Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 1
Miflvikudagur 3. janúar 1968 — 48. árg. 1. tbl. — Verð kr. 7
uimiiimiiiiitimMMiiMMiiiiiiinTii
immmmmmmiiMitmtmrmirmimtmmmmmmmiiiittmmir
| Forseti Islands
| ekki í kjöri / vor
í áramótaræðu sinni á nýársdag tilkynnti Forseti íslands,
j lierra Ásgeir Ásgeirsson, að hann hefði ákveðið að verða ekki
| í kjöri við þær forsetakosningar, sem fram eiga að fara á
: þessu ári. Fórust forsetanum svo orð um þetta atriði í upp
1 hafi ræðu sinnar:
■ h m m
[ „Á þessum fyrsta degi ársins 1968 tilkynni ég, svo ekki :
I verði um villzt, að ég mun ekki verða í kjöri við þær for- 1
1 setakosningar, sem fara í hönd á þessu nýbyrjaða ári. Fjög- =
i ur kjörtímabil, sextán ár í forsctastól, er hæfilegur tími, hvað j
| mig snertir, og þakka ég af hrærðum hug það traust, sem mér i
| hefur þannig verið sýnt”.
Áramótaræða Forseta íslands er birt í heild á bls. 5.
iiiiimimimmmiMMMMMMMMiMimiiimimiiiiimiiiimiiimmmmiiiiitMtiimmimiimtmtmmmiimmmmiiMii
Skömmu eftir klukkan eitt I fyrrinótt kom upp eldur í gömlu
slökkvistöðinni við Tjarnargötu 12. í húsinu hefur Fræðsluskrif
stofa Reykjavikurborgar nú aðsetur, en auk þess er ,þar varðstofa
fyrir sima- og brunaboðakerfi slökkviliðsins.
Klukkan ellefu mínútur yfir eitt
rofnuðu öll Ijós í húsinu. Varð-
maður slökkviliðsins sem var á
vakt fór þegar inn í herbergi, þar
sem rafmagnstafla hússins er. Allt
brunaboðakerfi borgarinnar er í
Mestu
frost í
vetur
í fyrrinóít og gærdag var norð
an átt og hörku frost á landinu
öllu. Á Grímsstöðum á Fjöllum
komst frostið upp í 25 stig í
fyrrinótt. Fr dagaði lækkaði
frost þar aðeins og var 21 stig
í gærdag. í gærdag snjóaði um
allt norðanvert land, sérstaklega
á annesjum. Á suðurlandi var
víðast bjart vestan Mýrdalsjök
uls.
Á láglendi var frostið í gær frá
11 stigum og allt upp í 19 stig,
minnst á SV landi og mest á
Vopnafirði og Nautabúi í Skaga
firði.
sambandi við þessa töflu. Sá varð
maðurinn, að eldur hafði læst sig
í vegg bak við töfluna og haíði
einnig náð að breiðast upp í striga
pappa í lofti.
Við það, að rafmagn rofnaði £
húsnæði gömlu slökkvistöðvarinn-
ar, urðu allir brunaboðar í borg-
inni óvirkir og urðu þeir ekki virk
ir aftur fyrr en í gærmorgun.
Varmaður slökkviliðsins hafði
þegar samband við slökkviliðið við
Öskjuhlíð og komu slökkviliðsbíl-
ar og slökkviliðsmenn á' vettvang
von bráðar. Varalið var kallað út,
en nokkuð tafði fyrir boðun þess,
að ekki var hægt að nota boðunar-
kerfið, sem var óvirkt eins og áð
ur segir
Þegar slökkvistarfið gat hafizt,
hafði eldurinn náð að breiðast inn
á milli þilja og upp í gegnum loft
stokka. Reyndist nokkuð tafsamt
að ráða niðurlögum hans f loft-
stokknum, enda þurfti að rífa stokk
inn að nokkru til þess að komast
að eldinum.
Þegar blaðið hafði samband við
Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóra
; í gær um miðjan dag, sagði hann,
| að brunaboðarnir væru aftur orðn
ir virkir. Tók hann þó fram, að
| hann teldi þá ekki örugga ennþá.
Framhald á 2. síðu.
Framhald á 11. síðtt.
£ii iiiiiiumiiiiiitiiMiiiimiiiiimitiiiiiiii ii 1111111111111111111]
| Róleg
»
| áramót \
1 AlþýSublaðið hringdi í gær j
| í Ríarfct Elíasson yfirlög 1
| regluþjón og innti hann eft j
i ir því, hvernig áramótin [
1 hefðu farið fram í borg §
\ inni að þessu sinni. Sagði [
\ Bjarki, að áramótin hefðu i
= farið sérstaklega vel fram I
j að þessu sinni og hafi þau i
: verið n>eð eindæmum róleg. [
i Kvað hann lögregluna tæp i
I ast muna jafnróleg áramót "
i og nú. Fátt fólk hafi verið [
Í i miðbænum á gamlárs \
i kvöld og tiitölulega fátt [
i fóik hafi verið við brennurn i
i ar, enda veður fremur óhag- [
j stætt.
i Bjarki kvað, að lítil brögð i
j hafi verið að kínverjaspreng j
i ingum um áramótin og [
Framhald á 11. síðu. i
pillllllllll IMIMIMI Mll MMMMIMMMI11111 llllllllllllllllllllllll
Höfðaborg 2. 1 (ntb-reuter)
Suður-Afrfsku læknarnir, sem fyrir mánuði gerðu fyrstu tilraun sög-
unnar til hjartagræðslu, framkvæmdu í gær aðra slíka aðgerð, er þeir
fluttu hjarta úr nýlátnum svörtum verkamanni, Clive Haupt að nafni,
í tannlækninn Phiiip Blaiberg. Aðgerðin stóð í 5 klst. og tókst ágæt-
lega.
Aðgerðinni var stjómað af Chris
Barnard, sama lækni og stýrði
fyrstu hjartagræðsluaðgerðinni
sem gerð var á Louis Washkansky
fyrir mánuði. í tilkynningu, sem
Groote Schuur sjúkrahúsið sendi
frá sér að aðgerðinni lokinni, seg
ir að allt hafi farið samkvæmt á-
ætlun og líðan sjúklingsins væri
góð eftir aðstæðum. Blaiberg fékk
meðvitund nokkrum klst. eftir að
aðgerðinni var lokið og virtist
nýja hjartað starfa fullkomlega
eðlilega.
Hjartaflutningurlnn fór fram 24
klst. cftir að Barnard kom úr ferða
lagi um Bandaríkin og aðeins 15
mínútum eftir að Haupt lézt. 15
læknar og læknisfræðilegir sér-
fræðingar framkvæmdu aðgerðina
og gekk hún alveg snurðulaust.
Aðgerðin tók mun skemmri tíma,
en aðgerðin á Washkansky og er
það greinilegt, að læknamir hafa
nú fullt vald á hjartaflutningnum
sjálfum, þótt enn sé óvíst hvort til
raunin í heild heppnist. Wash-
kansky lifði í 18 daga eftir að hann
fékk hið nýja hjarta, sem starf-
aði eðlilega til síðustu stundar.
Banabiti hans var ekki hjartað,
heldur lungabólgu. Enfremur þjáð
ist Washkansky af sykursýki, sem
jók vandann, sérstaklega með til-
liti til þess eiginleika líkamans að
vinna gegn nýjum hlutum og efn-
um sem sett eru í hann.
Blaiberg líöur ekki af neinum slík
um sjúkdómi og eftir tilraunina
með Washkansky kunna læknarn-
ir betur að yfirvinna frávísunareig
inleika líkamans. Það eru þv£
góðar vonir fyrir því, að Blaiberg
Framhald á 2. síðu.
| Nýtt verð
i NÚ um áramótin breytist
j verð blaðsins til áskrifenda
Í og verður það framvegis 120
j kr. á mánuði. Lausasölu
[ verð verður hins; vegar ó
= breytt kr. 7 eintakið.
i Þá breytist augljsingaverð
| blaðsins einnig ogr verður
[ það framvegis kr. 7.50 á
dálksentimetra.
iniiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiuiiuiiiiiii»i»i»»i