Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 11
Rithöfundars. Framhald af 3. siðu, Á gamlársdag var einnig úthlut að styrk úr Tónskáldasjóði Ríkis útvarpsins, 25 þúsund krónum, og hlaut hann Magnús Blöndal Jó- hannsson. Áramót Framhald af 1. síðu, taldi, að aðeins lítið magn kínverja hafi verið í um ferð nú og miklu minna en á undanförnum lárum. Ára rnótin væru nú gjörbreytt frá því sem var fyrir tíu til fimmtán árum síðan, þau hafi farið batnandi á nokkr um árum. Að lokum sagði Bjarki E1 íasson, að unglingadansleik urinn, sem fram fór í íþróttahöllinni í Laugardal, hafi tekizt sérstaklega vel, þó að um 1500 unglingar hafi tekið þátt í dansleikn um. Frost Framhald af 1. síðu. í Reykjavík var frostið 15 stig og einnig á Akureyri. Að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings er ekki gert ráð fyrir að frost vaxi mikið meira en nú er, þó er ekki enn séð fyr ir endann á þessu mikla kulda kasti. Páll hafði ekki handbærar tölur um frost í vetur til viðmið unar, en hann kvað veturna tvo þar á undan óvenjulega kalda og svipuðu þeir til meðalárferðis um aldamótin síðustu. í gær var spáð NA átt í Reykja vík og nágrenni, frosti var spáð 12 til 17 stigum. Jón Framhald af 3. síðu. I'ramhald af 3. síðu. Magnúsar Jónssonar og Jónsínu Jónsdóttur. Jón lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1931, en fil. cand. prófi frá háskólanum í Stokk- hólm.i 1937 (norræn mál, enska og bókmenntasaga.) Jón Magnússon var starfsmað- ur Menntamlálaráðs 1938-1941, en síðan fréttastjóri Ríkisútvarps- ins frá 1941 til dauðadags. Flest árin frá 1938 til 1955 var Jón stundakenn^ri í ensku viö Menntaskólann í Reykjavík, og liann átti sæti í landsprófsnefnd miðskóla frá stofnun 1946. Þá var Jón prófdómari við B.A. próf í sænsku í Háskóla íslands. Jón átti sæti í stjórn Blaðamanna félags íslands öðru hverju allt frá árinu 1942. Af ritstörfum Jón Magnússon- ar skal getið, að hann annaðist útgáfu íslenk-sænskrar orðabók- ar ásamt Gunnari Leijström, sem kom út í Stokkhólmi 1943 og í 2. útgáfu 1955. Þá tók Jón sam an bókina Svíþjóð í bókaflokkin um Lönd og lýðir II. 1950. Jón þýddi allmargar hækur svo sem Böðulinn eftir Par Lagerkvist (á- samt Sigurði Þórarinssyni), 1934, Sájkönnunina eftir Alf Alilberg, 1938, Gunnar Gunnarsson eftir Stellan Arvidson, 1959. Jón Magnússon kvæntist hinn 1. maí 1933 Ragnheiði Möiler, Eðva)ds Möller kaupmanns á Ak- ureyri. VINNINGAR I HAPPDRÆTTI haskölans 1968 VINNINGAR ÁRSINS 12 FLOKKAR 2 vinningar á, 1 22 vinningar á 24 vinningar á 1.832 vinningar á 4.072 vinningar á 24.000 vinningar á Aukavinningar: 4 vinningar á 44 vinningar á 30.000 000.000 kr. 2.000.000 kr, 500.000 kr. 11.000.000 kr, 100.000 kr. 2.400.000 kr, 10.000 kr. 18.320.000 kr 5.000 kr. 20.360.000 kr 1.500 kr. 36.000.000 kr 50.000 kr. 200.000 kr 10.000 kr. 440.000 kr 90.720.000 kr ‘AUKAVINNINGAR: í 1.—11. flokki kemur 10.000 króna aukavinningur á næsta númér fyrir neðan og fyrir ofan það númer sem hlýtur hæstan vinning. í 12. flokki kemur 50.000 króna aukavinningur á næsta númer fyrir neðan og fyrir ofan milljón króna vinninginn. UMBOÐSMENN: Arndís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, simi 19030 - Frímann Frímannsson, Hafnarhúsinu, simi 13557 - Guðrún Ólafsdóttir, Austurstræti 18, sími 16940 - Helgi Sívertsen, Vesturveri, sími 13582 - Jón St. Arnórsson, BanRá- stræti 11, sími 13359 — Þórey Bjarnadóttir, Kjörgarði, Laugaveg 59, sími 13108 — Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33, sími 1 9832. KÓPAVOGUR: Guðmundur Þórðarson, Litaskálanum, sími 40810- Borgarbúðin, Borgarholtsbraut 20, s.ími 40180 HAFNARFJÖRÐUR: Kaupfélag Hafnfirðinga, Vesturgötu 2, sími 50292. Verzlun Valdimars Long, Strandgötu 39, sími 50288. 3. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.