Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 01.04.1967, Blaðsíða 10
o o o o o VÍETNAM OG FRÖNSK VIÐF10RF Framhald úr opnu. Frakkar hafa þekkt Víetnam í meira en 100 ár, en Bandaríkja- menn varla nema rúm 10 ár. Þetta er mjög afdrifaríkur mis- munur, sem gerir Frökkum skiln- ing þess, sem raunverulega er að gerast í Vietnam, og innsæi í hug og gerðir þjóðarinnar, ef- laust miklu auðveldari en nokk- urri annarri þjóð, þ.á.m. Banda- ríkjamönnum. Ekki fór hjá því að fjölmörg náin samskipti færu fram milli Frakka og Víetnama á 100 árum, bæði jákvæð sam- skipti og neikvæð. Fyrst ber að nefna menningarsamskipti. — Frönsk tunga var og er það mál, sem Víetnamar læra miklu frem- ur öllum öðrum málum til að kynna sér vestrænar menntir og til að ræða við útlendinga. Lík- beitni og baráttuþrek Víetnama, þegar þeir etja kappi við erlenda íhlutunaraðila. Segja má, að það sé í krafti þessara samskipta, þessa skyld- leika, sem þróazt hefur með þjóð- unum í aldarlangri samveru, sem Frakkar hafa sérstaka forrétt- indaaðstöðu til að meta og skilja vandamál Víetnam, eins og þau horfa vi'ð Víetnömum sjálfum. Öll geðtengsl virðast miklu auð- veldari milli Frakka og Víetnama en milli hinna síðarnefndu og Bandaríkjamanna. Hér skiptir málið, franskan, áreiðanlega ærnu máli. Ég er persónulega sannfærður um, að Bandaríkja- menn mundu eiga mun betra með að túlka hug og skilja Víet- nama, ef þeir gætu mælzt við á frönsku. ræða hina sömu, sem áður börð- I arlaust að tryggja sér vitorð inn ust gegn friði í -Alsír. Eru þessi an veggja þorpanna. Sú er skýr síðustu samtök fremur fámenn, en legt er, að enskan vinni nú á, | en það tæki nokkra áratugi aðL-,, * . __ kollvarpa gróinni forréttindaaö- Skoðanir Pierre Mendes stöðu frönskunnar. Þessi máls- — Fl'ance. samúð skiptir alls ekki svo litlu máli, þegar skyggnzt er í vand- ann. Ekki verður þetta atriði sízt mikilvægt, þegar að því er gáð, að franska og enska eru gagn- ólíkar tungur í allri tjáningu og hugsun. Um menningarsamskiptin ber einnig að geta þess, að Frakkar reistu talsvert af skólum í land- inu, og fór námið þar. fram á frönsku. Hafa víetnamskir stúd- entar löngum sótt æðra nám til Frakklands. Þar hafa þeir getið sér gott orð, líklega betra en flestir aðrir stúdentahópar, og þykja hógværir, greindir og dug- iegir. Enn bcr að geta þess, að Víetnamar tóku upp eftir Frökk- um latneskt stafróf og nota það i nú .að mestú, en kínverska letrið mun vera á hröðu undanhaldi. Loks má ekki gleyma því, að 'mikil mannleg tengsl, blóðblönd- un og fjölskyldutengsl, sameina Frakka og Víefnama eftir aldar- samvistir. Meðal miðaldra og roskinna Frakka er það furðual- gengt, að menn hafi dvalizt nokk- urt árabil í gamla Indókína. Og mörgþúsund Víetnamar búa í Frakklandi og stunda margvísleg störf. Sumir vilja ekki annars • staðar vera, en aðra langar heim, og vonast eftir friði eins og þjóð > þeirra heima fyrir. - Allmikil blóðblöndun varð milli þjóðanna tveggja. Var býsna algengt, að franskir menn kvæntust víet- nömskum konum, og einnig var ; talsvert um að háttsettir Frakk- iar tækju sér þarlendar hjákon- 1 ur. Sem dæmi um slíka blóðblönd- |un get ég nefnt það, .að sá frægi ! hershöfðingi Raoul Salan gat son í við víetnamskri hjákonu sinni, Jog er sá piltur nú Iiðsforingi í ' franska hernum. 2 l Ekki má gleynia áð héldur hin- I um neikvæðu samskiptum þjóð- h anna, nýlendustjórn Frakka og ' andspyrnu Vietnama. Eftir þá j reynslu, sem Frakkar hafa feng- ið af slíkum viðskiptum, munu ^þein þjóða Sánnfærðástir uni ein- Rekjum nú í stórum dráttum stjórnmálalegt viðhorf Frakka við Víetnam síðustu 13 árin. Ber fyrst að nefna Pierre Mendés- France. Sá mikilhæfi stjórnmála- maður er raunar eini útlending- urinn, sem á síðari árum hefur tekizt að leysa eitthvert vanda- mál í Víetnam. Hann batt enda á stríð Frakka í Víetnam með samningum, og fjölmargir aðilar vitna enn til Genfarsáttmálans 1954 sem umræðugrundvallar við nýja samninga. Mendés-France var sannfærður um, að nýlendu- skeiðið væri í andarslitrunum og afar virk í blaðaútgáfu og áróðri. Skoðanir franskra blaða á styrjöldinni í Vietnam. Til að gefa dæmi um viðhorf Frakka sem hafa farið og séð liildarleikinn í Víetnam, mun ég lesa brot úr greinum nokkurra blaðamanna. Er hluti greinanna skrifaður í árslok 1963, en hitt þremur 'árum síðar, þ.e. nú al- vetg nýlega. Hef ég af ásettu ráði valið blaðamenn hlutlausra og hægrisinnaðra blaða, þar sem skoðanir blaðamanna sósíalísku flokkanna eru þekktari en svo, að ástæða sé til að skýra ná- kvæmlega frá þeim hér. Max Clos, einn helzti heims- hornafréttaritari íhaldsblaðsins Le Figaro, ferðaðist um Suður- Víetnam í desember 1963. Birt- ust greinar hans í blaðinu 20.— 23. sama mánaðar. Er textinn, sem hér fer á eftir, tekinn úr þessum greinum. „Hvernig á að' ,,halda ‘ íbúun- um? Fyrst var hugmyndin að reisa í námunda. við þorpin her- stöðvar þeim til verndar. Þetta var það, sem franski herinn hafói gert. Við könnumst allvel við galla þess arna. . . Nú varð að finna eitthvert ann- að ráð. 1962 hélt Nhu Obróðir Ngo Dinh Dicm; aths. A.Í.), að hann hefði fundið lausnina. Fyrst herstöð nægir ekki til að halda gekk að því með aðdáanlegri j íbúunum, skal þeim safnað sam- staðfestu og hugrekki að veita því nábjargirnar á sínum stutta valdatíma. Ráðstafanir hans í Ví- etnam, sem augljóslega voru þær beztu og raunar alveg nauðsyn- legar, urðu ekki sársaukalausar ýmsum Frökkum, og þá einkum hersins mönnum, sem töldu sig og herinn áuðmýkta. En saga síðustu ára hefur veitt stefnu Mendés-France fulltingi sitt, og er orðstír hans sem stjórnmála- manns á hröðum uppgangi aftur í Frakklandi og búizt við, að hann muni verða áhrifaríkur þar landi næstu árin. Eru meira að segja uppi raddir um það, að de Gaulie forseti vilji friðmælast við hann og fá hann á sveif með sér, sem eflaust mun þó ekki takast. Stefna de Gaulles í Víetnammál- inu hefur síðust.u árin verið svip- uð stefnu Mendés-France. Hann telur Bandaríkjamenn heyja þar eystra vonlausa, styrjöld, og einu lausnina vera samninga. Segja má, að í frönskum stjórn málum séu nú gaullistar og allir sósíalísku flokkarnir andvígir stefnu Bandaríkjamanna í Víet- nam. Nokkur hluti miðflokkanria er minna andvígur Bandaríkja- mönnum, en tekur stefnu þeirra með varúð, þvær hendur sínar af henni, ef svo mætti segja. Hægra megin við gaullista eru nokkúr flokksbrot mjög hlynnt Bandq- ríkjamönnum, og ér þár um að an í allmargrar bólsetustöðvar, sem jafnframt veréía lítil her- virki: Þetta var meginhugmyndin með „herfræðilegu þorpimum“, sem fullyrt var um í júní 1962, að með þeim fengist sigur í stríð- inu á 18 mánuðum. Þessir 18 mán- uðir eru nú liðnir, og við höf- um séð, hvernig ástandið er. (.....) Herforingjarnir í Saig- on viðurkenna, að fyrirtækið hafi misheppnazt. Til þess eru tvær ástæður. Hin fyrri, sem er miklu mikil- 1 vægust, er sú, að bændurnir hafa alltaf verið andvígir vígþorpastefn unni' Hún var í ósamræmi við venjur þeirrá. Menn þurftu að skiljast við hús sitt og garð, sem þeir voru nátengdir. . . í Kokk- inkína þvernéituðu bændurnir langofíast að hverfa úr húsi síriu til að setjast að í vígþorpi. Yfir- völdin sendu þá lierlið á vett- vang til að þvinga bændurna af stað, en þetta skaþaði jú engan veginn heppileg skilyrði þegar frá upphafi. Það er auðvelt að gera sér í hugárlúnd, að menn, sem frá byrjuh éru andvígir fyr- irtækinu, brenni ekki svo mjög af áhuga á að verja það, sem þeir líta tíðum á sem eins konar fang- elsi. Áróður Víetkong var ekfci í neinum vandræðum með. að aug- lýsa herfraéðilegu þorpin seiþ fangahúðir. - ...... t Kommúriistum tókst fyrirhafn- ingin á því, að bandarísku riffl- arnir, sem þjóðvarðliðsmenn fá í hendur, enda oft, sitt skeið í höndum hermanna Víetkong. (.....) Bandaríkjamenn, sem réðu yf- ir takmarkalausum auðæfum, héldu að efnislegir yfirburðir þeirra mundu nægja til að tryggja þeim sigur. Þyrluævintýrið, svo að eitt dæmi sé nefnt, hefur hastarlega brugð- izt þessari trú. Með því að tífalda hreyfanleik herdeildanna gerði tilkoma þeirra á vígvellinum Víet- nömum (:stjórnarhersins) kleift að vinna óvefengjanlega sigra á árinu 1962. Þeir töldu sig hafa fundið töfralyf skæruhernaðar- ins. Þetta stóð í 6 mánuði. Nú hefur1 Víe^kong fundið vörnina við þessu. Margar þyrlur hafa verið laskaðar eða skotnar niður. Nú er svo komið, að undanfari allra þyrluaðgerða skal vera skot- árás og sprengjuvarp á bardaga- svæðið. Þetta tefur aðgerðirnar sem því nemur. Árásin kemur ekki lengur á óvart. Og þá er á- lyktunin enn sú sama: „Víetnam- arnir verða að sýna af sér meiri baráttuliug“. En þetta er lélegt skálkaskjól, því að spurningin er raunveru- lega, hvers vegna Víetnamar (istjórnarhersins) eru ekki „bav- áttuhugaðri“, þar sem hermenn Víetkong ber jast af frábærri hug- prýði: Frakkar ráku sig á sömu gátuna og fundu ekki viðunandi svar. Að svo miklu leyti, sem end- anlegt takmark Bandaríkjamanna er að vinna sigur í styrjöldinni, geta þeir fyrir sitt leyti ekki slopp ið úr þessari flækju: senda æ flfiri dollara, fleiri byssur, fléiri menri til Víetnam. Eins og Frakkar fyrir 10 árum, eru þeir sokknir í stríðs- fen Indókína. Hinn þekkti blaðamaður Georg es Cháffard ritar í óháða blaðið Combát hinn 29. janúar 1964: „Kommúnistaveiðin er enda- Iaust fyrirtæki, sem nærist á eig- in öfgum; hrottaskapurinn og sein heppnin geta af sér „kommún- isma“ öruggar og hraðar en bezti V í etkongáróður. Taldir eru kommúnistar, og því grunsamlegir, allir þeir, sem börðust með eða fylgdu Víetminh að máluin fyrir 1954, hvort sem þeir voru meðlimir flokksins eða ekki; allir fyrrverandi embættis- menn þeirra landssvæða, sem Víetminh réð yfir; allir borgar- ar, bændur, menntamenn og há- skólamenn, sem tóku einhvern þátt, mikinn eða lítinn, í and- spyrnuhreyfingunni. Þetta er æðistór hópur manna, því að ein- ungis reglulegar herdeildir al- þýðuliersins fóru norðuri fyrir samkvæmt Genfarsáttmálanum. (......) Það er engin furða að heldur, að þúsundir fyrrverandi skæru- liöa flýi örlög þau, sem díemíska stjórnin (:stjórn Ngo Dinh Diem) býr þeim, haldi til skógar, grafi úr jörðu vopn þau, sem falin voru eftir vopnahléið, og safnist sam- an í skæruliðasveitir gegn lög- reglunni og þjóðvarðliöinu, sem elta þá á röndum. í neðanjarðar- hreyfingunni hitta þeir aftur trú- flokkabrot þau, sem lifað hafa af gereyð*ngarherferðina, einkum Hoa-hao (það er búddhískur trúflokkur). Einnig ganga í lið með þeim menntamenn og stú- dentar, sem flúið liafa frá Saig- on — Cholon til að sleppa undan „tó-kong“ (:„uppljóstrunarherferð inni gegn kommúnistmn‘“). Loks bætast bændur í ósamstæðar rað- ir þessarar nýju andspyrnuhreyf- ingar, (oft úr sjálfsvarnarsveitum þjóðvarðliðsins, sem þeir hlaup- ast undan með alvæpni). Heil þorp rísa upp á móti stjórn arhernum og styftja, í baráttunni gegn stjórninni, andstæðinga hennar úr ýmsum áttum, sem liafa haldið til skógar. Skæruhernaðurinn í Suður- Víetnam er því vissulega runn- inn upp þar syðra, en ekki af- leiðing vandlega undirbúinnar hernaðaráætlunar frá Hanoi. Það sem.nú er vitað um tildrög stofn- unar Þjóðfrelsisfylkingar Suð- ur-Vietnam Ksenajlkðóa Jacques Decornoy er blaða- maður við 'hið virta óh'áða borg- arablað Le Monde í París. Ðec- ornoy er mér vitanlega fyrsti blaða maðurinn, sem fengið hefur leyfi til að ferðast bæði um 'Norður- og Suður-Víetnam. Ferðaðist hann um hið klofna land í des- ember sl., var fyrst *fyrir norðan, síðan syðra. Greinar hans birt- ust í „Mondinum‘“ um áramótin. Kaflarnir, sem ég vitna til, eru teknir úr síðustu greininni, sem birtist m.a. í vikuútgáfu Le Monde fyrir 5.-11. janúar 1967. Tveir fyrri kaflarnir eru að sunnan, hinn síðasti að norðan, en með honum lýkur Decornoy greinum sínum. (...) .„Engjinn „trúir á þetta“, og hvernig er unnt að „trúa á“ slíkt. Hvernig er hægt að loka augun- um fyrir miska hinnar tröllauknu viðurvistar Bandaríkjamanna, sem eyðir Vietnam, og spillir sið- um landsmanna, án þess að geta upprætt andspyrnuna, scm hún nærir sjálf mcð þessum liætti? En máttarstólpar stjórnarinnar (í Saigon), lögreglan, herinn? Trú þeirra er ekki sambærileg við trú byltingarmannanna, og reyndar hafa þau enga trú. Lágt setíir hermenn úti á landi hafa enga löngun til að deyja. Þeir sem dveljast í borgunum eru staðráðn- ir í að komast af. Þeir fylgja for- dæmi hinna hátt settu og „meika pjöstru". Yfirlögregluforingi nokk ur viðurkenndi þétta fyrir okkur: „Hver skyldi ckki koma auga. á gróðabraskið í þeim, þegar litið er á það, aö þeir fá ekki néma Framhald á 15. síðu. IÍQ-1. apríl 1967 ALÞÝÐUBLA’ÐIÐ'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.