staðinn málleysingjann Evu. La Bete tekur Evu með sér í bjálka kofann sinn. Lengi vel er Evu ekkert um hann gefið og verst allri ásælni hans með klóm og kjafti. Einu sinni lendir La Bete með fótinn í gildru. Drep hleypur í sárið og Eva verðúr að höggva fótinn af. Eva strýk ur frá La Bete til byggða. Hún ætlar að giftast verzlunarmanni, en á síðustu stundu snýst henni hugur og hún hverfur aftur til hans La Bete síns. í aðalhlutverkum eru Oliver Reed og Rita Tushingham gera þau hlutverkum sínum góð skil. Fátt er það í leikstjórninni, sem athygli er vert — nema þá helzt viðureign La Bete við úlf ana. Það er til lýta, hve snjór inn er áberandi óeðiilegur. Aukamynd var frá Rússlandi og fjallaði um glæfralegar að- farir fallhlífarstökksn'anna i himingeimnum. Eigi að etVvr var hún skemmtileg á 'í-i flfg á kvikmyndatökum o^jiinn þar stærstan þátt. — SJÓ. 29. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.