Alþýðublaðið - 29.11.1967, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Qupperneq 13
Heimsins mesta gieSi og gaman. Bráðskemmtileg Cirkusmynd í litum. Betty Hutton 'Charlton Heston. Sýnd kl. 9. BÍLAKAUP 15812 — 23900 Döfum kaupendur «8 flest- am tegundum ag árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vlnsamlegast iátiS skrá bil- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 viS RauSará Símar 15813 - 2390«. Rafvirkjar Fotoselluofnar, Rakvélatenglar, Mótorrofar. Höfuðrofar, Rofar, Tenglar. Varahús, Varatappar. Sjálfvirk rör, Vír, Kapall, margar gerðir. Lampar í baðherbergi, ganga, geymslur, Handlampar Vegg-, loft og lampafalir inntaksrör, járnrör, 1“ 1V4“ 1W' og 2“. Einangrunarband, margir litir og önnur smávara. — Allt á einum staS. Rafmagnsvörubúðin sf. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. — Næg bílastæði. — Lesið Alþýðublaðið Lögregluforinginn leit hörku- lega á son sinn. — Svo þú heldur að Luz hafi ekki gert þetta? — Ég trúi ekki öliu sem reynt er að hengja á hann. Það eru að minnsta kosti 'tveir aðrir möguleikar og báðir rökréttari. — Fyrir gáfumann á borð við þig, urraði faðir lians. — Ég er svo heimskur að ég vel auð- veldasta kostinn, Luz hótaði að drepa Helen Troy, ef hún giítist Yates. Það er ástæðan. .. — Ein ástæða, sagði Ellery þolinmóður. — Luz var með hringinn, því að hún var svaramaður og hann hafði mesta möguleika á að skipta um liring og setja eitur- hring í stað giftingarhringsins. Hann hafði tækifæri til þess. — Effie Troy líka, Henry Yat- es einnig, sagði Eilery. — Hann var alls ekki bezt settur. — Luz tók í hönd brúðarinn- ar eftir athöfnina..... — Það gerðu fleiri en hann. Lögregluforinginn starði á son sinn eldrauður í framan. — Ef við finnum engin sönn- unargögn, scm benda til apnars næsta sólarhringinn, sagði hann, — handtek ég Luz fyrir morðið á stúlkunni og það hvort sem sonur minn er snillingur eða ekki! SJÖUNÉI KAFLI. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að Ellery mis- tókst í málinu Tro-Yates-Luz. Það má segja sem svo að vísu í minni mæli, að júní brúðkaup ið hafi komið sér illa fyrir hann eins og fyrir ungu brúðina. Hon- um mistókst ekki aðeins að koma í veg fyrir sorgarleikinn, hann var ekki aðeins lélegur spámað- ur í heimahúsum heldur komst hann líka að því að einkaritari -hans, Nikki Porter. hafði misst alla trú á honum. Himnagyðjan Júnó átti ekki tryggari fylgi- svein á jörðinni en einmitt Nik- ki. Hann var boðberi ástar og lijónabands. Morð fagurrar konu á brúðkaupsdaginn — með fyrsta koss eiginmannsins brenn- andi á vörum sér — það fannst ungfrú Porter vera grimmdar- legri glæpur en að brytja niður nýfædd börn. Hún vildi láta brytja Luz niður — hún var sannfærð um að hann væri skrímsli í mannsmynd — og eftir að hún hafði lesið sunnudags- blöðin kom hún á heimili Queens þó að þetta væri frídag- urinn hennar, öskrandi af reiði. Vitanlega sagði hún honum áður en hún óskaði eftir handtöku Luz, hvaða álit hún hefði á framkomu hans og hæfileikum. — Hvernig gaztu látið þetta gerast? veinaði ungfrú Porter. Beint fyrir framan nefið á þér! Þegar þú áttir að gæta hennar? — Er ekki hægt að fyrirgefa mér það, að mér kom ekki til hugar, að hún yrði myrt með eitruðum giftingarhring? spurði hr. Queen þreytulega. — Jafn- vel snillingar — svo ég vitni í einn ættingja minn — hugsa ekki um giftingarhringa sem hættujeg morðvopn. Við lifum ekki á tímum Borgíanna, Nikki, Ellery stökk á fætur og gekk um ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiin Vonsvikni BIÐILUNN immmimmmmmmmmiimmmmmmmmmmmmmmmmiim SÖGULOK eftir Ellery Oueen gólf. — Þetta var djöfullegt. Al- manna rómur og almenningsálit kemur í veg fyrir að manni detti annað eins og þetta í hug, þeg- ar maður hugsar um hjúskap. Hefur þú nokkru sinni heyrt minnzt á læknisfingurinn? — Reyndu ekki að breyta um umræðuefni, sagði ungfrú Port- er kuldalega og roðnaði við. — Ég er ekki að því. Fyrir mörgum öldum síðan kölluðu Englendingar baugfingur lækn- isfingurinn. Nornirnar og skottu- læknarnir notuðu þann fingur til að hræra í lyfjum og eitur- brasi. — Menntun — sagði Nikki. — Og það var almennt álit- ið að fingurinn væri tengdur hjartanu beint með sérstakri taug og að ekkert eitur gæti snert hann án þess að hjartað fengi sérstaka viðvörun. Á baug- fingri bera menn giftingarhringi, Nikki. — En skáldlegt, sagði Nikki, — en blövuð vitleysa í ljósi þess, sem einmitt var að gerast. Og naumast nóg til að sakfella Vict- or Luz. Af hverju er hann ekki settur inn? Af hverju yfirheyrði lögregluforinginn veslings Henry Yates og veslings Effie Troy fram eftir nóttu? Eftir hverju bíða allir? Hvað er eigin- lega að? Því Ellery harði numið stað- ar úti á miðju gólfi. Hann starði frarn^ fyrir sig eins og liann sæi inn í fjórðu víddina og yrði ó- glatt við það sem hann sá. — Hvað er að. Ellery? EUery kom aítur inn í þriðju víddina og það fór hrollur um hann. — Að? spurði hann veiklu lega. — Sagði ég að eitthvað væri að? — Nei, en svipurinn á þér. . . — Það var rafmagnshögg, Nikki. Ég fæ alltaf rafmagns- högg, þegar ég skil mína eigin heimsku. Hringdu í pabba, taut- aði hann. — Náðu í hann á stöð- inni. Ég verð að tala við hann. . . Guð hjálpi mér. — Hann er upptekinn, sagði Nikki um leið og hún lagði sím- ann á. — Hann hringir í þig á eftir. Hvað gengur eiginlega að þér, Ellery? Ellery lét fallast niður í stól og fálmaði eftir sígarettunum sínum. — Nikki, hingað til höf- um við álitið, að þrýstingur handabands, þr'ýstingur á vissan hátt, gæti valdið því að eitrið spýttist úr nálinni. Hvora hönd réttirðu fram, þegar þú tekur í hönd einhvers. Nikki? — Hvora hönd spurði Nikki. — Vitanlega hægri hönd. — Og hvora hönd réttir hinn aðilinn fram? — Hægri hönd vitanlega. Hann verður. — Á hvorri hönd bera kon- ur giftingarhringi? — Á vinstri hönd. — Smámunir einir. Hreinustu smámunir. En nóg til að leysa málið og ég þurfti að láta mér yfirsjást þangað til núna. Nikki fannst þegar hún heyrði radd- — Og morðinginn er örfhent- ur. Ungfrú Porter hugleiddi þetta. — Svona nú, sagði hún og það var ekki minnstu virö- ingu að merkja í rödd hennar. Þar sem þetta var giftingar- hringur, var hann á vinstri hönd henar og því varð morðinginn^ að taka í vinstri hönd hennar og þess vegna þarf hann alls ekki að vera örfhentur. Þó meistaranum liði illa, tókst honum að brosa. — Glæpur hans, Nikki, gerði það nauðsyn- legt, að hann tæki í vinstri hönd brúðarinnar. Líkaminn stjórnar að vissu marki huganum sem í honum býr. Ef rétthentur mað- ur væri að ráðgera glæp, sem gerði það nauðsynlegt að nota hönd myndi hann einbeita sér að liægri höndinni. Það bendir eindregið til að hér sé um örf- hentan mann að ræða að vinstri höndin var notuð. Ellery yppti j öxlum. — Þegar biskupinn bað j um hringinn meðan á athöfn- j inni stóð og brúðguminn leit á j svaramanninn, stakk svaramað-! urinn höndinni niður í vinstri l vestisvasann. Ef hann hefði ver-1 ið rétthentur hefði hann leitað 1 — eða þótzt leita í hægri vestis- vasanum, því að rétthentur mað- ur — ef hann fær að ráða — fálmar ósjálfrátt ofan í hægri vasa. Victor Luz fór með hönd- ina ofan í vinstri vestisvasann og því er hann örfhentur. —Rökfræðin styður mál mitt, andvarpaði Ellery. — Luz ætlaði að framkvæma hótun sína og skildi hringinn eftir í frakka- vasa sínum viljandi til að láta lita út fyrir síðar að einhver hefði getað haft hringaskipti ann- ar en hann. Pabbi hafði á réttu Síminn hringdi. — Ellery? Þetta var Queen lögregluforingi. — Pabbi .. sagði Ellery og dró andann djúpt. En lögregluforinginn hélt á- fram að tala: — Ég sagði þér að Luz væri morðinginn. Og naut- heimskur í þokkabót. Við erum búnir að finna fornsöluna í Ma- dison Avenue, þar sem hring- urinn var keyptur og Luz ját- aði, þegar við lögðum sönnunar- gögnin fyrir hann. Ég var ein- mitt að ljúka við að láta hann undirrita játninguna. Öll þessi skollans hringavitleysa með Henry Yates og Effie Troy! — Hvað vildirðu mér annars Ell- ery? Ellery kyngdi. Svo sagði hann: „Ekki neitt, pabbi,“ og lagði símann á. ENDIR. HARÐVIÐAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 29. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.