Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 6
ÚR HEIMI VlSINDANNA
Einkennileg veiki meöai folks
sem býr í húsum með glerveggjum
EINKENNILEGRAR veiki er
tekið c.ð gæta meðal fólks sem
býr í háhýsum með nýtízku gler-
veggjum. Sjúkdómseinkennin
eru svimi, ásækin tilfinning um
að fylgzt sé með viðkomandi og
steik löngun til að hörfa út í
horn herbergisins. Orsökin er
inni-i spenna sem er því samfara
að lifa og vinna innan nýtízku
glerveggja.
Nýjustu og dýrustu bygging-
ar :í New York eru skýjaklúfar
með geysilega stórum glerveggj-
um. Óþægindanna verður ekki
vart fyrr en menn hafa búið eða
starfað nokkuð lengi innan
veggja glerhúsanna. í skrif-
stofum af þessu tagi hefur
starfsliðið flutt skrifborðin
lengra og lengra frá gluggunum.
Og í háhýsum með stórum gler-
Hryggurinn skiplist 1 Aden
flóanum. Annar helmingurinn
liggur eftir Rauðahafinu — og
virðist sprungan í miðju hans
halda áfram á landi sem Jórd-
an dalurinn. Allt bendir því til
að Arabía sé á lireyfingu frá
Afríku í norð-austur átt. Þessar
breytingar á jarðskorpunni hafa
sennilega hafizt fyrir 10-20
milljónum ára.
Hinn hluti hryggjarins liggur
á land í Sómalíu og myndar síð-
an Stóra Sprungu Dal í Austur-
Afríku. Enn þá eru þar engin
sjáanleg merki um innhaf, en
eftir nokkrar milljónir ára verð-
ur e. t. v. komið þar langt og
mjótt haf — er nær inn í hjarta
Afríku.
Eins og gera mætti ráð fyrir
þar sem heit, fljótandi jarðlög
stíga upp á yfirborð jarðskorp-
unnar ætti varmastreymi frá
neðarsjávarhryggnum að vera
meira en annars staðar. Á
nokkrum stöðum í Rauða hafinu
er varmaútstreymið fimm sinn-
um meira en venjulegt er. Bend-
ir það ótvírætt til að eitthvað
einkennilegt sé þar á seyði.
Vísindamennirnir vona að
með rannsóknum sínum geti þeir
fengið nokkuð glögga mynd af
eðli jarðlaganna undir Rauða
hafinu. Þá hafa þeir með sér
mælitæki sem mæla minnstu
hreyfingar á jarðskorpunni. En
nú vinna jarðeðlisfræðingar að
fullkomnun mælitækis sem mæla
■á námkvæmlega hreyfingu meg
inlandanna.
Rauðahafið vísir
aÖ nýju úthafi?
NÝLEGA lagði af stað frá há-
skólanum í Cambridge lítill hóp-
ur jarðeðlisfræðinga og var
ferðinni heitið til Rauða hafsins.
Ætlunin var að rannsaka jarð-
lögin undir sjávarbotninum í
þeim tilgangi að leita sannana
fyrir þeirri tilgátu, að Rauðahaf-
ið sé úthaf í myndun og breikki
árlega um þrjá fjórðu úr þuml-
ungi þar sem Afríka og Arabía
eru, samkvæmt tilgátunni — á
hægfara reki í gagnstæðar áttir.
Vísindamennirnir halda næstu
vikurnar til á gðmlu gufuskipi,
þar sem þeir munu sprengja
töluvert magn af litlum sprengj-
um undir yfírborði sjávarins.
Sérstakar baujur munu því næst
mæla hljóðöSdurnar sem spreng-
ingin setur af stað. Vona vís-
indamennirnir að með því að
mæla hraða hljóðaldnanna um
jarðlögin íái þeir þær upplýsing-
ar, sem jreir eru að leita að.
Flestir jarðfræðingar aðhyll-
ast nú orðið þá tilgátu, að meg-
inlöndin séu á reki ofan á efsta
hluta jarðskorpunnar. En sam-
kvæmt tilgátunni eru megin-
löndin, eins og þau eru nú, hlut-
ar risastórs landflæmis er fór
að liðast sundur fyrir um það
bil 200 milljónum ára.
Hið einstaka jarðfræðilega og
landfræðilega samræmi land-
anna beggja vegna Atlantsnafs-
ins og segulmagn í jarðlögum
sem bendir til að í fyrndinni
hafi meginlöndin verið allt ann-
ars staðar en þau eru nú, styð-
ur, ásamt fjölda annarra líkinda,
eindregið þessa tilgátu.
Aflið sem knýr meginlöndin
áfram um jarðskorpuna, eins og
risavaxna ísjaka, á eflaust rætur
að rekja til hreyfinga fljótandi
jarðlaga, er koma úr iðrum jarð-
ar og dreifast undir jarðskorp-
unni. Draga jarðlögin sennilega
meginlöndin þannig að sér.
Ein mikilvægasta uppgötvun
sem gerð hefur verið í neðan-
sjávar jarðeðlisfræði hin síöari
ár var fundur 40 þús. mílna
langs neðansjávar hryggjar sem
álitinn er vera sá staður, þar
sem fljótandi jarðlög koma upp
á yíirborðið. Djúp sprunga er
nokkurn veginn eftir hryggnum
endilöngum.
Rauðahafið er einn þeirra fáu
staða, þar sem hryggurinn ligg-
ur að meginlandinu og er því
hrein gullnáma fyrir jarðfræð-
inga þar sem þeir geta e.t.v.
fylgzt hér með myndun nýs út-
hafs.
veggjum hafa íbúarnir hengt
teppi á veggina sem útiloka hið
stórfenglega útsýni er gegnsælr
veggirnir veita.
„Lif innan glerveggja hefui' í
för með sér fjölda vandamála,”
segir James M. Fitch, prófess-
or í arkitektúr við Columbía há-
skólann. Þegar glerið nær frá
lofti til gólfs fá íbúar iðulega
svima. Einnig getur hitinn og
birtan verið mjög óþægileg. —
Jafnvel kælikerfi hafa lítið að
segja, þar sem þau eru gagnslaus
gagnvart geisluninni. Og pró-
fessor Fitch segir ennfremur:
„Aíleiðingarnar af mikilli notk-
un glers við húsbyggingar sl.
20 ár eru nú að byrja að koma
í ljós í lífi manna. Þó er sífellt
verið að byggja fleiri og fleiri
hús sem að miklu leyti eru úr
gleri.
Einn af áhrifameiri innanliús-
arkitektum New York, William
Pahlmann, segist hafa verið beð-
inn að byrgja mikinn hluta gler-
veggjanna í fjölda íbúða. „í
fyrstu finnst fólki mjög nýstár-
legt að hafa svona mikið útsýni
og birtu. En áður en langt um
líður, byrgir það glerið. Þetta
geysimikla gler veldur hjá því
ójafnvægi og öryggisleysi.
Ýmsir íbúar glerhúsanna gera
sér ekki grein fyrir hvað veld-
ur vanlíðan þeirra og leita því
iðulega til sálfræðinga með vand-
kvæði sín. En sálfræðingamir
hafa uppgötvað eitt sjúkdóms-
einkenni í viðbót, auk þeirra sem
arkitektar hafa orðið varir við.
Það er „photophobia” — ótti við
of mikla birtu.
Toff eða spæ
Leikfélag Reykjavíkur:
KOPPALOGN
eftir Jónas Árnason
Leikstjóri: Helgi Skúlason
Leikmyndir: Steinþór
Sigurðsson
Á ég að gæta bróður míns? ..
Þetta gamla, góða spursmál er
viðfangsefni Jónasar Árnasonar
í tveimur einþáttungum sem
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi fyrir áramótin, efni hans
til að leika sér að fremur en
leysa það upp og setja saman
með neinum nýjum hætti.
Fyrri þáttur Jónasar, Táp og
fjör, gerist uppi í sveit nú á
vorum dögum, sá seinni í sjáv-
arplássi upp úr heimsstyrjöld-
inni fyrri og nefnist Drottins
dýrðar koppalogn. Það er þjóð-
kunna að Jónas er málhagur
maður, orðheppinn og fyndinn,
hann er revíu- og farsaskáld á
sviðinu. Svið þessara nýju leikja,
íólkið á sviðinu, orð þeirra og
æði, er allt af farsataginu —
og þó er Jónas í þetta smn
hvorki að semja revíu né farsa
heldur eiginleg leikrit. En fólk-
ið sem hann fjallar um er eftir
sem áður fastar manngerðir,
revíunnar — skopgerving til-
tekins efniviðar, mannlegra
eiginleika eða þjóðsögu um þá.
Viðleitni fyrri þáttarins til að
rjúfa þessa formfestu, sýna lif-
andi mannleg viðhorf, átök, sam-
úð á sviðinu virðist mér með því
hversdagslegasta í verki Jónasar
sízt frá honum sjálfum komið.
Meiri áhuga vekur hins vegar
tilraun hans til að stokka upp
hinn gamalkunna efnivið í
seinni; skipa honum saman í
nýtt og nýstárlegra samhengi
án eiginlegrar eðlisbreytingar
hans.
Efniviðurinn er sem sé kunn-
uglegur úr ótal leikjum, sögum
og skrýtlum af skrýtnum körlum
í sveitinni og við sjóinn. í leikj-
um Jónasar er hann einfaldaður
allt að hinu absúrda, skopinu
snúið upp í skrumskæling; hver
einasta persóna sem fyrir kem-
ur er meira eða minna lýtt eða
afbökuð á líkama eða sál, og
skop leikjanna að verulegu leyti
komið undir þessum lýtum
þeirra. Þetta kann að þykja ó-
geðfellt, og er það; þarf vissu-
lega mikla orðheppni, mikinn
„léttan húmor” til að lyfta skopi
leikjanna á kreik yfir sín öm-
Táp og fjör: Steindór Hjörleifsson og Borgar Garðarsson,
0 3. jantíar 1968
ALÞÝÐUBLADI9